Graskögglaverksmiðja reist við Húsavík? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. janúar 2023 15:16 Graskögglar þykja gott fóður í ýmsar skepnur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er unnið að því að koma upp Graskögglaverksmiðju við Húsavík með nýtingu jarðhita við Hveravelli í Reykjahverfi. Kostnaður við byggingu verksmiðjunnar er um tveir milljarðar króna en hún mun taka til starfa 2025 ef allt gengur upp. Það þykir skynsamlegt að horfa til framleiðslu grasköggla með byggingu graskögglaverksmiðju á Hveravöllum í Reykjahverfi rétt við Húsavík til að nýta bæði vannýttar orkuauðlindir í formi glatvarma ásamt því að nýta vannýtt ræktarlönd á svæðinu betur. Það er Fjárfestingarfélaga Þingeyinga og Búnaðarsambands Suður- Þingeyinga, ásamt Orkuveitu Húsavíkur, KEA, Landbúnaðarháskóla Íslands og verkfræðistofunni Eflu, sem standa að verkefninu. Pétur Snæbjörnsson er verkefnisstjóri verkefnisins. „Þetta verkefni í stuttu máli snýst um það að það þarf að láta sveitir landsins vaxa upp úr því, sem þær kunna og geta, sem er að rækta og rækta gras sérstaklega og búa til nýsköpun í landbúnaði, sem lýtur að því að auka meiri sérhæfingu og reyna að búa til verðmætasköpun úr þeim auðlindum, sem við höfum yfir að ráða,” segir Pétur og bætir við. „Þetta hljómar gríðarlega spennandi. Það eru flutt inn 200 þúsund tonn af fóðurvörum á ári og við hljótum að geta gert betur í okkar eigin ranni með þetta en við þurfum þá að nota réttu hjálpartækin. Hjálpartækin í þessu tilfelli er jarðhitinn og þar er eins og í öllum öðrum greinum er mikil sóun og það er hægt að nýta jarðhita auðlindina miklu betur.” Gert er ráð fyrir að nýja verksmiðjan verði hún að veruleika framleiði allt að 50 þúsund tonn af graskögglum á ári.Héraðsskjalasafn Árnesinga Pétur segir að verksmiðjan verði byggð ef allt gengur upp á svæði innan Norðurþings, sem heitir Reykjahverfi en þar er heitavatnssvæði við Hveravelli þar sem kemur upp 120 gráðu heitt vatn. Þegar afkastageta verksmiðjunnar er komin á fullt er ætlunin að framleiða um 50 þúsund tonn af graskögglum á ári. En hver er kostnaðurinn við svona verksmiðju? „Það er eftir að finna það endanlega út en við erum núna að fara í næsta skref verkefnisins, sem er að reyna að koma upp tilraunaframleiðslu næsta sumar þannig að við getum framleidd grasheyköggla eftir þeim aðferðum, sem ætlað er að gera,” segir Pétur. Pétur segir að heildarkostnaður við verksmiðjuna gæti verið um tveir milljarðar króna. Vonir standa til þess að starfsemi verksmiðjunnar geti hafist 2025. „Ég held að við eigum tækifæri í bættri auðlindanýtingu í landinu og með því bara að nýta hluti, sem við erum núna að sóa þá getum við bætt lífsafkomu okkar og aukið umhverfisvitundina svo mikið,” bætir Pétur við. Norðurþing Nýsköpun Landbúnaður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Það þykir skynsamlegt að horfa til framleiðslu grasköggla með byggingu graskögglaverksmiðju á Hveravöllum í Reykjahverfi rétt við Húsavík til að nýta bæði vannýttar orkuauðlindir í formi glatvarma ásamt því að nýta vannýtt ræktarlönd á svæðinu betur. Það er Fjárfestingarfélaga Þingeyinga og Búnaðarsambands Suður- Þingeyinga, ásamt Orkuveitu Húsavíkur, KEA, Landbúnaðarháskóla Íslands og verkfræðistofunni Eflu, sem standa að verkefninu. Pétur Snæbjörnsson er verkefnisstjóri verkefnisins. „Þetta verkefni í stuttu máli snýst um það að það þarf að láta sveitir landsins vaxa upp úr því, sem þær kunna og geta, sem er að rækta og rækta gras sérstaklega og búa til nýsköpun í landbúnaði, sem lýtur að því að auka meiri sérhæfingu og reyna að búa til verðmætasköpun úr þeim auðlindum, sem við höfum yfir að ráða,” segir Pétur og bætir við. „Þetta hljómar gríðarlega spennandi. Það eru flutt inn 200 þúsund tonn af fóðurvörum á ári og við hljótum að geta gert betur í okkar eigin ranni með þetta en við þurfum þá að nota réttu hjálpartækin. Hjálpartækin í þessu tilfelli er jarðhitinn og þar er eins og í öllum öðrum greinum er mikil sóun og það er hægt að nýta jarðhita auðlindina miklu betur.” Gert er ráð fyrir að nýja verksmiðjan verði hún að veruleika framleiði allt að 50 þúsund tonn af graskögglum á ári.Héraðsskjalasafn Árnesinga Pétur segir að verksmiðjan verði byggð ef allt gengur upp á svæði innan Norðurþings, sem heitir Reykjahverfi en þar er heitavatnssvæði við Hveravelli þar sem kemur upp 120 gráðu heitt vatn. Þegar afkastageta verksmiðjunnar er komin á fullt er ætlunin að framleiða um 50 þúsund tonn af graskögglum á ári. En hver er kostnaðurinn við svona verksmiðju? „Það er eftir að finna það endanlega út en við erum núna að fara í næsta skref verkefnisins, sem er að reyna að koma upp tilraunaframleiðslu næsta sumar þannig að við getum framleidd grasheyköggla eftir þeim aðferðum, sem ætlað er að gera,” segir Pétur. Pétur segir að heildarkostnaður við verksmiðjuna gæti verið um tveir milljarðar króna. Vonir standa til þess að starfsemi verksmiðjunnar geti hafist 2025. „Ég held að við eigum tækifæri í bættri auðlindanýtingu í landinu og með því bara að nýta hluti, sem við erum núna að sóa þá getum við bætt lífsafkomu okkar og aukið umhverfisvitundina svo mikið,” bætir Pétur við.
Norðurþing Nýsköpun Landbúnaður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira