Rykið dustað af gömlum frösum Natan Kolbeinsson skrifar 14. mars 2023 09:01 Þann 13. mars skrifaði 6. þingmaður Reykavíkurkjördæmis norður pistil þar sem hún þakkaði mér fyrir að dusta rykið af gömlum ESB greinum frá henni. Staðreyndin er samt sú að þrátt fyrir að andstæðingar aðildar hér á Íslandi halda ennþá fast í gamla orðræðu og gömul rök þá hefur Evrópusambandið gengið í gegnum miklar breytingar frá því aðildarviðræður fóru síðast fram. Í grein sinni fer þingmaðurinn um víðan völl og skrifar meðal annars um að engin þörf sé á að ræða þjóðaratkvæði um aðildarviðræður þar sem við kusum til Alþingis fyrir minna en tveimur árum. Lýðræðið innan ESB Evrópusambandið er langt um lýðræðislegasta alþjóðasamstarf mannkynssögunnar enda er þar þing kosið í almennum kosningum, framkvæmdastjórn sem starfar í umboði þingsins og ráðherraráð myndað af lýðræðislega kjörnum fulltrúum allra aðildarríkja. Það er rétt sem þingmaðurinn segir að innan ráðherraráðsins þurfa margir málaflokkar ekki einróma samþykki og þar ræður íbúafjöldi vissulega hvernig kosningar fara. Í sjávarútvegs og orkumálum, sem hún nefnir sérstaklega, þarf aukinn meirihluta fyrir samþykki. Sá meirihluti þarf að koma frá 55% aðildarríkja með 65% íbúa á bak við sig. Ótti hennar við það að lítil hópur stórra ríkja ráði þarna öllu er því algjörlega óþarfur. Evrópuþingið sem kosið er í almennum kosningum myndi tryggja okkur 6 þingmenn á þinginu. Það gerir 1 þingmann fyrir hverja 42.431 kjósenda á Íslandi en til samanburðar er Þýskaland með einn þingmann fyrir hverja 637.303 kjósendur svo við Íslendingar verðum með þingmannafjölda lang umfram íbúafjölda. Þar að auki mun Ísland fá eitt sæti í framkvæmdastjórn ESB sem er sami fjöldi og öll önnur aðildarríki fá. Ísland mun því hafa fulltrúa á öllum stigum og gott betur en það. Lítil ríki hafa líka fengið stór og valdamikil embætti innan sambandsins. Þar má til að mynda nefna forseta Evrópuþingsins, Roberta Metsola, sem kemur frá Möltu sem er í dag minnsta aðildarríki ESB. Varðandi losunarheimildir sem ég nefndi í fyrri grein minni sagði þingmaðurinn að hagsmunagæsla Íslands sé mikilvæg innan EES. Það er alveg rétt en þá hlýtur þingmaðurinn að vera sammála mér varðandi það að íslenska ríkið hefur brugðist í hagsmungæslu sinni með því að ná ekki að tryggja undanþágu Íslands frá losunarheimildum. Möltu tókst árið 2022 að fá undanþágur frá sumum þessara losunarheimilda svo þar sjáum við skýrt dæmi um það hvernig aðild er besta verkfærið í hagsmunagæslu ríkja. Við ákvörðunarborðið mun Ísland eiga sæti og vera með vægi langt umfram stærð. Við myndum ekki lengur standa frammi á gangi á meðan ákvarðanir um okkar hagsmuni eru teknar. Það þarf því enginn að óttast samstarfssamning ríkisstjórnar Þýskalands, líkt og þingmaðurinn minntist á. Þótt Þýskaland sé stórt þá ræður það ekki eitt síns liðs hvert sambandið stefnir. Þing og þjóð Fyrir einu og hálfu ári gegnum við til kosninga. Kosningar sem snerust um covid-aðgerðir, skuldasöfnun ríkissjóðs í landi tækifæranna, að það skiptir máli hverjir stjórna og nokkra fleiri hluti. Málefni sem var lítið sem ekkert rætt var möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ég er sammála háttvirtum þingmanni að Evrópumálin eru mikilvæg en þau eru ekki það eina sem ræður atkvæðum kjósenda. Að nota þingkosningar sem mælikvarða fyrir því hvort Ísland vilji í ESB eða ekki er ofureinföldun á myndinni. Evrópusinnar óttast ekki umræðuna sagði ég í grein minni í síðustu viku og Evrópusinnar óttast ekki heldur að þjóðin fái að kjósa. Eina leiðin til að komast að því hvort hagsmunum okkar sé best borgið utan sambandsins eða innan er að þjóðin fái kjósa um aðildarviðræður. Ef þjóðin vill leyfa okkur að klára viðræðurnar þá getum við komist að því hvað okkur stendur nákvæmlega til boða. Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Natan Kolbeinsson Evrópusambandið Reykjavík Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Þann 13. mars skrifaði 6. þingmaður Reykavíkurkjördæmis norður pistil þar sem hún þakkaði mér fyrir að dusta rykið af gömlum ESB greinum frá henni. Staðreyndin er samt sú að þrátt fyrir að andstæðingar aðildar hér á Íslandi halda ennþá fast í gamla orðræðu og gömul rök þá hefur Evrópusambandið gengið í gegnum miklar breytingar frá því aðildarviðræður fóru síðast fram. Í grein sinni fer þingmaðurinn um víðan völl og skrifar meðal annars um að engin þörf sé á að ræða þjóðaratkvæði um aðildarviðræður þar sem við kusum til Alþingis fyrir minna en tveimur árum. Lýðræðið innan ESB Evrópusambandið er langt um lýðræðislegasta alþjóðasamstarf mannkynssögunnar enda er þar þing kosið í almennum kosningum, framkvæmdastjórn sem starfar í umboði þingsins og ráðherraráð myndað af lýðræðislega kjörnum fulltrúum allra aðildarríkja. Það er rétt sem þingmaðurinn segir að innan ráðherraráðsins þurfa margir málaflokkar ekki einróma samþykki og þar ræður íbúafjöldi vissulega hvernig kosningar fara. Í sjávarútvegs og orkumálum, sem hún nefnir sérstaklega, þarf aukinn meirihluta fyrir samþykki. Sá meirihluti þarf að koma frá 55% aðildarríkja með 65% íbúa á bak við sig. Ótti hennar við það að lítil hópur stórra ríkja ráði þarna öllu er því algjörlega óþarfur. Evrópuþingið sem kosið er í almennum kosningum myndi tryggja okkur 6 þingmenn á þinginu. Það gerir 1 þingmann fyrir hverja 42.431 kjósenda á Íslandi en til samanburðar er Þýskaland með einn þingmann fyrir hverja 637.303 kjósendur svo við Íslendingar verðum með þingmannafjölda lang umfram íbúafjölda. Þar að auki mun Ísland fá eitt sæti í framkvæmdastjórn ESB sem er sami fjöldi og öll önnur aðildarríki fá. Ísland mun því hafa fulltrúa á öllum stigum og gott betur en það. Lítil ríki hafa líka fengið stór og valdamikil embætti innan sambandsins. Þar má til að mynda nefna forseta Evrópuþingsins, Roberta Metsola, sem kemur frá Möltu sem er í dag minnsta aðildarríki ESB. Varðandi losunarheimildir sem ég nefndi í fyrri grein minni sagði þingmaðurinn að hagsmunagæsla Íslands sé mikilvæg innan EES. Það er alveg rétt en þá hlýtur þingmaðurinn að vera sammála mér varðandi það að íslenska ríkið hefur brugðist í hagsmungæslu sinni með því að ná ekki að tryggja undanþágu Íslands frá losunarheimildum. Möltu tókst árið 2022 að fá undanþágur frá sumum þessara losunarheimilda svo þar sjáum við skýrt dæmi um það hvernig aðild er besta verkfærið í hagsmunagæslu ríkja. Við ákvörðunarborðið mun Ísland eiga sæti og vera með vægi langt umfram stærð. Við myndum ekki lengur standa frammi á gangi á meðan ákvarðanir um okkar hagsmuni eru teknar. Það þarf því enginn að óttast samstarfssamning ríkisstjórnar Þýskalands, líkt og þingmaðurinn minntist á. Þótt Þýskaland sé stórt þá ræður það ekki eitt síns liðs hvert sambandið stefnir. Þing og þjóð Fyrir einu og hálfu ári gegnum við til kosninga. Kosningar sem snerust um covid-aðgerðir, skuldasöfnun ríkissjóðs í landi tækifæranna, að það skiptir máli hverjir stjórna og nokkra fleiri hluti. Málefni sem var lítið sem ekkert rætt var möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ég er sammála háttvirtum þingmanni að Evrópumálin eru mikilvæg en þau eru ekki það eina sem ræður atkvæðum kjósenda. Að nota þingkosningar sem mælikvarða fyrir því hvort Ísland vilji í ESB eða ekki er ofureinföldun á myndinni. Evrópusinnar óttast ekki umræðuna sagði ég í grein minni í síðustu viku og Evrópusinnar óttast ekki heldur að þjóðin fái að kjósa. Eina leiðin til að komast að því hvort hagsmunum okkar sé best borgið utan sambandsins eða innan er að þjóðin fái kjósa um aðildarviðræður. Ef þjóðin vill leyfa okkur að klára viðræðurnar þá getum við komist að því hvað okkur stendur nákvæmlega til boða. Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjavík.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun