Feilskot Kristjáns Loftssonar Henry Alexander Henrysson skrifar 26. júní 2023 08:00 Undarleg umræða fór fram á síðum Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag. Kristján Loftsson hélt þar áfram á þeirri furðulegu vegferð sinni að gera mig og mín störf að aðalatriði varðandi það álit fagráðs um velferð dýra að ekki sé hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela. Höfundur Staksteina endurómaði svo staðhæfingar Kristjáns á þann vanstillta og kjánalega máta sem einkennir sumt ritstjórnarefni blaðsins. Fyrr í vikunni hafði ég nú mest hlegið að þessum tilraunum til að halda því fram að ég hafi verið vanhæfur til að taka þátt í starfi fagráðsins. Samkvæmt Kristjáni mátti ég ekki sitja í ráðgefandi ráði sérfræðinga sem átti að fjalla um veiðar á stórhvelum þar sem ég hafði fjallað um hvalveiðar áður(!). Það er óneitanlega nokkuð fyndið að það herráð sem Kristján Loftsson hafði kallað saman gat ekki komið fram með áhugaverðari svör við ákvörðun Matvælaráðherra um að fresta hvalveiðum. En núna um helgina fóru að renna á mig tvær grímur. Málflutningur Kristjáns er dæmi um kúgunartilburði sem er ekki hægt að láta ósvarað. Í viðtali í Morgunblaðinu með fyrirsögninni „Siðfræðingur fór á límingunum“ bregst Kristján við þeim svörum sem ég hafði gefið í fjölmiðlum um ásakanir hans um vanhæfi mitt. Nú skil ég í fyrsta lagi lítið í því hvers vegna Kristján lætur eins og ég hafi farið af límingum vegna þess að ég ráðlagði honum að nýta tíma sinn og ráðgjafa frekar í að fjalla um rök fagráðsins. Ólafur blaðamaður á Morgunblaðinu getur svo væntanlega vitnað um hvort ég eða Kristján hafi verið í betra jafnvægi í viðtölum við hann. En við skulum aðeins skoða hver rök Kristjáns eru fyrir vanhæfi mínu. Eftir að hafa étið ofan í sig ásakanir um virkni mína á samfélagsmiðlum, vitnar Kristján í þrjár blaðagreinar sem ég hef skrifað um hvalveiðar og segir að þar með sé ljóst að ég hafi „gert upp hug minn“. Í greinum hafi ég sagt hluti eins og að „spurningin sem umræðan [um réttmæti hvalveiða] leitar alltaf að lokum í er hvort skotveiðar á þessum sjávarspendýrum séu siðferðilega réttlætanlegar“. Þá hafi ég einnig skrifað: „Persónulega tel ég að tími sé kominn til að leyfa umræðinni um mögulegar hvalveiðar Íslendinga að færast nær siðferðilegri hlið spurningarinnar“. Hvers vegna Kristján dregur fram þessar tvær tilvitnanir til marks um meint vanhæfi mitt er mér hulin ráðgáta. Skiljanlegri er mögulega önnur tilvitnun í viðtalinu við Kristján þar sem hann vitnar í grein sem ég skrifaði upp úr erindi sem ég hélt á málþingi í apríl um hvalveiðar. Þar komst ég að þeirri niðurstöðu að samkvæmt þeim gögnum sem ég hafði kynnt mér væri ekki hægt að standa mannúðlega að veiðum á hvölum. Kristján segir að á sama tíma hafi fagráðið verið að fjalla um veiðar Hvals, en það er ekki rétt. Ráðið fékk ekki beiðni um að fjalla um þær fyrr en um miðjan maí, eftir að eftirlitsskýrsla MAST um vertíðina 2022 hafði komið út. Hér erum við komin að kjarna málsins. Fagráðinu var falið að fjalla um þau nýju gögn sem komu fram í ítarlegri eftirlitsskýrslu MAST ásamt ágætum og upplýsandi andmælum Hvals. Átti að skipa nýtt fagráð með fólki sem hafði enga þekkingu á efni skýrslunnar? Það er eiginlega alltaf þannig með sérfræðinganefndir sem eru stjórnvöldum til ráðgjafar að þar kemur saman fólk sem hefur hugsað um efnið sem það er beðið að veita ráðgjöf um. Og sérfræðingum ber að tjá sig opinberlega um þá þekkingu sem þeir búa yfir. Einnig ber þeim að byggja afstöðu sína á þeim gögnum sem liggja fyrir. Ég hef oft skipt um skoðun á málum sem ég hef verið beðinn að taka til skoðunar og var alveg tilbúinn að breyta afstöðu minni frá því í apríl ef einhver gögn hefðu komið fram sem bentu til þess að hægt sé að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela með núverandi veiðiaðferð. Satt best að segja skipti ég um skoðun um ýmislegt varðandi hvalveiðar við rannsókn fagráðsins, þótt ráðið hafi að lokum komist að einróma niðurstöðu sem fellur að fyrri afstöðu minni. Við sem samfélag erum stöðugt að bregðast við nýjum áskorunum og aðstæðum. Líklega eru loftlagsmál helsta áskorun samtímans. Ef Kristján Loftsson fengi að ráða myndi enginn fá að veita stjórnvöldum ráðgjöf sem hefur tjáð sig opinberlega um loftlagsmál áður. Önnur svipuð dæmi mætti vafalaust draga fram. Við getum ímyndað okkur hvernig ákvarðanataka stjórnvalda yrði ef sá furðuheimur sem Kristján Loftsson og ráðgjafar hans vilja taka upp raungerist. Mögulega er það markmið þeirra með þessum árásum á mig og kúgunartilburðum. Líklega er auðveldara fyrir hagsmunaaðila að hafa áhrif á stjórnvöld ef utanaðkomandi ráðgjöf er í skötulíki. Og talandi um ráðgjöf og sérfræðinga. Ég hef saknað þess að fjölmiðlar skoðuðu betur álit fagráðsins í síðastliðinni viku í stað þess að eltast við þær ótal tilraunir til að afvegaleiða umræðuna sem við höfum orðið vitni að. Í álitinu vitnar ráðið til dæmis í grein eftir norskan dýralækni og sérfræðing um hvalveiðar, Egil Ole Øen, þar sem hann hafnar hugmyndum um að nota rafmagn við hvalveiðar. Ég verð að viðurkenna að það fóru ónot um mig þegar ég sá fréttir í síðustu viku um að Hvalur hafi ætlað að nota rafmagn við veiðarnar á fyrirhugaðri vertíð. Fjölmiðlar ættu að spyrja Kristján Loftsson hvar hann hafi fengið ráðgjöf um slíka notkun rafmagns. Varla frá Egil Ole sem annars er (og hefur lengi verið) hans helsti ráðgjafi um veiðarnar. Getur mögulega verið að Kristján sé búinn að fá sig svo fullsaddan af fólki sem hefur þekkingu á hlutum, og tjáð sig um þá áður, að hann hafi ætlað að vaða áfram einn og óstuddur með tilraunastarfsemi sem gat mögulega sett hvali og áhafnir í stórhættu? Höfundur er heimspekingur sem fæst stundum við siðfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Henry Alexander Henrysson Hvalveiðar Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Undarleg umræða fór fram á síðum Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag. Kristján Loftsson hélt þar áfram á þeirri furðulegu vegferð sinni að gera mig og mín störf að aðalatriði varðandi það álit fagráðs um velferð dýra að ekki sé hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela. Höfundur Staksteina endurómaði svo staðhæfingar Kristjáns á þann vanstillta og kjánalega máta sem einkennir sumt ritstjórnarefni blaðsins. Fyrr í vikunni hafði ég nú mest hlegið að þessum tilraunum til að halda því fram að ég hafi verið vanhæfur til að taka þátt í starfi fagráðsins. Samkvæmt Kristjáni mátti ég ekki sitja í ráðgefandi ráði sérfræðinga sem átti að fjalla um veiðar á stórhvelum þar sem ég hafði fjallað um hvalveiðar áður(!). Það er óneitanlega nokkuð fyndið að það herráð sem Kristján Loftsson hafði kallað saman gat ekki komið fram með áhugaverðari svör við ákvörðun Matvælaráðherra um að fresta hvalveiðum. En núna um helgina fóru að renna á mig tvær grímur. Málflutningur Kristjáns er dæmi um kúgunartilburði sem er ekki hægt að láta ósvarað. Í viðtali í Morgunblaðinu með fyrirsögninni „Siðfræðingur fór á límingunum“ bregst Kristján við þeim svörum sem ég hafði gefið í fjölmiðlum um ásakanir hans um vanhæfi mitt. Nú skil ég í fyrsta lagi lítið í því hvers vegna Kristján lætur eins og ég hafi farið af límingum vegna þess að ég ráðlagði honum að nýta tíma sinn og ráðgjafa frekar í að fjalla um rök fagráðsins. Ólafur blaðamaður á Morgunblaðinu getur svo væntanlega vitnað um hvort ég eða Kristján hafi verið í betra jafnvægi í viðtölum við hann. En við skulum aðeins skoða hver rök Kristjáns eru fyrir vanhæfi mínu. Eftir að hafa étið ofan í sig ásakanir um virkni mína á samfélagsmiðlum, vitnar Kristján í þrjár blaðagreinar sem ég hef skrifað um hvalveiðar og segir að þar með sé ljóst að ég hafi „gert upp hug minn“. Í greinum hafi ég sagt hluti eins og að „spurningin sem umræðan [um réttmæti hvalveiða] leitar alltaf að lokum í er hvort skotveiðar á þessum sjávarspendýrum séu siðferðilega réttlætanlegar“. Þá hafi ég einnig skrifað: „Persónulega tel ég að tími sé kominn til að leyfa umræðinni um mögulegar hvalveiðar Íslendinga að færast nær siðferðilegri hlið spurningarinnar“. Hvers vegna Kristján dregur fram þessar tvær tilvitnanir til marks um meint vanhæfi mitt er mér hulin ráðgáta. Skiljanlegri er mögulega önnur tilvitnun í viðtalinu við Kristján þar sem hann vitnar í grein sem ég skrifaði upp úr erindi sem ég hélt á málþingi í apríl um hvalveiðar. Þar komst ég að þeirri niðurstöðu að samkvæmt þeim gögnum sem ég hafði kynnt mér væri ekki hægt að standa mannúðlega að veiðum á hvölum. Kristján segir að á sama tíma hafi fagráðið verið að fjalla um veiðar Hvals, en það er ekki rétt. Ráðið fékk ekki beiðni um að fjalla um þær fyrr en um miðjan maí, eftir að eftirlitsskýrsla MAST um vertíðina 2022 hafði komið út. Hér erum við komin að kjarna málsins. Fagráðinu var falið að fjalla um þau nýju gögn sem komu fram í ítarlegri eftirlitsskýrslu MAST ásamt ágætum og upplýsandi andmælum Hvals. Átti að skipa nýtt fagráð með fólki sem hafði enga þekkingu á efni skýrslunnar? Það er eiginlega alltaf þannig með sérfræðinganefndir sem eru stjórnvöldum til ráðgjafar að þar kemur saman fólk sem hefur hugsað um efnið sem það er beðið að veita ráðgjöf um. Og sérfræðingum ber að tjá sig opinberlega um þá þekkingu sem þeir búa yfir. Einnig ber þeim að byggja afstöðu sína á þeim gögnum sem liggja fyrir. Ég hef oft skipt um skoðun á málum sem ég hef verið beðinn að taka til skoðunar og var alveg tilbúinn að breyta afstöðu minni frá því í apríl ef einhver gögn hefðu komið fram sem bentu til þess að hægt sé að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela með núverandi veiðiaðferð. Satt best að segja skipti ég um skoðun um ýmislegt varðandi hvalveiðar við rannsókn fagráðsins, þótt ráðið hafi að lokum komist að einróma niðurstöðu sem fellur að fyrri afstöðu minni. Við sem samfélag erum stöðugt að bregðast við nýjum áskorunum og aðstæðum. Líklega eru loftlagsmál helsta áskorun samtímans. Ef Kristján Loftsson fengi að ráða myndi enginn fá að veita stjórnvöldum ráðgjöf sem hefur tjáð sig opinberlega um loftlagsmál áður. Önnur svipuð dæmi mætti vafalaust draga fram. Við getum ímyndað okkur hvernig ákvarðanataka stjórnvalda yrði ef sá furðuheimur sem Kristján Loftsson og ráðgjafar hans vilja taka upp raungerist. Mögulega er það markmið þeirra með þessum árásum á mig og kúgunartilburðum. Líklega er auðveldara fyrir hagsmunaaðila að hafa áhrif á stjórnvöld ef utanaðkomandi ráðgjöf er í skötulíki. Og talandi um ráðgjöf og sérfræðinga. Ég hef saknað þess að fjölmiðlar skoðuðu betur álit fagráðsins í síðastliðinni viku í stað þess að eltast við þær ótal tilraunir til að afvegaleiða umræðuna sem við höfum orðið vitni að. Í álitinu vitnar ráðið til dæmis í grein eftir norskan dýralækni og sérfræðing um hvalveiðar, Egil Ole Øen, þar sem hann hafnar hugmyndum um að nota rafmagn við hvalveiðar. Ég verð að viðurkenna að það fóru ónot um mig þegar ég sá fréttir í síðustu viku um að Hvalur hafi ætlað að nota rafmagn við veiðarnar á fyrirhugaðri vertíð. Fjölmiðlar ættu að spyrja Kristján Loftsson hvar hann hafi fengið ráðgjöf um slíka notkun rafmagns. Varla frá Egil Ole sem annars er (og hefur lengi verið) hans helsti ráðgjafi um veiðarnar. Getur mögulega verið að Kristján sé búinn að fá sig svo fullsaddan af fólki sem hefur þekkingu á hlutum, og tjáð sig um þá áður, að hann hafi ætlað að vaða áfram einn og óstuddur með tilraunastarfsemi sem gat mögulega sett hvali og áhafnir í stórhættu? Höfundur er heimspekingur sem fæst stundum við siðfræði.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun