Aukið fjármagn til flugvalla um land allt Ingibjörg Isaksen skrifar 29. apríl 2023 10:31 Uppbygging varaflugvalla á Íslandi hafa ekki verið í samræmi við vöxt alþjóðarflugs síðustu misseri. Flestar ferðir til og frá landinu eru í gegnum Keflavíkurflugvöll en hins vegar erum við að sjá aukið millilandaflug gegnum flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Í kjölfarið sjáum við stóraukningu veitingastaða, gistirýma, afþreyingar og verslana á svæðinu. Með auknu flugi og aukinni verslun og þjónustu getum við aukið velmegun svæðisins til muna. Við þessa þróun myndast ný tækifæri á Norðausturlandi. Ein leið til að halda áfram að stuðla að þessum vexti er að tryggja að flugvellir okkar séu vel í stakk búnir til að takast á við fjölgun ferðamanna. Til þess að svo verði þurfum við að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir, byggja upp og stækka innviði flugvallanna svo þeir geti sinnt hlutverki sínu sem mikilvægar gáttir inn í landið. Við getum hins vegar ekki horft fram hjá þeirri fjárhagslegu byrði sem þessum framkvæmdum fylgir. Bygging og viðhald flugvalla krefst umtalsverðrar fjárfestingar og til þess að hægt sé að ráðast í slíkar framkvæmdir þarf að tryggja að nauðsynlega fjármuni til þess. Hóflegt gjald skilar 1,2-1,5 ma króna Í vikunni mælti Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fyrir frumvarpi í þinginu um svokallað varaflugvallagjald. Um er að ræða mjög hóflegt gjald á hvern farþega sem getur þó skilað stjórnvöldum 1.200-1.500 milljónum kr. ár hvert ef miðað er við sex milljónir farþega. Þá benda allar spár til þess að þessar upphæðir geti orðið enn hærri þar sem farþegaspár gera ráð fyrir mun fleiri farþegum. Ísland er eitt af fáum ríkjum í heiminum sem leggur engan skatt á flugferðir, en skattheimta sem þessi er mjög sambærileg í flestum öðrum ríkjum innan EES. Það er því mikilvægt að við nýtum skynsamlegar leiðir til þess að fjármagna uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum. Ég tel afar skynsamlegt að stíga þetta skref og fara í þessa gjaldtöku og tryggja með því fjármagn til þess að fara í nauðsynlega og uppsafnaða uppbyggingu á innanlandsflugvöllum. Forgangsraða verkefnunum, byrja þar sem skóinn kreppir og svo ef vel gengur þá verður vonandi fjármagn hugsað til frekari uppbyggingar annarra flugvalla sem þjónusta m.a. sjúkraflugi í landinu. Við þurfum, vegna öryggissjónarmiða að hafa til taks flugvelli ef loka þarf Keflavíkurflugvelli af einhverjum ástæðum líkt og reynslan sl. vetur sýndi okkur. Eins og við vitum er ferðaþjónustan mikilvægur þáttur í atvinnulífi okkar og við höfum séð verulega aukningu á fjölda ferðamanna sem heimsækja landið okkar á undanförnum árum. Þess vegna tel ég mikilvægt að umrætt varaflugvallagjald verði greidd leið í gegnum þingið. Með því getum við hvatt fleira fólk til að heimsækja landið okkar og leggja sitt af mörkum til hagkerfis okkar, á sama tíma og við getum aflað aukatekna til að styðja við framkvæmdir við flugvallarmannvirki okkar. Það er von mín að þingmenn taki höndum saman um að tryggja að flugvellir okkar séu vel í stakk búnir til að takast á við vöxt ferðaþjónustunnar og viðhalda stöðu Íslands sem áhugaverðs ferðamannastaðar og samkeppnishæfum áfangastað. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Alþingi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Uppbygging varaflugvalla á Íslandi hafa ekki verið í samræmi við vöxt alþjóðarflugs síðustu misseri. Flestar ferðir til og frá landinu eru í gegnum Keflavíkurflugvöll en hins vegar erum við að sjá aukið millilandaflug gegnum flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Í kjölfarið sjáum við stóraukningu veitingastaða, gistirýma, afþreyingar og verslana á svæðinu. Með auknu flugi og aukinni verslun og þjónustu getum við aukið velmegun svæðisins til muna. Við þessa þróun myndast ný tækifæri á Norðausturlandi. Ein leið til að halda áfram að stuðla að þessum vexti er að tryggja að flugvellir okkar séu vel í stakk búnir til að takast á við fjölgun ferðamanna. Til þess að svo verði þurfum við að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir, byggja upp og stækka innviði flugvallanna svo þeir geti sinnt hlutverki sínu sem mikilvægar gáttir inn í landið. Við getum hins vegar ekki horft fram hjá þeirri fjárhagslegu byrði sem þessum framkvæmdum fylgir. Bygging og viðhald flugvalla krefst umtalsverðrar fjárfestingar og til þess að hægt sé að ráðast í slíkar framkvæmdir þarf að tryggja að nauðsynlega fjármuni til þess. Hóflegt gjald skilar 1,2-1,5 ma króna Í vikunni mælti Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fyrir frumvarpi í þinginu um svokallað varaflugvallagjald. Um er að ræða mjög hóflegt gjald á hvern farþega sem getur þó skilað stjórnvöldum 1.200-1.500 milljónum kr. ár hvert ef miðað er við sex milljónir farþega. Þá benda allar spár til þess að þessar upphæðir geti orðið enn hærri þar sem farþegaspár gera ráð fyrir mun fleiri farþegum. Ísland er eitt af fáum ríkjum í heiminum sem leggur engan skatt á flugferðir, en skattheimta sem þessi er mjög sambærileg í flestum öðrum ríkjum innan EES. Það er því mikilvægt að við nýtum skynsamlegar leiðir til þess að fjármagna uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum. Ég tel afar skynsamlegt að stíga þetta skref og fara í þessa gjaldtöku og tryggja með því fjármagn til þess að fara í nauðsynlega og uppsafnaða uppbyggingu á innanlandsflugvöllum. Forgangsraða verkefnunum, byrja þar sem skóinn kreppir og svo ef vel gengur þá verður vonandi fjármagn hugsað til frekari uppbyggingar annarra flugvalla sem þjónusta m.a. sjúkraflugi í landinu. Við þurfum, vegna öryggissjónarmiða að hafa til taks flugvelli ef loka þarf Keflavíkurflugvelli af einhverjum ástæðum líkt og reynslan sl. vetur sýndi okkur. Eins og við vitum er ferðaþjónustan mikilvægur þáttur í atvinnulífi okkar og við höfum séð verulega aukningu á fjölda ferðamanna sem heimsækja landið okkar á undanförnum árum. Þess vegna tel ég mikilvægt að umrætt varaflugvallagjald verði greidd leið í gegnum þingið. Með því getum við hvatt fleira fólk til að heimsækja landið okkar og leggja sitt af mörkum til hagkerfis okkar, á sama tíma og við getum aflað aukatekna til að styðja við framkvæmdir við flugvallarmannvirki okkar. Það er von mín að þingmenn taki höndum saman um að tryggja að flugvellir okkar séu vel í stakk búnir til að takast á við vöxt ferðaþjónustunnar og viðhalda stöðu Íslands sem áhugaverðs ferðamannastaðar og samkeppnishæfum áfangastað. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun