Enn ein áætlunin í skúffuna Grímur Atlason skrifar 16. júní 2023 11:01 Í lok síðustu viku samþykkti Alþingi fjármálaáætlun ríkisfjármála til næstu fjögurra ára. Nokkrum dögum áður hafði sama þing samþykkt aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til næstu fjögurra ára og var kostnaður við hana áætlaður í kringum þrjá milljarða. Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjármálaáætluninni. Það sorglega er að allir vissu að nær engir peningar yrðu settir í þessa áætlun. Bara hrein og tær sýndarmennska. Þetta er auðvitað afleitt en sýnir forgangsröðunina svart á hvítu: Geðheilbrigðismál eru því miður afgangsstærð og hafa verið um langt árabil - það þarf ekki annað en að horfa til aðgerðaáætlunar í geðheilbrigðismálum 2016 til 2020 til að finna sambærilegar vanefndir. Áætlanir í geðheilbrigðismálum virðast fyrst og fremst vera tímasóun og vanvirðing við okkur öll og ekki síst þau sem þurfa að takast á við geðrænar áskoranir. Afleiðingar geðrænna áskoranna eru allt um kring í samfélaginu: Fíkn, örorka, vanvirkni, skólaforðun, atvinnuleysi, fordómar, sambandsslit, brottfall úr skólum, fátækt, einangrun, jaðarsetning, ofbeldi, sjálfsskaði, ótímabær dauðsföll og svo mætti lengi telja. Nær öll okkar orka og fjármagn í geðheilbrigðismálum fer því miður í að kljást við þessar afleiðingar en nær ekkert er sett í orsakirnar. Aðgerðaáætlunin, sem samþykkt var í þinginu í síðustu viku, var skref í þá átt að vinna meira með orsakaþætti en áður hefur verið gert. Það eru því enn meiri vonbrigði að enn og aftur samþykki Alþingi ófjármagnaðar aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Fyrir nokkrum vikum var bent á nöturlegar staðreyndir í tengslum við ótímabær dauðaföll vegna sjálfskaða. Voru dauðsföll barna og ungs fólks vegna sjálfsvíga og ofskömmtunar lyfja alveg sérstaklega sláandi. Tugir einstaklinga hafa fallið fyrir eigin hendi eða vegna ofskömmtunar lyfja það sem af er ári. Til samanburðar hefur á sama tíma einn einstaklingur látist í bílslysi. Aðrar staðreyndir sem benda til þess að við séum á rangri leið er geðlyfjanotkun. Hér eru nokkur dæmi um þá uppgjöf og ráðaleysi sem virðist einkenna geðheilbrigðismálin á Íslandi: 15,7% þjóðarinnar tekur þunglyndislyf. 47% fleiri en í Svíþjóð og 127% fleiri en í Noregi. 3,5% barna á aldrinum 0 til 14 ára tekur þunglyndislyf en það er 1740% fleiri en í Danmörku og 2400% fleiri en í Noregi. 16,2% ungmenna á aldrinum 15 til 24 ára tekur þunglyndislyf en það er 318% fleiri en í Noregi og 305% fleiri en í Danmörku. Árið 2013 tóku 0,95% barna á aldrinum 6 til 17 ára svefn og róandi lyf, árið 2022 var hlutfallið 6,2%. Það er aukning upp á 551%. Árið 2013 tóku 2,5% barna á aldrinum 6 til 17 ára þunglyndislyf, árið 2022 var hlutfallið 5,3%. Það er aukning upp á 110%. Það er kominn tími á að geðheilbrigðismál verði raunverulega sett á oddinn. Að ríkisstjórn, Alþingi og sveitarstjórnir færi málaflokkinn úr afgangsflokki í forgangsflokk. Afleiðingar þess að gera ekkert og slá hlutunum endalaust á frest eru svo sannarlega farnar að bíta fast. Við verðum að bregðast við! Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Geðheilbrigði Mest lesið Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Sjá meira
Í lok síðustu viku samþykkti Alþingi fjármálaáætlun ríkisfjármála til næstu fjögurra ára. Nokkrum dögum áður hafði sama þing samþykkt aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til næstu fjögurra ára og var kostnaður við hana áætlaður í kringum þrjá milljarða. Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjármálaáætluninni. Það sorglega er að allir vissu að nær engir peningar yrðu settir í þessa áætlun. Bara hrein og tær sýndarmennska. Þetta er auðvitað afleitt en sýnir forgangsröðunina svart á hvítu: Geðheilbrigðismál eru því miður afgangsstærð og hafa verið um langt árabil - það þarf ekki annað en að horfa til aðgerðaáætlunar í geðheilbrigðismálum 2016 til 2020 til að finna sambærilegar vanefndir. Áætlanir í geðheilbrigðismálum virðast fyrst og fremst vera tímasóun og vanvirðing við okkur öll og ekki síst þau sem þurfa að takast á við geðrænar áskoranir. Afleiðingar geðrænna áskoranna eru allt um kring í samfélaginu: Fíkn, örorka, vanvirkni, skólaforðun, atvinnuleysi, fordómar, sambandsslit, brottfall úr skólum, fátækt, einangrun, jaðarsetning, ofbeldi, sjálfsskaði, ótímabær dauðsföll og svo mætti lengi telja. Nær öll okkar orka og fjármagn í geðheilbrigðismálum fer því miður í að kljást við þessar afleiðingar en nær ekkert er sett í orsakirnar. Aðgerðaáætlunin, sem samþykkt var í þinginu í síðustu viku, var skref í þá átt að vinna meira með orsakaþætti en áður hefur verið gert. Það eru því enn meiri vonbrigði að enn og aftur samþykki Alþingi ófjármagnaðar aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Fyrir nokkrum vikum var bent á nöturlegar staðreyndir í tengslum við ótímabær dauðaföll vegna sjálfskaða. Voru dauðsföll barna og ungs fólks vegna sjálfsvíga og ofskömmtunar lyfja alveg sérstaklega sláandi. Tugir einstaklinga hafa fallið fyrir eigin hendi eða vegna ofskömmtunar lyfja það sem af er ári. Til samanburðar hefur á sama tíma einn einstaklingur látist í bílslysi. Aðrar staðreyndir sem benda til þess að við séum á rangri leið er geðlyfjanotkun. Hér eru nokkur dæmi um þá uppgjöf og ráðaleysi sem virðist einkenna geðheilbrigðismálin á Íslandi: 15,7% þjóðarinnar tekur þunglyndislyf. 47% fleiri en í Svíþjóð og 127% fleiri en í Noregi. 3,5% barna á aldrinum 0 til 14 ára tekur þunglyndislyf en það er 1740% fleiri en í Danmörku og 2400% fleiri en í Noregi. 16,2% ungmenna á aldrinum 15 til 24 ára tekur þunglyndislyf en það er 318% fleiri en í Noregi og 305% fleiri en í Danmörku. Árið 2013 tóku 0,95% barna á aldrinum 6 til 17 ára svefn og róandi lyf, árið 2022 var hlutfallið 6,2%. Það er aukning upp á 551%. Árið 2013 tóku 2,5% barna á aldrinum 6 til 17 ára þunglyndislyf, árið 2022 var hlutfallið 5,3%. Það er aukning upp á 110%. Það er kominn tími á að geðheilbrigðismál verði raunverulega sett á oddinn. Að ríkisstjórn, Alþingi og sveitarstjórnir færi málaflokkinn úr afgangsflokki í forgangsflokk. Afleiðingar þess að gera ekkert og slá hlutunum endalaust á frest eru svo sannarlega farnar að bíta fast. Við verðum að bregðast við! Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun