Teflon að eilífu Indriði Ingi Stefánsson skrifar 17. október 2023 08:00 Áratugum saman nýtti Dupont fyrirtækið, efni í sínum vörum sem flokkast sem eilífðarefni [e. forever chemical]. Þessi efni virkuðu afar vel og gátu bæði tryggt að matur festist ekki við pönnur og að regnkápur væru afar vatnsþéttar. En þar sem að efnin brotna ekki niður í náttúrunni hefur því verið haldið fram að þessi efni séu að finna í hverjum einasta Bandaríkjamanni. Papparör með eilífðarefnum Þegar ég frétti af því að í viðleitni til að gera papparör betri væri nú að finna í þeim þessi svokölluðu eilífðarefni, tók ég þá ákvörðun að kanna hvort við séum ekki að passa þetta hér og sendi því fyrirspurn hvað þau varðaði til Umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra, nafn ráðuneytisins er raunar merki um hversu langt núverandi ríkisstjórn er til í að seilast til að þess að tryggja að ákveðið fólk séu ráðherrar, Það þurfti jú að skera upp alls konar ráðuneyti og bæta við einu til að gera 12 ráðherra hóp sáttann. Rándýrar ráðherrahrókeringar Þessar hrókeringar kosta okkur 500 milljónir á ári, 500 milljónir sem væntanlega væru betur nýttar í önnur verkefni og fólkið sem stýrir þessum mikilvægustu stofnunum íslenskrar stjórnsýslu var valið af svo mikilli kostgæfni að fæst þeirra vissu hvaða ráðuneyti það fengi fyrr en daginn fyrir blaðamannafund og jú þetta er fólkið sem sakar útlendinga um að kosta of mikið. Klúður á klúður ofan En teflonið er að finna víða og einn ráðherra hefur í gegnum tíðina getað vikið sér undan hvers konar afleiðingum og jafnvel nánast gagnrýnislaust haldið áfram eftir hvert hneykslið á eftir öðru. Einhverjum þótti mögulega verið fara að sjá á tefloninu í síðustu viku þegar umræddur ráðherra sagði af sér embætti. En fólkið sem var farið að hafa áhyggjur af því hvað yrði nú um Bjarna þurfti ekki að hafa áhyggjur lengi. Þau mál leystust á laugardaginn þegar Bjarni varð utanríkisráðherra. Stólaskiptin voru gagngert gerð til þess að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn fái að halda áfram að sjá um einmitt þau verkefni sem Umboðsmaður Alþingis gagnrýndi meðferð á og var ástæða uppsagnar Bjarna. Margur heldur mig sig Samflokksfólk Bjarna hefur síðan ekki meiri sómakennd en svo að það sakar okkur í stjórnarandstöðunni um aumingjaskap og að setja á svið leikrit um málið. Fólkinu sem finnst það vera að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherra sakar önnur um aumingjaskap. Fólkið sem sakar aðra um að setja á svið leikrit færir ráðherra milli stóla og kemur sér þannig undan því að taka nokkra afstöðu til þess sem í áliti Umboðsmanns Alþingis stendur. Já, margur heldur mig sig. Það er því alveg ljóst að ef kjósendur halda áfram að sætta sig við þessi leikrit og aumingjaskap allrar ríkisstjórnarinnar, því Vinstri Græn og Framsókn deila ábyrgðinni á endanum, þá munum við bara fá meira af því sama og eilífðarefnið Sjálfstæðisflokkinn verður að finna hvar sem litið er í íslenskri stjórnsýslu, því öfugt við upprunalega teflonið sem gætti þess að hlutir festust ekki saman tryggir þetta teflon að Sjálfstæðisflokkurinn festist við allt sem hann snertir, flokkur sem hefur löngu sýnt að hann getur ekki starfað af heilindum fyrir okkur kjósendur. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Áratugum saman nýtti Dupont fyrirtækið, efni í sínum vörum sem flokkast sem eilífðarefni [e. forever chemical]. Þessi efni virkuðu afar vel og gátu bæði tryggt að matur festist ekki við pönnur og að regnkápur væru afar vatnsþéttar. En þar sem að efnin brotna ekki niður í náttúrunni hefur því verið haldið fram að þessi efni séu að finna í hverjum einasta Bandaríkjamanni. Papparör með eilífðarefnum Þegar ég frétti af því að í viðleitni til að gera papparör betri væri nú að finna í þeim þessi svokölluðu eilífðarefni, tók ég þá ákvörðun að kanna hvort við séum ekki að passa þetta hér og sendi því fyrirspurn hvað þau varðaði til Umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra, nafn ráðuneytisins er raunar merki um hversu langt núverandi ríkisstjórn er til í að seilast til að þess að tryggja að ákveðið fólk séu ráðherrar, Það þurfti jú að skera upp alls konar ráðuneyti og bæta við einu til að gera 12 ráðherra hóp sáttann. Rándýrar ráðherrahrókeringar Þessar hrókeringar kosta okkur 500 milljónir á ári, 500 milljónir sem væntanlega væru betur nýttar í önnur verkefni og fólkið sem stýrir þessum mikilvægustu stofnunum íslenskrar stjórnsýslu var valið af svo mikilli kostgæfni að fæst þeirra vissu hvaða ráðuneyti það fengi fyrr en daginn fyrir blaðamannafund og jú þetta er fólkið sem sakar útlendinga um að kosta of mikið. Klúður á klúður ofan En teflonið er að finna víða og einn ráðherra hefur í gegnum tíðina getað vikið sér undan hvers konar afleiðingum og jafnvel nánast gagnrýnislaust haldið áfram eftir hvert hneykslið á eftir öðru. Einhverjum þótti mögulega verið fara að sjá á tefloninu í síðustu viku þegar umræddur ráðherra sagði af sér embætti. En fólkið sem var farið að hafa áhyggjur af því hvað yrði nú um Bjarna þurfti ekki að hafa áhyggjur lengi. Þau mál leystust á laugardaginn þegar Bjarni varð utanríkisráðherra. Stólaskiptin voru gagngert gerð til þess að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn fái að halda áfram að sjá um einmitt þau verkefni sem Umboðsmaður Alþingis gagnrýndi meðferð á og var ástæða uppsagnar Bjarna. Margur heldur mig sig Samflokksfólk Bjarna hefur síðan ekki meiri sómakennd en svo að það sakar okkur í stjórnarandstöðunni um aumingjaskap og að setja á svið leikrit um málið. Fólkinu sem finnst það vera að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherra sakar önnur um aumingjaskap. Fólkið sem sakar aðra um að setja á svið leikrit færir ráðherra milli stóla og kemur sér þannig undan því að taka nokkra afstöðu til þess sem í áliti Umboðsmanns Alþingis stendur. Já, margur heldur mig sig. Það er því alveg ljóst að ef kjósendur halda áfram að sætta sig við þessi leikrit og aumingjaskap allrar ríkisstjórnarinnar, því Vinstri Græn og Framsókn deila ábyrgðinni á endanum, þá munum við bara fá meira af því sama og eilífðarefnið Sjálfstæðisflokkinn verður að finna hvar sem litið er í íslenskri stjórnsýslu, því öfugt við upprunalega teflonið sem gætti þess að hlutir festust ekki saman tryggir þetta teflon að Sjálfstæðisflokkurinn festist við allt sem hann snertir, flokkur sem hefur löngu sýnt að hann getur ekki starfað af heilindum fyrir okkur kjósendur. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar