Gjaldskrárhækkanir í óþökk allra Orri Páll Jóhannsson skrifar 1. desember 2023 08:31 Hafísinn, sem þjóðskáldið kallaði landsins forna fjanda, kemst ekki í hálfkvisti við þann þráláta og að því er virðist landlæga vanda sem verðbólgan er. Við henni eru til ýmsar aðgerðir, engar góðar eða skemmtilegar og má þar telja aðhald í öllum rekstri og stýrivaxtahækkanir sem hafa dunið á fólki undanfarin ár. Og nú hefur ný ókind bæst í hóp óskemmtilegra aðgerða Þó jákvætt megi telja að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25% við síðustu stýrivaxtahækkun verður því ekki neitað að mörg okkar hefðu viljað sjá lækkun stýrivaxta eftir sífelldar hækkanir undanfarna mánuði. Það er þó vart annað hægt en að sýna ákvörðuninni skilning því það er brýnasta mál efnahagsstjórnarinnar að ná niður verðbólgunni. Hún bítur okkur öll en þó mest þau efnaminni í samfélaginu. Ríkisstjórnin hefur lagt höfuðáherslu á að tryggja að ríkisfjármálin og þau verkfæri sem Seðlabankinn hefur vinni saman til að reyna að ná fram því markmiði að koma á efnahagslegum stöðugleika. Í tekjubandorminum svokallaða sem fylgir fjárlagafrumvarpinu er til að mynda lagt upp með 3,5% hækkun á svonefndum krónutölusköttum í samræmi við forsendur tekjuáætlunar fjárlagafrumvarpsins. Miðað við verðbólgu er þetta í raun skattalækkun sem er eingöngu til þess hugsuð að styðja við hagstjórnina. Hér er hið opinbera að gera sitt. En óbreyttir stýrivextir og lægri skattheimta mega sín lítils þegar hvert sveitarfélagið á fætur öðru kynnir nú gjaldskrárhækkanir sínar fyrir næsta ár. Og þær hækkanir bíta sannarlega líka. Skólamáltíðir hækka um allt að 33% í sumum sveitarfélögum. Dvöl á frístundaheimilum hækkar og hressingin þar líka. Það verður dýrara að fara í sund, á söfn og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Bókasafnsskírteinin hækka hjá sumum sveitarfélögum, leikskólamáltíðir hjá öðrum. Af því berast fréttir að til standi að öll stærstu sveitarfélög landsins stefni að gjaldskrárhækkunum og hafa leiðtogar stærstu verkalýðsfélaga landsins lýst af þessu þungum áhyggjum í ljósi komandi kjaraviðræðna. Þessar hækkanir koma langverst niður á þeim sem verst standa og geta vart talist vera í ætt við félagslegt réttlæti. Til að ná niður verðbólgunni verðum við að róa í sömu átt. Farið er fram á það við almenning að hann sýni aðhald og sparnað og hið opinbera gerir sitt með raunskattalækkunum. Ég vil hvetja sveitarfélögin til að endurskoða sínar gjaldskrárhækkanir og taka í staðinn þátt í mikilvægum mótvægisaðgerðum gegn verðbólgu öllum til heilla. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Páll Jóhannsson Vinstri græn Efnahagsmál Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Hafísinn, sem þjóðskáldið kallaði landsins forna fjanda, kemst ekki í hálfkvisti við þann þráláta og að því er virðist landlæga vanda sem verðbólgan er. Við henni eru til ýmsar aðgerðir, engar góðar eða skemmtilegar og má þar telja aðhald í öllum rekstri og stýrivaxtahækkanir sem hafa dunið á fólki undanfarin ár. Og nú hefur ný ókind bæst í hóp óskemmtilegra aðgerða Þó jákvætt megi telja að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25% við síðustu stýrivaxtahækkun verður því ekki neitað að mörg okkar hefðu viljað sjá lækkun stýrivaxta eftir sífelldar hækkanir undanfarna mánuði. Það er þó vart annað hægt en að sýna ákvörðuninni skilning því það er brýnasta mál efnahagsstjórnarinnar að ná niður verðbólgunni. Hún bítur okkur öll en þó mest þau efnaminni í samfélaginu. Ríkisstjórnin hefur lagt höfuðáherslu á að tryggja að ríkisfjármálin og þau verkfæri sem Seðlabankinn hefur vinni saman til að reyna að ná fram því markmiði að koma á efnahagslegum stöðugleika. Í tekjubandorminum svokallaða sem fylgir fjárlagafrumvarpinu er til að mynda lagt upp með 3,5% hækkun á svonefndum krónutölusköttum í samræmi við forsendur tekjuáætlunar fjárlagafrumvarpsins. Miðað við verðbólgu er þetta í raun skattalækkun sem er eingöngu til þess hugsuð að styðja við hagstjórnina. Hér er hið opinbera að gera sitt. En óbreyttir stýrivextir og lægri skattheimta mega sín lítils þegar hvert sveitarfélagið á fætur öðru kynnir nú gjaldskrárhækkanir sínar fyrir næsta ár. Og þær hækkanir bíta sannarlega líka. Skólamáltíðir hækka um allt að 33% í sumum sveitarfélögum. Dvöl á frístundaheimilum hækkar og hressingin þar líka. Það verður dýrara að fara í sund, á söfn og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Bókasafnsskírteinin hækka hjá sumum sveitarfélögum, leikskólamáltíðir hjá öðrum. Af því berast fréttir að til standi að öll stærstu sveitarfélög landsins stefni að gjaldskrárhækkunum og hafa leiðtogar stærstu verkalýðsfélaga landsins lýst af þessu þungum áhyggjum í ljósi komandi kjaraviðræðna. Þessar hækkanir koma langverst niður á þeim sem verst standa og geta vart talist vera í ætt við félagslegt réttlæti. Til að ná niður verðbólgunni verðum við að róa í sömu átt. Farið er fram á það við almenning að hann sýni aðhald og sparnað og hið opinbera gerir sitt með raunskattalækkunum. Ég vil hvetja sveitarfélögin til að endurskoða sínar gjaldskrárhækkanir og taka í staðinn þátt í mikilvægum mótvægisaðgerðum gegn verðbólgu öllum til heilla. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar