Eitt fínasta hótel borgarinnar komið í rekstur Snorri Másson skrifar 29. maí 2023 08:59 Í Íslandi í dag var farið í heimsókn á Hótel Alþingi eins og hið nýja Parliament Hotel útleggst á íslensku. Eftir langt og strangt ferli er risið glæsilegt hótel á þessum sögufræga stað sem stílar á betur borgandi ferðamenn – og slær ekkert af í lúxus. Sjón er sögu ríkari og vísast til innslagsins hér að ofan. Þegar inn er komið taka á móti manni listaverk eftir ekki minni menn en Steinunni Þórarinsdóttur og Ragnar Kjartansson og það vekur strax eftirtekt inni á hótelinu, að nánast hver einasti lausi flötur er þakinn merkilegri íslenskri list úr einkasafni. Hótelið er mjög nálægt því að vera alveg alveg tilbúið, eftir erfiða fæðingu - þar báru hæst mikil og langvinn mótmæli gegn framkvæmdunum sjálfum á sínum tíma vegna fornminja í kirkjugarðinum Víkurgarði sem stóð á svæðinu fram á nítjándu öld. Þessar deilur allar höfðu þau málalok að framkvæmdafélagið hafði sigur og byggði sitt hótel. Vinir Víkurgarðs mótmæltu á sínum tíma hótelbyggingu við hinn forna kirkjugarð, en höfðu ekki erindi sem erfiði.Vísir Lúxusspa og rándýr þaksvíta eru á meðal aðalsmerkja þessa nýja gististaðar, sem er kominn í fullan rekstur með tilheyrandi veitingastarfsemi og bar. „Þetta tók sjö ár og tafðist nokkuð og tók ívið lengri tíma en við ætluðum. Það er rosalega gaman að vera komin í gang með þetta. Þetta er svo fallegt hótel og fallegar byggingar og vel heppnaðar, þannig að við erum bara æst í að taka á móti gestum,“segir Helga Björk Jósefsdóttir rekstrarstjóri hótelsins. Helga Björk Jósefsdóttir, rekstrarstjóri Parliament Hotel, segir sífellt meiri fagmennsku í íslenskri ferðaþjónustu. Helga segir um sé að ræða hótel í Curio-línu Hilton, en sú lína tekur jafnan ríkulegt mið af sögu staðarins. „Við erum náttúrulega hér við fótskör Alþingis og úti í garði hjá okkur erum við með styttuna af Jóni Sigurðssyni. Veitingastaðurinn okkar heitir Hjá Jóni og svo erum við líka í gamla Landssímahúsinu,“ segir Helga. Parliament-svítan á sjöundu hæð.Vísir Ferðamennska á Íslandi Alþingi Víkurgarður Reykjavík Menning Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Minjastofnun hyggst áfram fylgjast með framkvæmdum á Landsímareitnum Minjastofnun hyggst fylgjast áfram grannt með framkvæmdum á Landsímareitnum þrátt fyrir að hafa dregið til baka tillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs. 19. febrúar 2019 21:00 Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús 18. febrúar 2019 21:16 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Þegar inn er komið taka á móti manni listaverk eftir ekki minni menn en Steinunni Þórarinsdóttur og Ragnar Kjartansson og það vekur strax eftirtekt inni á hótelinu, að nánast hver einasti lausi flötur er þakinn merkilegri íslenskri list úr einkasafni. Hótelið er mjög nálægt því að vera alveg alveg tilbúið, eftir erfiða fæðingu - þar báru hæst mikil og langvinn mótmæli gegn framkvæmdunum sjálfum á sínum tíma vegna fornminja í kirkjugarðinum Víkurgarði sem stóð á svæðinu fram á nítjándu öld. Þessar deilur allar höfðu þau málalok að framkvæmdafélagið hafði sigur og byggði sitt hótel. Vinir Víkurgarðs mótmæltu á sínum tíma hótelbyggingu við hinn forna kirkjugarð, en höfðu ekki erindi sem erfiði.Vísir Lúxusspa og rándýr þaksvíta eru á meðal aðalsmerkja þessa nýja gististaðar, sem er kominn í fullan rekstur með tilheyrandi veitingastarfsemi og bar. „Þetta tók sjö ár og tafðist nokkuð og tók ívið lengri tíma en við ætluðum. Það er rosalega gaman að vera komin í gang með þetta. Þetta er svo fallegt hótel og fallegar byggingar og vel heppnaðar, þannig að við erum bara æst í að taka á móti gestum,“segir Helga Björk Jósefsdóttir rekstrarstjóri hótelsins. Helga Björk Jósefsdóttir, rekstrarstjóri Parliament Hotel, segir sífellt meiri fagmennsku í íslenskri ferðaþjónustu. Helga segir um sé að ræða hótel í Curio-línu Hilton, en sú lína tekur jafnan ríkulegt mið af sögu staðarins. „Við erum náttúrulega hér við fótskör Alþingis og úti í garði hjá okkur erum við með styttuna af Jóni Sigurðssyni. Veitingastaðurinn okkar heitir Hjá Jóni og svo erum við líka í gamla Landssímahúsinu,“ segir Helga. Parliament-svítan á sjöundu hæð.Vísir
Ferðamennska á Íslandi Alþingi Víkurgarður Reykjavík Menning Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Minjastofnun hyggst áfram fylgjast með framkvæmdum á Landsímareitnum Minjastofnun hyggst fylgjast áfram grannt með framkvæmdum á Landsímareitnum þrátt fyrir að hafa dregið til baka tillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs. 19. febrúar 2019 21:00 Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús 18. febrúar 2019 21:16 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Minjastofnun hyggst áfram fylgjast með framkvæmdum á Landsímareitnum Minjastofnun hyggst fylgjast áfram grannt með framkvæmdum á Landsímareitnum þrátt fyrir að hafa dregið til baka tillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs. 19. febrúar 2019 21:00
Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús 18. febrúar 2019 21:16