Fyrsta rannsóknin til að prófa rakadrægni tíðavara með blóði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2023 09:22 Konum stendur mikið úrval tíðavara til boða en enginn staðall er til um rakadrægni þeirra. Getty Vísindamenn hafa í fyrsta sinn prófað rakadrægni tíðavara með blóði. Hingað til hafa tíðavörurnar, sem flestar eru seldar með fyrirheitum um góða rakadrægni, verið prófaðar með saltvatnslausn. Ástæða þess að vísindamennirnir ákváðu að prófa vörurnar með blóði eru þær að tíðablóð hefur allt aðra eiginleika en saltvatnslausn; er gjarnan seigara enda fylgja því oft aðrir vessar og vefur úr leginu. Bethany Samuelson Bannow, sem fór fyrir rannsókninni, segir að jafnvel þótt ekki hafi verið unnt að notast við raunverulegt tíðablóð sé blóðvökvinn sem notaður var við rannsóknina mun líkari tíðablóði en saltvatnslausnin sem venjulega er notuð. Vísindamennirnir könnuðu meðal annars rakadrægni dömubinda, túrtappa, túrnærbuxna og þar að auki virkni bikara og svokallaðra „diska“, sem eru lítið notaðir hér á landi. Markmiðið var að mæla hversu miklu blóði vörurnar héldu. Tvær tegundir bikara og svokallaður „diskur“.Getty Diskarnir reyndust halda mestu blóði, eða allt að 80 millilítrum. Þá reyndust bikararnir, dömubindin og túrtapparnir halda svipuðu magni, á bilinu 20 til 50 ml en túrnærbuxurnar aðeins um tveimur ml. Vísindamennirnir komust einnig að því að oftast reyndist misræmi á milli þess magns vökva sem vörurnar voru sagðar eiga að draga í sig eða halda og raunverulegs magns. Í flestum tilvikum reyndist rakadrægnin minni en hún var auglýst. Bannow bendir á að jafnvel þótt það sé gott að vita að til séu vörur á borð við diskinn, sem geti haldið miklu magni tíðablóðs, sé einnig mikilvægt að átta sig á því að afar miklar blæðingar geta verið vísbending um undirliggjandi vandamál, sem geti mögulega leitt til blóðskorts. Því ættu konur sem hafa miklar blæðingar að ræða við lækninn sinn. Vitneskja um raunverulega rakadrægni einstaka tíðavara geti raunar hjálpað læknum að greina hvort um vandamál sé að ræða, þar sem þeir gætu til að mynda áætlað blóðmissi útfrá því hversu oft konur þyrftu að skipta um ákveðið dömubindi. Umfjöllun Guardian um málið. Heilsa Kvenheilsa Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Ástæða þess að vísindamennirnir ákváðu að prófa vörurnar með blóði eru þær að tíðablóð hefur allt aðra eiginleika en saltvatnslausn; er gjarnan seigara enda fylgja því oft aðrir vessar og vefur úr leginu. Bethany Samuelson Bannow, sem fór fyrir rannsókninni, segir að jafnvel þótt ekki hafi verið unnt að notast við raunverulegt tíðablóð sé blóðvökvinn sem notaður var við rannsóknina mun líkari tíðablóði en saltvatnslausnin sem venjulega er notuð. Vísindamennirnir könnuðu meðal annars rakadrægni dömubinda, túrtappa, túrnærbuxna og þar að auki virkni bikara og svokallaðra „diska“, sem eru lítið notaðir hér á landi. Markmiðið var að mæla hversu miklu blóði vörurnar héldu. Tvær tegundir bikara og svokallaður „diskur“.Getty Diskarnir reyndust halda mestu blóði, eða allt að 80 millilítrum. Þá reyndust bikararnir, dömubindin og túrtapparnir halda svipuðu magni, á bilinu 20 til 50 ml en túrnærbuxurnar aðeins um tveimur ml. Vísindamennirnir komust einnig að því að oftast reyndist misræmi á milli þess magns vökva sem vörurnar voru sagðar eiga að draga í sig eða halda og raunverulegs magns. Í flestum tilvikum reyndist rakadrægnin minni en hún var auglýst. Bannow bendir á að jafnvel þótt það sé gott að vita að til séu vörur á borð við diskinn, sem geti haldið miklu magni tíðablóðs, sé einnig mikilvægt að átta sig á því að afar miklar blæðingar geta verið vísbending um undirliggjandi vandamál, sem geti mögulega leitt til blóðskorts. Því ættu konur sem hafa miklar blæðingar að ræða við lækninn sinn. Vitneskja um raunverulega rakadrægni einstaka tíðavara geti raunar hjálpað læknum að greina hvort um vandamál sé að ræða, þar sem þeir gætu til að mynda áætlað blóðmissi útfrá því hversu oft konur þyrftu að skipta um ákveðið dömubindi. Umfjöllun Guardian um málið.
Heilsa Kvenheilsa Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira