Mikið um slagsmál og ölvunarakstur í nótt Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2023 09:41 Það var nóg að gera hjá lögreglunni í nótt. Vísir/Vilhelm Nóttin var annasöm hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu en ellefu gista nú fangageymslur vegna ýmissa brota, þar á meðal slagsmála og vörslu á fíkniefnum. Mikil ölvun var í miðborginni og var lögreglan kölluð í mörg samkvæmi vegna kvartana undan hávaða. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Langmest var að gera hjá lögreglunni í miðborginni. Þar þurfti lögreglan að hafa afskipti af nokkrum slagsmálum og var fjöldi ökumanna stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Þar af var einn verulega ölvaður ökumaður valdur að bílslysi og gisti hann fangageymslu. Tveir menn voru handteknir í miðborginni og reyndust þeir báðir vera með piparúða á sér auk þess sem annar er grunaður um vörslu á fíkniefnum. Þeir gistu báðir fangageymslur. Einnig var lögreglan kölluð til vegna slagsmála þriggja manna sem gátu ekki framvísað skilríkjum. Þeir voru vistaðir í fangaklefa og segir lögreglan þá grunaða um brot á útlendingalögum. Þá var óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna slagsmála sem brutust út inni í bifreið. Tveir menn höfðu þar farið að deila og þurfti annar þeirra að leita á slysadeild vegna áverka. Lögreglan segir grun leika á að um stórfellda líkamsárás sé að ræða og var annar þeirra því vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Grímuklæddir menn með hafnaboltakylfur, bílabruni og flugeldar Í Kópavogi var tilkynnt um að grímuklæddir menn hefðu ráðist að öðrum manni með hafnaboltakylfum. Lögregla fór á vettvang og aðstoðaði brotaþola en þá voru árásarmennirnir flúnir af vettvangi. Þeirra er nú leitað. Einnig var tilkynnt um slagsmál á bar í Kópavogi þar sem tveir menn lentu í áflogum. Ekki hafi verið talin þörf á að vista mennina fyrir líkamsárás en annar þeirra þurfti aftur á móti að leita sér læknisaðstoðar á slysadeild vegna málsins. Þá var tilkynnt um þjófnað úr bifreið og saknaði eigandi ýmissa muna úr bílnum. Jafnframt kviknaði í bíl í Engihjalla og dreifði eldurinn sér í fjóra aðra bíla. Enginn særðist alvarlega en rúður á íbúðablokk sprungu, einn íbúi fór á bráðadeild með reykeitrun og eru allir fimm bílarnir ónýtir. Í Garðabænum átti sér stað fjögurra bíla árekstur á Vífilsstaðavegi en ekki var um slys á fólki að ræða. Þá var einnig tilkynnt um notkun flugelda og lofuðu hlutaðeigandi aðilar að láta af sprengingum eftir tiltal lögreglunnar. Reykjavík Kópavogur Garðabær Lögreglumál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Langmest var að gera hjá lögreglunni í miðborginni. Þar þurfti lögreglan að hafa afskipti af nokkrum slagsmálum og var fjöldi ökumanna stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Þar af var einn verulega ölvaður ökumaður valdur að bílslysi og gisti hann fangageymslu. Tveir menn voru handteknir í miðborginni og reyndust þeir báðir vera með piparúða á sér auk þess sem annar er grunaður um vörslu á fíkniefnum. Þeir gistu báðir fangageymslur. Einnig var lögreglan kölluð til vegna slagsmála þriggja manna sem gátu ekki framvísað skilríkjum. Þeir voru vistaðir í fangaklefa og segir lögreglan þá grunaða um brot á útlendingalögum. Þá var óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna slagsmála sem brutust út inni í bifreið. Tveir menn höfðu þar farið að deila og þurfti annar þeirra að leita á slysadeild vegna áverka. Lögreglan segir grun leika á að um stórfellda líkamsárás sé að ræða og var annar þeirra því vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Grímuklæddir menn með hafnaboltakylfur, bílabruni og flugeldar Í Kópavogi var tilkynnt um að grímuklæddir menn hefðu ráðist að öðrum manni með hafnaboltakylfum. Lögregla fór á vettvang og aðstoðaði brotaþola en þá voru árásarmennirnir flúnir af vettvangi. Þeirra er nú leitað. Einnig var tilkynnt um slagsmál á bar í Kópavogi þar sem tveir menn lentu í áflogum. Ekki hafi verið talin þörf á að vista mennina fyrir líkamsárás en annar þeirra þurfti aftur á móti að leita sér læknisaðstoðar á slysadeild vegna málsins. Þá var tilkynnt um þjófnað úr bifreið og saknaði eigandi ýmissa muna úr bílnum. Jafnframt kviknaði í bíl í Engihjalla og dreifði eldurinn sér í fjóra aðra bíla. Enginn særðist alvarlega en rúður á íbúðablokk sprungu, einn íbúi fór á bráðadeild með reykeitrun og eru allir fimm bílarnir ónýtir. Í Garðabænum átti sér stað fjögurra bíla árekstur á Vífilsstaðavegi en ekki var um slys á fólki að ræða. Þá var einnig tilkynnt um notkun flugelda og lofuðu hlutaðeigandi aðilar að láta af sprengingum eftir tiltal lögreglunnar.
Reykjavík Kópavogur Garðabær Lögreglumál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira