Vopnahlé strax! Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Gísli Rafn Ólafsson, Halldóra Mogensen og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifa 12. desember 2023 11:45 Þann 9. nóvember síðastliðinn samþykkti Alþingi Íslendinga ályktun þar sem kallað var eftir tafarlausu vopnahléi á Gazasvæðinu og allar aðgerðir Ísraels sem brjóta gegn alþjóðalögum fordæmdar. Ályktunin var samþykkt í kjölfar hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé af mannúðarástæðum, sem samþykkt var með 120 atkvæðum þann 27. október. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einnig ályktun um mannúðarhlé þann 15. nóvember. Ályktunin er bindandi fyrir aðildarríki, en var hunsuð af Ísrael. Frá því að þessar ályktanir voru samþykktar hefur Ísrael haldið áfram linnulausum árásum á saklausa borgara Palestínu, myrt þúsundir til viðbótar og gjöreyðilagt nauðsynlega innviði sem verndaðir eru samkvæmt alþjóðalögum. Ísraelskir ráðamenn hafa lýst einbeittum ásetningi til að jafna Gaza við jörðu. Ráðherrar ríkisstjórnar Íslands segjast hafa talað skýrt á alþjóðavettvangi. En það er ekki nóg. Við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið sem verið er að fremja fyrir augum alheimsins. Okkur hryllir við skeytingarleysi ísraelskra stjórnvalda gagnvart alþjóðalögum sem eiga að vernda almenna borgara og grunninnviði þá sem tryggja þeim lífsskilyrði. Íbúar á Vesturbakkanum í Palestínu fara heldur ekki varhluta af stríðinu, en ofbeldi gegn þeim af hálfu ísraelskra hersins og landtökufólks hefur farið stigvaxandi undanfarnar vikur og mánuði. Það er því miður ekkert nýtt að Palestína logi í stríðsátökum. Árið 2014 ritaði Katrín Jakobsdóttir grein um aðra árásarhrinu Ísraelshers á Gaza, þar sem yfir tvö þúsund manns létu lífið og sagði meðal annars: „Þegar börn eru stráfelld getur alþjóðasamfélagið ekki setið hjá. [...] Ef ekkert lát verður á ofbeldisverkum Ísraels og ríkið heldur áfram að brjóta alþjóðalög og almenn mannréttindi hlýtur sú spurning einnig að vakna hvort rétt sé að slíta stjórnmálasambandi.“ Ári síðar samþykkti landsfundur Vinstri grænna ályktun um að Ísland ætti að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Þegar Katrín skrifaði greinina var hún óbreyttur þingmaður í stjórnarandstöðu. Í dag leiðir hún ríkisstjórn landsins sem forsætisráðherra, en lítið hefur farið fyrir þessari afstöðu síðan hún tók við því keflinu. Þá höfðu yfir 2000 manneskjur látið lífið. Þegar þessi orð eru skrifuð hafa yfir 17.000 manns verið drepin á Gaza, saklausir borgarar í miklum meirihluta og yfir helmingur þeirra börn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ber skylda til þess að fylgja eftir ályktun Alþingis af fullum þunga. Á meðan ríkisstjórnin tekur ekki skýra afstöðu með markvissum aðgerðum og krefst þess að ísraelsk stjórnvöld láti af árásum sínum og fylgi alþjóðalögum er Ísland meðsekt í hryllingnum á Gaza. Fólk kann að halda því fram að litla Ísland hafi engin áhrif í stóra samhenginu, en lítil þúfa getur velt þungu hlassi, jafnvel á alþjóðavettvangi. Þannig var Ísland fyrst vestrænna ríkja til þess að viðurkenna sjálfstæði Palestínu, og önnur ríki fylgdu á eftir. Þó viðskipti okkar við Ísrael marki ekki stóran hluta ísraelsks efnahagslífs getur Ísland sett sterkt fordæmi sem aðrar þjóðir gætu fylgt. Íslensk stjórnvöld gætu einnig einhliða eflt stuðning við palestínskt flóttafólk með því að virkja 44. gr. útlendingalaga um fjöldaflótta líkt og gert hefur verið fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Dugleysi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gagnvart stríðsglæpum og þjóðernishreinsunum ísraelskra stjórnvalda er ekki í okkar nafni. Við fordæmum meðvirkni með aðför sem mannréttindasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa lýst sem þjóðarmorði. Okkur ber sem fullvalda ríki bæði siðferðileg og þjóðréttarleg skylda til þess að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir frekari blóðsúthellingar. Þingflokkur Pírata skorar á ríkisstjórnina að sýna frumkvæði í nafni framvarðarhlutverks Íslands í þágu mannréttinda, grípa til tafarlausra aðgerða til að koma á vopnahléi án tafar, stöðva frekari stríðsglæpi og mögulegt þjóðarmorð fyrir botni Miðjarðarhafs, með öllum tiltækum ráðum. Við krefjumst þess að ríkisstjórnin: Endurskoði stjórnmálasamband sitt við Ísrael. Grípi strax til viðskiptaþvingana og hvetji önnur ríki til þess að gera slíkt hið sama. Virki 44. grein útlendingalaga um fjöldaflótta til þess að auðvelda komu flóttafólks frá Palestínu til landsins og tryggja þeim vernd. Þegar allt kemur til alls skiptir öllu máli að koma á friði. Frjáls Palestína! Höfundar eru þingmenn Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Andrés Ingi Jónsson Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Björn Leví Gunnarsson Gísli Rafn Ólafsson Halldóra Mogensen Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Píratar Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Þann 9. nóvember síðastliðinn samþykkti Alþingi Íslendinga ályktun þar sem kallað var eftir tafarlausu vopnahléi á Gazasvæðinu og allar aðgerðir Ísraels sem brjóta gegn alþjóðalögum fordæmdar. Ályktunin var samþykkt í kjölfar hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé af mannúðarástæðum, sem samþykkt var með 120 atkvæðum þann 27. október. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einnig ályktun um mannúðarhlé þann 15. nóvember. Ályktunin er bindandi fyrir aðildarríki, en var hunsuð af Ísrael. Frá því að þessar ályktanir voru samþykktar hefur Ísrael haldið áfram linnulausum árásum á saklausa borgara Palestínu, myrt þúsundir til viðbótar og gjöreyðilagt nauðsynlega innviði sem verndaðir eru samkvæmt alþjóðalögum. Ísraelskir ráðamenn hafa lýst einbeittum ásetningi til að jafna Gaza við jörðu. Ráðherrar ríkisstjórnar Íslands segjast hafa talað skýrt á alþjóðavettvangi. En það er ekki nóg. Við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið sem verið er að fremja fyrir augum alheimsins. Okkur hryllir við skeytingarleysi ísraelskra stjórnvalda gagnvart alþjóðalögum sem eiga að vernda almenna borgara og grunninnviði þá sem tryggja þeim lífsskilyrði. Íbúar á Vesturbakkanum í Palestínu fara heldur ekki varhluta af stríðinu, en ofbeldi gegn þeim af hálfu ísraelskra hersins og landtökufólks hefur farið stigvaxandi undanfarnar vikur og mánuði. Það er því miður ekkert nýtt að Palestína logi í stríðsátökum. Árið 2014 ritaði Katrín Jakobsdóttir grein um aðra árásarhrinu Ísraelshers á Gaza, þar sem yfir tvö þúsund manns létu lífið og sagði meðal annars: „Þegar börn eru stráfelld getur alþjóðasamfélagið ekki setið hjá. [...] Ef ekkert lát verður á ofbeldisverkum Ísraels og ríkið heldur áfram að brjóta alþjóðalög og almenn mannréttindi hlýtur sú spurning einnig að vakna hvort rétt sé að slíta stjórnmálasambandi.“ Ári síðar samþykkti landsfundur Vinstri grænna ályktun um að Ísland ætti að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Þegar Katrín skrifaði greinina var hún óbreyttur þingmaður í stjórnarandstöðu. Í dag leiðir hún ríkisstjórn landsins sem forsætisráðherra, en lítið hefur farið fyrir þessari afstöðu síðan hún tók við því keflinu. Þá höfðu yfir 2000 manneskjur látið lífið. Þegar þessi orð eru skrifuð hafa yfir 17.000 manns verið drepin á Gaza, saklausir borgarar í miklum meirihluta og yfir helmingur þeirra börn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ber skylda til þess að fylgja eftir ályktun Alþingis af fullum þunga. Á meðan ríkisstjórnin tekur ekki skýra afstöðu með markvissum aðgerðum og krefst þess að ísraelsk stjórnvöld láti af árásum sínum og fylgi alþjóðalögum er Ísland meðsekt í hryllingnum á Gaza. Fólk kann að halda því fram að litla Ísland hafi engin áhrif í stóra samhenginu, en lítil þúfa getur velt þungu hlassi, jafnvel á alþjóðavettvangi. Þannig var Ísland fyrst vestrænna ríkja til þess að viðurkenna sjálfstæði Palestínu, og önnur ríki fylgdu á eftir. Þó viðskipti okkar við Ísrael marki ekki stóran hluta ísraelsks efnahagslífs getur Ísland sett sterkt fordæmi sem aðrar þjóðir gætu fylgt. Íslensk stjórnvöld gætu einnig einhliða eflt stuðning við palestínskt flóttafólk með því að virkja 44. gr. útlendingalaga um fjöldaflótta líkt og gert hefur verið fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Dugleysi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gagnvart stríðsglæpum og þjóðernishreinsunum ísraelskra stjórnvalda er ekki í okkar nafni. Við fordæmum meðvirkni með aðför sem mannréttindasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa lýst sem þjóðarmorði. Okkur ber sem fullvalda ríki bæði siðferðileg og þjóðréttarleg skylda til þess að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir frekari blóðsúthellingar. Þingflokkur Pírata skorar á ríkisstjórnina að sýna frumkvæði í nafni framvarðarhlutverks Íslands í þágu mannréttinda, grípa til tafarlausra aðgerða til að koma á vopnahléi án tafar, stöðva frekari stríðsglæpi og mögulegt þjóðarmorð fyrir botni Miðjarðarhafs, með öllum tiltækum ráðum. Við krefjumst þess að ríkisstjórnin: Endurskoði stjórnmálasamband sitt við Ísrael. Grípi strax til viðskiptaþvingana og hvetji önnur ríki til þess að gera slíkt hið sama. Virki 44. grein útlendingalaga um fjöldaflótta til þess að auðvelda komu flóttafólks frá Palestínu til landsins og tryggja þeim vernd. Þegar allt kemur til alls skiptir öllu máli að koma á friði. Frjáls Palestína! Höfundar eru þingmenn Pírata.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar