Öfugsnúin umræða í orkumálum Björn Leví Gunnarsson skrifar 3. janúar 2024 11:00 Hvernig stendur á því að á Íslandi sé framleidd langmest orka miðað við stærð en hér sé samt orkuskortur? Hvernig stendur á því að það vanti fólk í heilbrigðisþjónustu, ferðaþjónustu og alls konar önnur störf en á sama tíma er ekki verið að byggja húsnæði, skóla og aðstöðu fyrir fólkið sem við þurfum svona rosalega mikið á að halda? Hvernig stendur á því að hér komi miklu fleiri ferðamenn á hverju ári en stjórnvöld búast við og innviðir landsins ráða við og að ekkert sé gert til þess að bregðast við því með innviðauppbyggingu og/eða aðgöngustýringu? Hvers vegna eru svona mörg öfugmæli í pólitískri umræðu á Íslandi? Það er að segja, stjórnvöld segja eitt en gera svo eitthvað allt annað (eða bara ekki neitt)? Ríkisstjórn glærusýninga Nú gæti einhver spurt hvort ég hafi ekki séð allar glærusýningarnar hjá ríkisstjórninni um aðgerðir gegn verðbólgu, uppbyggingu húsnæðis, þjóðarhöll og fleira. Jú, ég hef séð þær glærusýningar. Ég hef meira að segja séð sömu glærusýninguna sýnda oft og mörgum sinnum. Sömu aðgerðirnar kynntar margoft. Ég hef hins vegar ekki séð neitt meira en það. En allar skýrslurnar frá öllum starfshópunum? Hefur þú ekki séð þær? Jú, mikil ósköp. Ágætis skýrslur meira að segja yfirleitt. Ein fyrsta skýrslan sem forsætisráðherra lét til dæmis gera var um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þar voru lagðar fram ýmsar ágætar tillögur um heilindi í stjórnmálum, um siðareglur og siðferðileg viðmið, gagnsæi og miðlun upplýsinga, hagsmunaárekstra - í tuttugu og fimm liðum. En það er eitt að fá skýrslu og setja meira að segja siðareglur. Það er svo annað að fara eftir þeim. Orkumálin - ábyrgð stjórnvalda En fjöllum aðeins um orkumálin sem hátt er nú talað um á hinum pólitíska vettvangi. Þar taka hvað hæst til máls aðilar sem bera þó nokkra ábyrgð á því hvernig staða orkumála er hér á landi, en á sama tíma er málflutningur þeirra á þann veg að staðan sé nú einhverjum öðrum að kenna. Nauðvörnin er nú oft þannig. Þau sem bera ábyrgð hafa sem hæst um ábyrgð allra annara. Í aðsendri grein á Vísi skrifaði orkumálastjóri að „Meiri orkuframleiðsla, eða ný kökusneið til sölu, er ekki forsenda orkuöryggis almennings þó að hún geti skapað svigrúm og tækifæri því sneiðin getur verið seld annað enda er samningsstaða og bolmagn stórnotenda og almennings af ólíkum toga.” Þetta er vandinn í hnotskurn, eins og fram kemur í greininni þá nota stórnotendur um 80% af allri orku sem er framleidd á Íslandi og heimili nota einungis 5%. Árið 2021 notuðu heimili í Evrópu 27,9% af framleiddri orku. Iðnaður í Evrópu notaði einungis rúmlega 25%. Þetta þýðir einfaldlega að við höfum virkjað gríðarlega mikla orku hérna á Íslandi fyrir iðnað og þegar það er talað um orkuskort, þá er það alls ekki orkuskortur vegna þess að hér er ekki framleidd næg orka. Það er orkuskortur út af því hvernig við ákveðum að nota þá orku sem hefur verið virkjuð hér á landi. En eins og með flest annað skortir ríkisstjórninni bæði stefnu í málaflokknum og að fylgja henni eftir. Í grein sinni nefnir orkumálastjóri að til ársins 2003 hafi Landsvirkjun borið lagalega ábyrgð á orkuöryggi almennings en að sú skylda hafi verið afnumin með innleiðingu raforkutilskipana Evrópusambandsins. Nú vill svo til að í þriðja orkupakkanum er einmitt kveðið á um skyldu stjórnvalda til þess að tryggja heimilum og smærri fyrirtækjum orku á sanngjörnu verði. Sú skylda hefur hins vegar ekki enn verið útfærð í lögum. Það var einnig ekkert sem bannaði stjórnvöldum að tryggja heimilum orku frá árinu 2003. Höfum þetta í huga þegar við hlustum á harmakvein pólitíkusanna sem koma úr flokkunum sem eru búnir að ráða öllu sem viðkemur orkumálum undanfarna áratugi. Þeirra eigin ábyrgð er mikil og því holur hljómur í gagnrýni þeirra þar sem það er þeirra að bregðast við með raunverulegum aðgerðum. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Alþingi Orkumál Orkuskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því að á Íslandi sé framleidd langmest orka miðað við stærð en hér sé samt orkuskortur? Hvernig stendur á því að það vanti fólk í heilbrigðisþjónustu, ferðaþjónustu og alls konar önnur störf en á sama tíma er ekki verið að byggja húsnæði, skóla og aðstöðu fyrir fólkið sem við þurfum svona rosalega mikið á að halda? Hvernig stendur á því að hér komi miklu fleiri ferðamenn á hverju ári en stjórnvöld búast við og innviðir landsins ráða við og að ekkert sé gert til þess að bregðast við því með innviðauppbyggingu og/eða aðgöngustýringu? Hvers vegna eru svona mörg öfugmæli í pólitískri umræðu á Íslandi? Það er að segja, stjórnvöld segja eitt en gera svo eitthvað allt annað (eða bara ekki neitt)? Ríkisstjórn glærusýninga Nú gæti einhver spurt hvort ég hafi ekki séð allar glærusýningarnar hjá ríkisstjórninni um aðgerðir gegn verðbólgu, uppbyggingu húsnæðis, þjóðarhöll og fleira. Jú, ég hef séð þær glærusýningar. Ég hef meira að segja séð sömu glærusýninguna sýnda oft og mörgum sinnum. Sömu aðgerðirnar kynntar margoft. Ég hef hins vegar ekki séð neitt meira en það. En allar skýrslurnar frá öllum starfshópunum? Hefur þú ekki séð þær? Jú, mikil ósköp. Ágætis skýrslur meira að segja yfirleitt. Ein fyrsta skýrslan sem forsætisráðherra lét til dæmis gera var um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þar voru lagðar fram ýmsar ágætar tillögur um heilindi í stjórnmálum, um siðareglur og siðferðileg viðmið, gagnsæi og miðlun upplýsinga, hagsmunaárekstra - í tuttugu og fimm liðum. En það er eitt að fá skýrslu og setja meira að segja siðareglur. Það er svo annað að fara eftir þeim. Orkumálin - ábyrgð stjórnvalda En fjöllum aðeins um orkumálin sem hátt er nú talað um á hinum pólitíska vettvangi. Þar taka hvað hæst til máls aðilar sem bera þó nokkra ábyrgð á því hvernig staða orkumála er hér á landi, en á sama tíma er málflutningur þeirra á þann veg að staðan sé nú einhverjum öðrum að kenna. Nauðvörnin er nú oft þannig. Þau sem bera ábyrgð hafa sem hæst um ábyrgð allra annara. Í aðsendri grein á Vísi skrifaði orkumálastjóri að „Meiri orkuframleiðsla, eða ný kökusneið til sölu, er ekki forsenda orkuöryggis almennings þó að hún geti skapað svigrúm og tækifæri því sneiðin getur verið seld annað enda er samningsstaða og bolmagn stórnotenda og almennings af ólíkum toga.” Þetta er vandinn í hnotskurn, eins og fram kemur í greininni þá nota stórnotendur um 80% af allri orku sem er framleidd á Íslandi og heimili nota einungis 5%. Árið 2021 notuðu heimili í Evrópu 27,9% af framleiddri orku. Iðnaður í Evrópu notaði einungis rúmlega 25%. Þetta þýðir einfaldlega að við höfum virkjað gríðarlega mikla orku hérna á Íslandi fyrir iðnað og þegar það er talað um orkuskort, þá er það alls ekki orkuskortur vegna þess að hér er ekki framleidd næg orka. Það er orkuskortur út af því hvernig við ákveðum að nota þá orku sem hefur verið virkjuð hér á landi. En eins og með flest annað skortir ríkisstjórninni bæði stefnu í málaflokknum og að fylgja henni eftir. Í grein sinni nefnir orkumálastjóri að til ársins 2003 hafi Landsvirkjun borið lagalega ábyrgð á orkuöryggi almennings en að sú skylda hafi verið afnumin með innleiðingu raforkutilskipana Evrópusambandsins. Nú vill svo til að í þriðja orkupakkanum er einmitt kveðið á um skyldu stjórnvalda til þess að tryggja heimilum og smærri fyrirtækjum orku á sanngjörnu verði. Sú skylda hefur hins vegar ekki enn verið útfærð í lögum. Það var einnig ekkert sem bannaði stjórnvöldum að tryggja heimilum orku frá árinu 2003. Höfum þetta í huga þegar við hlustum á harmakvein pólitíkusanna sem koma úr flokkunum sem eru búnir að ráða öllu sem viðkemur orkumálum undanfarna áratugi. Þeirra eigin ábyrgð er mikil og því holur hljómur í gagnrýni þeirra þar sem það er þeirra að bregðast við með raunverulegum aðgerðum. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar