Eitt fínasta hótel borgarinnar komið í rekstur Snorri Másson skrifar 29. maí 2023 08:59 Í Íslandi í dag var farið í heimsókn á Hótel Alþingi eins og hið nýja Parliament Hotel útleggst á íslensku. Eftir langt og strangt ferli er risið glæsilegt hótel á þessum sögufræga stað sem stílar á betur borgandi ferðamenn – og slær ekkert af í lúxus. Sjón er sögu ríkari og vísast til innslagsins hér að ofan. Þegar inn er komið taka á móti manni listaverk eftir ekki minni menn en Steinunni Þórarinsdóttur og Ragnar Kjartansson og það vekur strax eftirtekt inni á hótelinu, að nánast hver einasti lausi flötur er þakinn merkilegri íslenskri list úr einkasafni. Hótelið er mjög nálægt því að vera alveg alveg tilbúið, eftir erfiða fæðingu - þar báru hæst mikil og langvinn mótmæli gegn framkvæmdunum sjálfum á sínum tíma vegna fornminja í kirkjugarðinum Víkurgarði sem stóð á svæðinu fram á nítjándu öld. Þessar deilur allar höfðu þau málalok að framkvæmdafélagið hafði sigur og byggði sitt hótel. Vinir Víkurgarðs mótmæltu á sínum tíma hótelbyggingu við hinn forna kirkjugarð, en höfðu ekki erindi sem erfiði.Vísir Lúxusspa og rándýr þaksvíta eru á meðal aðalsmerkja þessa nýja gististaðar, sem er kominn í fullan rekstur með tilheyrandi veitingastarfsemi og bar. „Þetta tók sjö ár og tafðist nokkuð og tók ívið lengri tíma en við ætluðum. Það er rosalega gaman að vera komin í gang með þetta. Þetta er svo fallegt hótel og fallegar byggingar og vel heppnaðar, þannig að við erum bara æst í að taka á móti gestum,“segir Helga Björk Jósefsdóttir rekstrarstjóri hótelsins. Helga Björk Jósefsdóttir, rekstrarstjóri Parliament Hotel, segir sífellt meiri fagmennsku í íslenskri ferðaþjónustu. Helga segir um sé að ræða hótel í Curio-línu Hilton, en sú lína tekur jafnan ríkulegt mið af sögu staðarins. „Við erum náttúrulega hér við fótskör Alþingis og úti í garði hjá okkur erum við með styttuna af Jóni Sigurðssyni. Veitingastaðurinn okkar heitir Hjá Jóni og svo erum við líka í gamla Landssímahúsinu,“ segir Helga. Parliament-svítan á sjöundu hæð.Vísir Ferðamennska á Íslandi Alþingi Víkurgarður Reykjavík Menning Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Minjastofnun hyggst áfram fylgjast með framkvæmdum á Landsímareitnum Minjastofnun hyggst fylgjast áfram grannt með framkvæmdum á Landsímareitnum þrátt fyrir að hafa dregið til baka tillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs. 19. febrúar 2019 21:00 Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús 18. febrúar 2019 21:16 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Þegar inn er komið taka á móti manni listaverk eftir ekki minni menn en Steinunni Þórarinsdóttur og Ragnar Kjartansson og það vekur strax eftirtekt inni á hótelinu, að nánast hver einasti lausi flötur er þakinn merkilegri íslenskri list úr einkasafni. Hótelið er mjög nálægt því að vera alveg alveg tilbúið, eftir erfiða fæðingu - þar báru hæst mikil og langvinn mótmæli gegn framkvæmdunum sjálfum á sínum tíma vegna fornminja í kirkjugarðinum Víkurgarði sem stóð á svæðinu fram á nítjándu öld. Þessar deilur allar höfðu þau málalok að framkvæmdafélagið hafði sigur og byggði sitt hótel. Vinir Víkurgarðs mótmæltu á sínum tíma hótelbyggingu við hinn forna kirkjugarð, en höfðu ekki erindi sem erfiði.Vísir Lúxusspa og rándýr þaksvíta eru á meðal aðalsmerkja þessa nýja gististaðar, sem er kominn í fullan rekstur með tilheyrandi veitingastarfsemi og bar. „Þetta tók sjö ár og tafðist nokkuð og tók ívið lengri tíma en við ætluðum. Það er rosalega gaman að vera komin í gang með þetta. Þetta er svo fallegt hótel og fallegar byggingar og vel heppnaðar, þannig að við erum bara æst í að taka á móti gestum,“segir Helga Björk Jósefsdóttir rekstrarstjóri hótelsins. Helga Björk Jósefsdóttir, rekstrarstjóri Parliament Hotel, segir sífellt meiri fagmennsku í íslenskri ferðaþjónustu. Helga segir um sé að ræða hótel í Curio-línu Hilton, en sú lína tekur jafnan ríkulegt mið af sögu staðarins. „Við erum náttúrulega hér við fótskör Alþingis og úti í garði hjá okkur erum við með styttuna af Jóni Sigurðssyni. Veitingastaðurinn okkar heitir Hjá Jóni og svo erum við líka í gamla Landssímahúsinu,“ segir Helga. Parliament-svítan á sjöundu hæð.Vísir
Ferðamennska á Íslandi Alþingi Víkurgarður Reykjavík Menning Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Minjastofnun hyggst áfram fylgjast með framkvæmdum á Landsímareitnum Minjastofnun hyggst fylgjast áfram grannt með framkvæmdum á Landsímareitnum þrátt fyrir að hafa dregið til baka tillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs. 19. febrúar 2019 21:00 Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús 18. febrúar 2019 21:16 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Minjastofnun hyggst áfram fylgjast með framkvæmdum á Landsímareitnum Minjastofnun hyggst fylgjast áfram grannt með framkvæmdum á Landsímareitnum þrátt fyrir að hafa dregið til baka tillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs. 19. febrúar 2019 21:00
Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús 18. febrúar 2019 21:16