Úllen-dúllen-doff: hverjum hjálpum við? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 13. desember 2023 08:00 Nú þegar Úkraínumenn hafa barist í bráðum tvö ár, fyrir sameiginlegum gildum okkar og frelsi, deila bandamenn okkar um áframhaldandi stuðning við þá. Einhverjum finnst orðið nóg um afskipti lýðræðisríkja af átökum sem geisa um allan heim. Okkur þingmönnum berast daglega áköll hvaðanæva að um stuðning sem varðar líf eða dauða. Hörmungarnar fyrir botni Miðjarðarhafs láta engan ósnortinn og undanfarið hafa augu okkar skiljanlega verið á þeim. Viðbótarframlög Íslands til flóttamannaaðstoðar Palestínu vegna átakanna setja Ísland í hóp stærstu framlagsríkja miðað við höfðatölu. Siðgæðislögreglan í Íran sem barði nýlega unga konu, Mahsa Amini, til dauða fyrir ranga notkun á höfuðslæðu, er farin að láta aftur til sín taka. Og fjölskyldu hennar var meinað að ferðast til Frakklands til að þiggja mannréttindaverðlaun ESB. Staða kvenna í Afghanistan fer sífellt versnandi, þótt ótrúlegt megi virðast. Það eru lítil takmörk fyrir hugmyndaauðgi í þeim efnum. Og afganska þjóðin sveltur heilu hungri ofan á ofríkið. Úgandamenn senda okkur áköll vegna ofsókna hinsegin samfélagsins sem áfram er þrengt að. Ný löggjöf í Úganda gengur lengst á heimsvísu í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Og um liðna helgi var lítil klausa í Morgunblaðinu um neyð 25 milljón manna í Súdan, neyð vegna viðvarandi stríðs í landinu, stríðs sem hjálparstarfsmenn kalla „gleymda stríðið“. Hvað eigum við friðsæl velmegunarþjóð að gera? Er mögulegt að hjálpa öllum? Er siðferðilega verjandi að segja úllen-dúllen-doff við neyð annarra og velja þannig þá sem við hjálpum? Það er farið að molna undan stuðningi við Úkraínu og það er mikið í húfi. Við megum ekki láta undan síga og þurfum að standa áfram þétt að baki Úkraínu. Það er mikilvægt að íslensk stjórnvöld séu ekki eftirbátur Norðurlandanna í þeim efnum. Við munum gjalda fyrir það dýru verði. Takist Rússum að leggja undir sig þetta land er leiðin vörðuð fyrir önnur lönd sem Pútín hefur sagt að eigi að lúta stjórn Rússa. Og til að svara spurningunum þá eigum við að gera allt sem við getum - meira en ekki minna - til að hjálpa okkar minnstu bræðrum. Hvar sem þeir eru staddir. Það er siðferðileg skylda okkar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Nú þegar Úkraínumenn hafa barist í bráðum tvö ár, fyrir sameiginlegum gildum okkar og frelsi, deila bandamenn okkar um áframhaldandi stuðning við þá. Einhverjum finnst orðið nóg um afskipti lýðræðisríkja af átökum sem geisa um allan heim. Okkur þingmönnum berast daglega áköll hvaðanæva að um stuðning sem varðar líf eða dauða. Hörmungarnar fyrir botni Miðjarðarhafs láta engan ósnortinn og undanfarið hafa augu okkar skiljanlega verið á þeim. Viðbótarframlög Íslands til flóttamannaaðstoðar Palestínu vegna átakanna setja Ísland í hóp stærstu framlagsríkja miðað við höfðatölu. Siðgæðislögreglan í Íran sem barði nýlega unga konu, Mahsa Amini, til dauða fyrir ranga notkun á höfuðslæðu, er farin að láta aftur til sín taka. Og fjölskyldu hennar var meinað að ferðast til Frakklands til að þiggja mannréttindaverðlaun ESB. Staða kvenna í Afghanistan fer sífellt versnandi, þótt ótrúlegt megi virðast. Það eru lítil takmörk fyrir hugmyndaauðgi í þeim efnum. Og afganska þjóðin sveltur heilu hungri ofan á ofríkið. Úgandamenn senda okkur áköll vegna ofsókna hinsegin samfélagsins sem áfram er þrengt að. Ný löggjöf í Úganda gengur lengst á heimsvísu í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Og um liðna helgi var lítil klausa í Morgunblaðinu um neyð 25 milljón manna í Súdan, neyð vegna viðvarandi stríðs í landinu, stríðs sem hjálparstarfsmenn kalla „gleymda stríðið“. Hvað eigum við friðsæl velmegunarþjóð að gera? Er mögulegt að hjálpa öllum? Er siðferðilega verjandi að segja úllen-dúllen-doff við neyð annarra og velja þannig þá sem við hjálpum? Það er farið að molna undan stuðningi við Úkraínu og það er mikið í húfi. Við megum ekki láta undan síga og þurfum að standa áfram þétt að baki Úkraínu. Það er mikilvægt að íslensk stjórnvöld séu ekki eftirbátur Norðurlandanna í þeim efnum. Við munum gjalda fyrir það dýru verði. Takist Rússum að leggja undir sig þetta land er leiðin vörðuð fyrir önnur lönd sem Pútín hefur sagt að eigi að lúta stjórn Rússa. Og til að svara spurningunum þá eigum við að gera allt sem við getum - meira en ekki minna - til að hjálpa okkar minnstu bræðrum. Hvar sem þeir eru staddir. Það er siðferðileg skylda okkar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun