Að skjóta niður skjólstæðinga sína Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 25. febrúar 2023 07:00 Á dagskrá Alþingis þann 23. Febrúar síðastliðin var tillaga til þingsályktunnar frá Flokki fólksins sem bar yfirskriftina: “um staðgreiðslu við innborgun í lífeyrissjóði”. Tillagan er eftirfarandi: „Alþingi ályktar að fela fjármála- og efnahagsráðherra að leggja fram lagafrumvarp fyrir lok ársins 2023 þess efnis að staðgreiðsla skatta fari fram við innborgun í lífeyrissjóð en ekki við útgreiðslu lífeyrissparnaðar. Tryggt verði að þeim fjármunum sem breytingin skilar ríkissjóði verði varið í þágu aukinnar velferðar.“ Tillagan komst þó ekki til umræðu. Við fyrstu sýn hljómar þetta nú kannski ekki illa. Enda gera útreikningar sem sjá má í greinargerð með tillögunni ráð fyrir því að í ríkissjóð renni um 80 milljarðar árlega sem nota eigi í velferðarmál. En hverjir greiða þessa 80 milljarða sem bætast eiga í ríkissjóð við þessa breytingu? Eins og tillagan hljóðar þá eru það auðvitað launaþegar sem greiða þetta, vegna þess að eftir þessa breytingu, ef af verður, greiða þeir hver og einn einasti hærri tekjuskatt af launum sínum. Einstaklingur með 500 þús. í heildarlaun með lífeyrissjóði greiðir í dag um 95.000 kr. af launum sínum í tekjuskatt og útsvar, að teknu tilliti til persónuafsláttar. Enda er tekjustattsstofn þessara launa 480.000 kr. eftir að greiðslur í lífeyrissjóð hafa verið dregnar frá heildarlaunum. Nái þessi breyting fram að ganga mun þessi einstaklingur greða um 103.000 kr. í tekjuskatt og útsvar af launum sínum þar sem tekjuskattsstfninn er kominn upp í 500.000 kr. og fá 8.000 kr. minna í launaumslagið en hann fær í dag eða 96.000 kr. minna á ári en hann fær í dag. Mér segir svo hugur að einhverjum heimilum muni nú alveg um þessa upphæð, þó ekki sé hún kannski há. En líkja mætti þó þessu við að þrettándi mánuðurinn væri greiddur í tekjuskatt og útsvar. Maður hefði nú haldið að þingflokkur sem að meðal annars inniheldur formann Hagsmunasamtaka heimilana myndi nú leita eitthvert annað en í ráðstöfunartekjur heimilana eftir meira fjármagni í ríkissjóð, þó auðvitað sé tilgangurinn göfugur, það er að auka við fjármagn sem færi til velferðarmála. En lengi má sjálfsagt manninn reyna. Það má nú samt kannski sjá smá glætu í þessu sem gæti mögulega reynst heimilunum í landinu vel. Væntanlega mun einkaneysla dragast saman um þá upphæð sem tekjumissir heimilana verður og draga þar með kannski örlítið úr verðbólgu. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Tekjur Kjaramál Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Á dagskrá Alþingis þann 23. Febrúar síðastliðin var tillaga til þingsályktunnar frá Flokki fólksins sem bar yfirskriftina: “um staðgreiðslu við innborgun í lífeyrissjóði”. Tillagan er eftirfarandi: „Alþingi ályktar að fela fjármála- og efnahagsráðherra að leggja fram lagafrumvarp fyrir lok ársins 2023 þess efnis að staðgreiðsla skatta fari fram við innborgun í lífeyrissjóð en ekki við útgreiðslu lífeyrissparnaðar. Tryggt verði að þeim fjármunum sem breytingin skilar ríkissjóði verði varið í þágu aukinnar velferðar.“ Tillagan komst þó ekki til umræðu. Við fyrstu sýn hljómar þetta nú kannski ekki illa. Enda gera útreikningar sem sjá má í greinargerð með tillögunni ráð fyrir því að í ríkissjóð renni um 80 milljarðar árlega sem nota eigi í velferðarmál. En hverjir greiða þessa 80 milljarða sem bætast eiga í ríkissjóð við þessa breytingu? Eins og tillagan hljóðar þá eru það auðvitað launaþegar sem greiða þetta, vegna þess að eftir þessa breytingu, ef af verður, greiða þeir hver og einn einasti hærri tekjuskatt af launum sínum. Einstaklingur með 500 þús. í heildarlaun með lífeyrissjóði greiðir í dag um 95.000 kr. af launum sínum í tekjuskatt og útsvar, að teknu tilliti til persónuafsláttar. Enda er tekjustattsstofn þessara launa 480.000 kr. eftir að greiðslur í lífeyrissjóð hafa verið dregnar frá heildarlaunum. Nái þessi breyting fram að ganga mun þessi einstaklingur greða um 103.000 kr. í tekjuskatt og útsvar af launum sínum þar sem tekjuskattsstfninn er kominn upp í 500.000 kr. og fá 8.000 kr. minna í launaumslagið en hann fær í dag eða 96.000 kr. minna á ári en hann fær í dag. Mér segir svo hugur að einhverjum heimilum muni nú alveg um þessa upphæð, þó ekki sé hún kannski há. En líkja mætti þó þessu við að þrettándi mánuðurinn væri greiddur í tekjuskatt og útsvar. Maður hefði nú haldið að þingflokkur sem að meðal annars inniheldur formann Hagsmunasamtaka heimilana myndi nú leita eitthvert annað en í ráðstöfunartekjur heimilana eftir meira fjármagni í ríkissjóð, þó auðvitað sé tilgangurinn göfugur, það er að auka við fjármagn sem færi til velferðarmála. En lengi má sjálfsagt manninn reyna. Það má nú samt kannski sjá smá glætu í þessu sem gæti mögulega reynst heimilunum í landinu vel. Væntanlega mun einkaneysla dragast saman um þá upphæð sem tekjumissir heimilana verður og draga þar með kannski örlítið úr verðbólgu. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar