Hjáróma heróp ríkisstjórnarandstæðinga Tómas Ellert Tómasson skrifar 27. júlí 2023 07:12 Að undanförnu hafa tveir mætir menn innan raða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra á opinberum vettvangi um að þeim leiðist þetta ríkisstjórnarsamstarf sem þeir eru og hafa verið þátttakendur í. Annar þeirra er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hinn er fyrrverandi þingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Einnig hafa óbreyttir þingmenn, varaþingmenn og íslandsmethafi í svikum við kjósendur innan flokksraða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra, jafnt opinberlega sem á fundum í Valhöll. Hvað gengur þessum mönnum til? Þessum mönnum gengur það eitt til að viðhalda sínum störfum og sinna félaga sem atvinnupólitíkusar með í kringum 1.500 þkr. á mánuði. Þeir kitla því reglulega sína stuðningsmenn og kjósendur Sjálfstæðisflokksins með slíkum „uppþotum“ eins og kennt er í stjórnmálaskólanum í Valhöll. Láta stuðningsmennina halda að það sé allt í kei, Sjálfstæðisflokkurinn sé á góðu rönni vegna þess að þeir halda uppi gagnrýninni umræðu á ríkistjórnarsamstarfið og haldi forystu flokksins við efnið. Það er allskostar rangt kæri lesandi. Forysta Sjálfstæðisflokksins hlustar ekkert á þessa menn. Og þau hlusta ekkert á þig ef þú ert borgaralega þenkjandi. Það eina sem þetta ríkisstjórnarsamstarf snýst um eru ráðherrastólar og þægindin sem því fylgja, s.s. einkabílstjórar og matarboð. Annað er það ekki. Nema jú, kannski smá bitlingar hér og þar til vina og nákominna. Húsbóndahollusta er heimska Húsbóndahollusta er heimska, kjóstu með hagsmunum þínum sagði amma eitt sinn við mig er ég var ungur drengur. Hún vissi sínu viti. Uppalin á Norðfirði. Litlu Moskvu. Hún lét aldrei uppi hvað hún kaus í alþingiskosningum en ég er viss um að í hvert sinn kaus hún með hagsmunum sínum. Og ég veit að hún hélt ekki með Arsenal í enska boltanum. Það eru um sex ár síðan að ég sagði bless við Sjálfstæðisflokkinn og gerðist stofnfélagi í Miðflokknum. Af hverju gerði ég það? Ég gerði það vegna þess að ég var á sama stað og þessir tveir fyrstnefndu mætu menn. Sjálfstæðisflokkurinn á þeim tíma var orðinn og er enn flokkur ódýrra orða og án gjörða á borði. Þannig hafði flokkurinn starfað í nokkur undanfarin ár áður en ég yfirgaf hann. Borgaralega þenkjandi gangi til liðs við Miðflokkinn Miðflokkurinn var stofnaður til að fylla upp í sístækkandi gap í íslenskum stjórnmálum sem aðrir flokkar höfðu ekki sinnt og gera reyndar ekki enn, nema þá helst í hátíðarræðum og í fagurgölum stundarfjórðungi fyrir kosningar. Miðflokkurinn var aftur á móti stofnaður til að vinna að og veita íslenskri þjóð stöðugleika og einnig að standa vörð um hefðbundin grunngildi s.s. að verja fullveldið og innlenda framleiðslu fyrir ágangi erlendra þjóða og íslenskra gróðapunga, en um leið vera flokkur hugmyndaauðgi og framfara. Stefnan var nefnd skynsemishyggja, sem skyldi gilda fyrir Ísland allt. Áhersla yrði lögð á byggða- og landbúnaðarmál í anda stefnu skandinavískra miðflokka. Miðflokkurinn var sem sagt stofnaður fyrir skynsamt fólk með skýra sýn á grundvallarmál samfélagsins sem styður góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma. Hættið þessum hjáróma herópum mínir fyrrum félagar í Sjálfstæðisflokknum sem eruð komnir með gubbuna upp í háls af þessu ríkisstjórnarsamstarfi og forystu flokksins, látið verkin tala og gangið til liðs við okkur í Miðflokknum. „Let's call it a day“ Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tómas Ellert Tómasson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa tveir mætir menn innan raða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra á opinberum vettvangi um að þeim leiðist þetta ríkisstjórnarsamstarf sem þeir eru og hafa verið þátttakendur í. Annar þeirra er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hinn er fyrrverandi þingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Einnig hafa óbreyttir þingmenn, varaþingmenn og íslandsmethafi í svikum við kjósendur innan flokksraða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra, jafnt opinberlega sem á fundum í Valhöll. Hvað gengur þessum mönnum til? Þessum mönnum gengur það eitt til að viðhalda sínum störfum og sinna félaga sem atvinnupólitíkusar með í kringum 1.500 þkr. á mánuði. Þeir kitla því reglulega sína stuðningsmenn og kjósendur Sjálfstæðisflokksins með slíkum „uppþotum“ eins og kennt er í stjórnmálaskólanum í Valhöll. Láta stuðningsmennina halda að það sé allt í kei, Sjálfstæðisflokkurinn sé á góðu rönni vegna þess að þeir halda uppi gagnrýninni umræðu á ríkistjórnarsamstarfið og haldi forystu flokksins við efnið. Það er allskostar rangt kæri lesandi. Forysta Sjálfstæðisflokksins hlustar ekkert á þessa menn. Og þau hlusta ekkert á þig ef þú ert borgaralega þenkjandi. Það eina sem þetta ríkisstjórnarsamstarf snýst um eru ráðherrastólar og þægindin sem því fylgja, s.s. einkabílstjórar og matarboð. Annað er það ekki. Nema jú, kannski smá bitlingar hér og þar til vina og nákominna. Húsbóndahollusta er heimska Húsbóndahollusta er heimska, kjóstu með hagsmunum þínum sagði amma eitt sinn við mig er ég var ungur drengur. Hún vissi sínu viti. Uppalin á Norðfirði. Litlu Moskvu. Hún lét aldrei uppi hvað hún kaus í alþingiskosningum en ég er viss um að í hvert sinn kaus hún með hagsmunum sínum. Og ég veit að hún hélt ekki með Arsenal í enska boltanum. Það eru um sex ár síðan að ég sagði bless við Sjálfstæðisflokkinn og gerðist stofnfélagi í Miðflokknum. Af hverju gerði ég það? Ég gerði það vegna þess að ég var á sama stað og þessir tveir fyrstnefndu mætu menn. Sjálfstæðisflokkurinn á þeim tíma var orðinn og er enn flokkur ódýrra orða og án gjörða á borði. Þannig hafði flokkurinn starfað í nokkur undanfarin ár áður en ég yfirgaf hann. Borgaralega þenkjandi gangi til liðs við Miðflokkinn Miðflokkurinn var stofnaður til að fylla upp í sístækkandi gap í íslenskum stjórnmálum sem aðrir flokkar höfðu ekki sinnt og gera reyndar ekki enn, nema þá helst í hátíðarræðum og í fagurgölum stundarfjórðungi fyrir kosningar. Miðflokkurinn var aftur á móti stofnaður til að vinna að og veita íslenskri þjóð stöðugleika og einnig að standa vörð um hefðbundin grunngildi s.s. að verja fullveldið og innlenda framleiðslu fyrir ágangi erlendra þjóða og íslenskra gróðapunga, en um leið vera flokkur hugmyndaauðgi og framfara. Stefnan var nefnd skynsemishyggja, sem skyldi gilda fyrir Ísland allt. Áhersla yrði lögð á byggða- og landbúnaðarmál í anda stefnu skandinavískra miðflokka. Miðflokkurinn var sem sagt stofnaður fyrir skynsamt fólk með skýra sýn á grundvallarmál samfélagsins sem styður góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma. Hættið þessum hjáróma herópum mínir fyrrum félagar í Sjálfstæðisflokknum sem eruð komnir með gubbuna upp í háls af þessu ríkisstjórnarsamstarfi og forystu flokksins, látið verkin tala og gangið til liðs við okkur í Miðflokknum. „Let's call it a day“ Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar