Fyrir leikinn í Safamýri var búist við öruggum sigri ÍBV en heimamenn komu öllum á óvart og unnu magnaðan sigur. Daníel Örn Griffin fór mikinn og skoraði átta mörk fyrir heimamenn.
Þar á eftir komu Styrmir Sigurðarson með fimm mörk og Gunnar Valdimar Johnsen með fimm mörk. Sverrir Andrésson varði 11 skot í markinu. Hjá ÍBV var Arnór Viðarsson með sjö mörk og Gauti Gunnarsson fjögur.
Grótta vann HK í háspennuleik á Seltjarnarnesi. Jakob Ingi Stefánsson skoraði níu mörk í liði Gróttu og Ágúst Ingi Óskarsson skoraði sjö. Einar Baldvin Baldvinsson varði 13 skot í markinu. Hjörtur Ingi Halldórsson skoraði sjö mörk í liði HK.
Öll fjögur liðin hafa nú unnið einn og tapað einum þegar tveimur umferðum er lokið í Olís-deild karla.