Jólakveðja matvælaráðherra Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar 6. desember 2022 14:00 Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra ritaði grein í síðasta Bændablað undir fyrirsögninni „Bjartsýni í sauðfjárrækt“. Greinin skildi eftir fleiri spurningar en hún svaraði hjá undirrituðum og fleirum sbr. nýlega skoðanagrein Þuríðar Lillý Sigurðardóttur (Vonbrigði fyrir starfstétt sauðfjárbænda). Undanfarnar vikur hefur hópur einstaklinga og hagsmunasamtaka reynt að vekja athygli á breytingu sem tekur gildi í upphafi næsta árs varðandi niðurtröppun greiðslumarks í sauðfjárrækt. Fundir sauðfjárbænda undanfarin ár hafa ályktað í þá veru og samþykkt ályktanir í þá veru án mótatkvæða. Nú ber hins vegar svo við að ráðherra málaflokksins hlustar ekki og heldur finnast mér það kaldar kveðjur í upphafi aðventu. Aðstoðarmaður ráðherrans, Kári Gautason og varaþingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi gæti kynnt sér málið betur og skoðað áhrifin af þessari breytingu á sitt kjördæmi. Breytingin mun hafa hvað mest áhrif á hans kjördæmi ásamt því að koma illa við yngri bændur sem hafa verið að reyna fjárfesta í greininni undanfarin ár. Í skýrslunni „Rekstur sauðfjárbúa 2018-2020“ kemur fram að breytileiki í afkomu sauðfjárbúa byggi að nokkru leiti á greiðslumarkseign búanna. Þetta þýðir að fleiri sauðfjárbú mun glíma við meiri ófyrirsjáaleika í rekstarumhverfi sínu á komandi ári og kemur til með að veikja hryggjarstykkið í sauðfjárframleiðslunni sem eru stærri sauðfjárbúin þar sem yngra fólkið býr. Við síðustu endurskoðun búvörusamninga var komið á fót markaði með greiðslumark þar sem mun meiri eftirspurn er en framboð af greiðslumarki. Ætli matvælaráðherra hafi lesið samantekt Byggðastofnunnar um stöðu sauðfjárræktarinnar sem kom út í maí sl. Þar segir: „Miðað við ofangreindar forsendur og uppreikning á helstu kostnaðarliðum, að teknu tilliti til rekstrartaps undanfarinna ára, er ljóst að forsendur sauðfjárbúskapar að óbreyttum afurðatekjum og opinberum greiðslur eru brostnar. Líklegt er að rekstrarniðurstaða meðalsauðfjárbúsins sem hlutfall af tekjum verði neikvæð um allt að 50% næstu tvö árin a.m.k. og að rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir verði neikvæð um í kringum 25%.“ Líklega hefur Svandís ekki lesið þetta þegar hún talar um „bjartsýni í sauðfjárrækt“ nema það sé ákveðin tegund af kaldhæðni hjá ráðherra. Það væri klókt af Svandís að fresta umræddri aðgerð til 1. janúar 2024 til að endurskoðun sú sem fram á að fara á árinu 2023 verði unnin á grundvelli fagmennsku og nýjustu gagna um stöðu búgreinarinnar. Matvælaráðherra hefur hins vegar valið að gera ekki neitt og láta samstöðu bænda í léttu rúmi liggja sem er vonandi ekki fyrirboði þeirra vinnubragða sem hún og hennar ráðuneyti ætlar að ástunda í endurskoðun komandi árs með því að henda fram innihaldslausum fyrirsögnum. Gagnlegt væri að ráðherra gæfi kost á beinu samtali um málefnið, t.a.m. þegar fyrirhuguð heimsókn hennar í Dalabyggð verður að veruleika. Höfundur er sauðfjárbóndi og sveitarstjórnarmaður í Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Eyjólfur Ingvi Bjarnason Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra ritaði grein í síðasta Bændablað undir fyrirsögninni „Bjartsýni í sauðfjárrækt“. Greinin skildi eftir fleiri spurningar en hún svaraði hjá undirrituðum og fleirum sbr. nýlega skoðanagrein Þuríðar Lillý Sigurðardóttur (Vonbrigði fyrir starfstétt sauðfjárbænda). Undanfarnar vikur hefur hópur einstaklinga og hagsmunasamtaka reynt að vekja athygli á breytingu sem tekur gildi í upphafi næsta árs varðandi niðurtröppun greiðslumarks í sauðfjárrækt. Fundir sauðfjárbænda undanfarin ár hafa ályktað í þá veru og samþykkt ályktanir í þá veru án mótatkvæða. Nú ber hins vegar svo við að ráðherra málaflokksins hlustar ekki og heldur finnast mér það kaldar kveðjur í upphafi aðventu. Aðstoðarmaður ráðherrans, Kári Gautason og varaþingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi gæti kynnt sér málið betur og skoðað áhrifin af þessari breytingu á sitt kjördæmi. Breytingin mun hafa hvað mest áhrif á hans kjördæmi ásamt því að koma illa við yngri bændur sem hafa verið að reyna fjárfesta í greininni undanfarin ár. Í skýrslunni „Rekstur sauðfjárbúa 2018-2020“ kemur fram að breytileiki í afkomu sauðfjárbúa byggi að nokkru leiti á greiðslumarkseign búanna. Þetta þýðir að fleiri sauðfjárbú mun glíma við meiri ófyrirsjáaleika í rekstarumhverfi sínu á komandi ári og kemur til með að veikja hryggjarstykkið í sauðfjárframleiðslunni sem eru stærri sauðfjárbúin þar sem yngra fólkið býr. Við síðustu endurskoðun búvörusamninga var komið á fót markaði með greiðslumark þar sem mun meiri eftirspurn er en framboð af greiðslumarki. Ætli matvælaráðherra hafi lesið samantekt Byggðastofnunnar um stöðu sauðfjárræktarinnar sem kom út í maí sl. Þar segir: „Miðað við ofangreindar forsendur og uppreikning á helstu kostnaðarliðum, að teknu tilliti til rekstrartaps undanfarinna ára, er ljóst að forsendur sauðfjárbúskapar að óbreyttum afurðatekjum og opinberum greiðslur eru brostnar. Líklegt er að rekstrarniðurstaða meðalsauðfjárbúsins sem hlutfall af tekjum verði neikvæð um allt að 50% næstu tvö árin a.m.k. og að rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir verði neikvæð um í kringum 25%.“ Líklega hefur Svandís ekki lesið þetta þegar hún talar um „bjartsýni í sauðfjárrækt“ nema það sé ákveðin tegund af kaldhæðni hjá ráðherra. Það væri klókt af Svandís að fresta umræddri aðgerð til 1. janúar 2024 til að endurskoðun sú sem fram á að fara á árinu 2023 verði unnin á grundvelli fagmennsku og nýjustu gagna um stöðu búgreinarinnar. Matvælaráðherra hefur hins vegar valið að gera ekki neitt og láta samstöðu bænda í léttu rúmi liggja sem er vonandi ekki fyrirboði þeirra vinnubragða sem hún og hennar ráðuneyti ætlar að ástunda í endurskoðun komandi árs með því að henda fram innihaldslausum fyrirsögnum. Gagnlegt væri að ráðherra gæfi kost á beinu samtali um málefnið, t.a.m. þegar fyrirhuguð heimsókn hennar í Dalabyggð verður að veruleika. Höfundur er sauðfjárbóndi og sveitarstjórnarmaður í Dalabyggð.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun