Landsbankahúsið Árni Tómas Ragnarsson skrifar 18. september 2023 09:30 Nú er Landsbankinn fluttur úr gamla húsinu sínu við Austurstræti. Það hafa ekki verið miklar opinberar umræður um framtíð þessa glæsilega húss, sem er staðsett bókstaflega í hjarta miðbæjarins. Mér hefur þótt auðsætt að neðsta hæð hússins (afgreiðslusalurinn) væri kjörin og vel til þess fallin að hýsa myndlist. Reyndar eru nú fyrir myndverk (frescur) á veggjum salarins og svo hafa stjórendur bankans verið svo klókir að láta hengja myndir á uppsetta lausa veggi/skilrúm í hluta salarins síðustu árin og hefur farið vel á því. Slík skilrúm hafa mikið verið notuð í öðrum söfnum til upphenginga listaverka. Ég tel það upplagt að salurinn verði notaður fyrir farandssýningar margra listamanna og myndi það lífga mjög upp á miðbæinn. Yfirlitssýning á verkum Sigurðar Guðmundssonar koma í hugann, sýningar á verkum úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur, Gabríelu, Helga Þorgils, Kristjáns Guðmundssonar, Svövu Björns, Eggerts P. o.fl. o.fl. af afar hæfileikaríkum myndlistarmönnum okkar. Einnig mætti sýna úr safnaeign bankanna, sem er gríðarleg og lítt sýnileg öðrum en starfsfólki. En fyrir stuttu heyrði ég viðtal við Pétur Ármannsson arkitekt þar sem hann var spurður álits um framtíð þessa húss. Honum datt helst í hug að þetta væri upplagt húsnæði fyrir ráðuneyti!! Ég spyr; hvað er grárra og leiðinlegra en ráðuneyti? Hvað hefur það að gera í hjarta bæjarins? Pétur taldi svo sem að það kæmi líka til greina að nota húsið stöku sinnum fyrir myndlist, en almennt taldi hann öll tormerki á því að nota húsið undir myndlist og mátti skilja á honum að það væri erfitt að breyta húsinu til að þjóna þeim tilgangi. Hann rökstuddi það ekki frekar. En þannig eru mál með vexti að tvö af helstu listasöfnum landsins voru sett inn í annars vegar eldgamalt íshús við tjörnina og hins vegar gamalt pakkhús við höfnina. Þau hús virtust fyrirfram mjög óheppileg fyrir myndlistarsýningar, en með útsjónarsemi voru gerðar miklar breytingar á þessum húsum og eru þau nú til sóma og þjóna myndlistinni vel. Það þyrfti ekki að gera nándar eins miklar breytingar á afgreiðslusal Landsbankans, þar eru opin rými, góð birta og húsinu vel við haldið. Þar eru líka túristarnir í hjörðum; þeir hefðu sjálfsagt ekki mikinn áhuga á að heimsækja ráðuneytin frekar en aðrir. Ráðuneytin mætti svo sem geyma á efri hæðum hússins og í útbyggingum ef ráðunautin endilega vilja. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsbankinn Reykjavík Íslenskir bankar Árni Tómas Ragnarsson Tengdar fréttir Davíð og Mogginn Ég hef lesið Moggann daglega frá því ég var 5 ára. Hann er ómissandi í lífi mínu. Ég er alinn upp í íhaldsfjölskyldu og við vorum öll ánægð með Moggann okkar. Svo kom Víetnamstríðið þegar ég var á táningsaldri og síðan beint í kjölfarið létu Kanarnir drepa Allende í Chile og arðrán þeirra í S-Ameríku jókst í sífellu undir herforingjastjórnum, sem létu drepa andstæðinga sína í þúsundatali. 14. september 2023 12:31 Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Nú er Landsbankinn fluttur úr gamla húsinu sínu við Austurstræti. Það hafa ekki verið miklar opinberar umræður um framtíð þessa glæsilega húss, sem er staðsett bókstaflega í hjarta miðbæjarins. Mér hefur þótt auðsætt að neðsta hæð hússins (afgreiðslusalurinn) væri kjörin og vel til þess fallin að hýsa myndlist. Reyndar eru nú fyrir myndverk (frescur) á veggjum salarins og svo hafa stjórendur bankans verið svo klókir að láta hengja myndir á uppsetta lausa veggi/skilrúm í hluta salarins síðustu árin og hefur farið vel á því. Slík skilrúm hafa mikið verið notuð í öðrum söfnum til upphenginga listaverka. Ég tel það upplagt að salurinn verði notaður fyrir farandssýningar margra listamanna og myndi það lífga mjög upp á miðbæinn. Yfirlitssýning á verkum Sigurðar Guðmundssonar koma í hugann, sýningar á verkum úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur, Gabríelu, Helga Þorgils, Kristjáns Guðmundssonar, Svövu Björns, Eggerts P. o.fl. o.fl. af afar hæfileikaríkum myndlistarmönnum okkar. Einnig mætti sýna úr safnaeign bankanna, sem er gríðarleg og lítt sýnileg öðrum en starfsfólki. En fyrir stuttu heyrði ég viðtal við Pétur Ármannsson arkitekt þar sem hann var spurður álits um framtíð þessa húss. Honum datt helst í hug að þetta væri upplagt húsnæði fyrir ráðuneyti!! Ég spyr; hvað er grárra og leiðinlegra en ráðuneyti? Hvað hefur það að gera í hjarta bæjarins? Pétur taldi svo sem að það kæmi líka til greina að nota húsið stöku sinnum fyrir myndlist, en almennt taldi hann öll tormerki á því að nota húsið undir myndlist og mátti skilja á honum að það væri erfitt að breyta húsinu til að þjóna þeim tilgangi. Hann rökstuddi það ekki frekar. En þannig eru mál með vexti að tvö af helstu listasöfnum landsins voru sett inn í annars vegar eldgamalt íshús við tjörnina og hins vegar gamalt pakkhús við höfnina. Þau hús virtust fyrirfram mjög óheppileg fyrir myndlistarsýningar, en með útsjónarsemi voru gerðar miklar breytingar á þessum húsum og eru þau nú til sóma og þjóna myndlistinni vel. Það þyrfti ekki að gera nándar eins miklar breytingar á afgreiðslusal Landsbankans, þar eru opin rými, góð birta og húsinu vel við haldið. Þar eru líka túristarnir í hjörðum; þeir hefðu sjálfsagt ekki mikinn áhuga á að heimsækja ráðuneytin frekar en aðrir. Ráðuneytin mætti svo sem geyma á efri hæðum hússins og í útbyggingum ef ráðunautin endilega vilja. Höfundur er læknir.
Davíð og Mogginn Ég hef lesið Moggann daglega frá því ég var 5 ára. Hann er ómissandi í lífi mínu. Ég er alinn upp í íhaldsfjölskyldu og við vorum öll ánægð með Moggann okkar. Svo kom Víetnamstríðið þegar ég var á táningsaldri og síðan beint í kjölfarið létu Kanarnir drepa Allende í Chile og arðrán þeirra í S-Ameríku jókst í sífellu undir herforingjastjórnum, sem létu drepa andstæðinga sína í þúsundatali. 14. september 2023 12:31
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun