Sendiherrann segist staðráðin í að verða góður nágranni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. janúar 2024 11:27 Carrin segist ætla að verða góður nágranni. Vísir Carrin Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, segist staðráðin í því að verða góður nágranni Vesturbæinga á Sólvallagötu. Sendiherrabústaður að Sólvallagötu 14 eigi að verða vitnisburður um tengsl Bandaríkjanna og Íslands og birtir sendiráðið tölvuteiknaðar myndir af því hvernig hann mun koma til með að líta út í götunni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá bandaríska sendiráðinu. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins í dag þar sem fram kemur að 79 íbúar í nágrenninu hafi skrifað undir harðorð mótmæli gegn breytingum á húsnæðinu að Sólvallagötu 14. Þá er rætt við íbúa sem veltir því upp hvort starfsemi sendiráða eigi heima í hverfi líkt og vesturbæ Reykjavíkur. Fréttastofa hefur áður rætt við íbúa sem sagst hafa verið uggandi yfir hugmyndum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir við bústaðinn. Meðal áætlana er að reisa tæplega tveggja metra háa rimlagirðingu úr stáli. Þá vildi sendiráðið byggja vakthús en fékk það ekki í gegn líkt og Vísir greindi frá í nóvember. Gætt samræmis við umhverfið Í tilkynningu frá bandaríska sendiráðinu segir að við alla hönnun hafi sérstaklega verið horft til þess að gæta samræmis við sögulegt og fallegt umhverfi Reykjavíkur. „Markmið okkar er ekki einungis að skapa sendiherrabústað heldur einnig vitnisburð um góð tengsl milli Bandaríkjanna og Íslands,“ segir Carrin Patman sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í tilkynningunni. „Verkefnið er í raun og veru táknmynd gagnkvæmrar virðingar og vináttu milli þjóðanna, sem endurspeglar sameiginleg gildi okkar og sögu.“ Tölvuteiknuð mynd bandaríska sendiráðsins af sendiherrabústaðnum á Sólvallagötu eftir breytingar. Hlustað á athugasemdir Sendiráðið segist í tilkynningu sinni undanfarin tvö ár hafa átt gagnleg og ánægjuleg samskipti við næstu nágranna hússins. Þau samskipti hafi meðal annars farið fram á íbúafundum. Þar hafi fulltrúar sendiráðsins svarað spurningum og hlustað á athugasemdir nágranna. Það samtal hafi verið gagnlegt, enda sé það vilji sendiráðsins að sýna menningar-og sögulegum arfi hverfisins virðingu. Öryggisráðstafanir verði ekki áberandi Þá birtir sendiráðið myndir af ásjón hússins eftir að framkvæmdum verður lokið. Það segir í tilkynningu að öryggisráðstafanir verði ekki áberandi. „Á meðal öryggisráðstafana er bogadregið grindverk og næðisrými starfsmanna sem verður komið vandlega fyrir svo að ásýnd götunnar haldist falleg jafnframt því að öryggisreglum sendiherra sé fylgt,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að öryggisverðir verði ekki vopnaðir. Engir steypukubbar verði á svæðinu sem trufli umferð eða hafi áhrif á götumyndina. Breytingarnar hafi verið unnar í samráði við fulltrúa Reykjavíkurborgar og tryggt að þær standist reglur og séu í samræmi við gildandi deiluskipulag. „Við erum staðráðin í að reynast góðir nágrannar. Vesturbærinn er þekktur fyrir sjarma og góðan anda,“ segir Carrin Patman sendiherra í tilkynningunni. „Sendiherrabústaðurinn mun eiga þátt í að viðhalda reisn þessa sögulega hverfis.“ Sendiráðið segir að hlustað hafi verið á athugasemdir íbúa. Reykjavík Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiráð Bandaríkjanna festi kaup á 500 fermetra einbýlishúsi í eigu Andra og Valgerðar Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. 5. október 2020 13:30 Sendiherrann fær ekki vakthús á Sólvallagötu Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi fær ekki að byggja vakthús fremst á lóð sinni við Sólvallagötu 14 í vesturbæ Reykjavíkur. Skipulagsfulltrúi borgarinnar er þó opinn fyrir ýmsum öðrum breytingum á lóðinni. 21. nóvember 2023 15:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá bandaríska sendiráðinu. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins í dag þar sem fram kemur að 79 íbúar í nágrenninu hafi skrifað undir harðorð mótmæli gegn breytingum á húsnæðinu að Sólvallagötu 14. Þá er rætt við íbúa sem veltir því upp hvort starfsemi sendiráða eigi heima í hverfi líkt og vesturbæ Reykjavíkur. Fréttastofa hefur áður rætt við íbúa sem sagst hafa verið uggandi yfir hugmyndum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir við bústaðinn. Meðal áætlana er að reisa tæplega tveggja metra háa rimlagirðingu úr stáli. Þá vildi sendiráðið byggja vakthús en fékk það ekki í gegn líkt og Vísir greindi frá í nóvember. Gætt samræmis við umhverfið Í tilkynningu frá bandaríska sendiráðinu segir að við alla hönnun hafi sérstaklega verið horft til þess að gæta samræmis við sögulegt og fallegt umhverfi Reykjavíkur. „Markmið okkar er ekki einungis að skapa sendiherrabústað heldur einnig vitnisburð um góð tengsl milli Bandaríkjanna og Íslands,“ segir Carrin Patman sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í tilkynningunni. „Verkefnið er í raun og veru táknmynd gagnkvæmrar virðingar og vináttu milli þjóðanna, sem endurspeglar sameiginleg gildi okkar og sögu.“ Tölvuteiknuð mynd bandaríska sendiráðsins af sendiherrabústaðnum á Sólvallagötu eftir breytingar. Hlustað á athugasemdir Sendiráðið segist í tilkynningu sinni undanfarin tvö ár hafa átt gagnleg og ánægjuleg samskipti við næstu nágranna hússins. Þau samskipti hafi meðal annars farið fram á íbúafundum. Þar hafi fulltrúar sendiráðsins svarað spurningum og hlustað á athugasemdir nágranna. Það samtal hafi verið gagnlegt, enda sé það vilji sendiráðsins að sýna menningar-og sögulegum arfi hverfisins virðingu. Öryggisráðstafanir verði ekki áberandi Þá birtir sendiráðið myndir af ásjón hússins eftir að framkvæmdum verður lokið. Það segir í tilkynningu að öryggisráðstafanir verði ekki áberandi. „Á meðal öryggisráðstafana er bogadregið grindverk og næðisrými starfsmanna sem verður komið vandlega fyrir svo að ásýnd götunnar haldist falleg jafnframt því að öryggisreglum sendiherra sé fylgt,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að öryggisverðir verði ekki vopnaðir. Engir steypukubbar verði á svæðinu sem trufli umferð eða hafi áhrif á götumyndina. Breytingarnar hafi verið unnar í samráði við fulltrúa Reykjavíkurborgar og tryggt að þær standist reglur og séu í samræmi við gildandi deiluskipulag. „Við erum staðráðin í að reynast góðir nágrannar. Vesturbærinn er þekktur fyrir sjarma og góðan anda,“ segir Carrin Patman sendiherra í tilkynningunni. „Sendiherrabústaðurinn mun eiga þátt í að viðhalda reisn þessa sögulega hverfis.“ Sendiráðið segir að hlustað hafi verið á athugasemdir íbúa.
Reykjavík Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiráð Bandaríkjanna festi kaup á 500 fermetra einbýlishúsi í eigu Andra og Valgerðar Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. 5. október 2020 13:30 Sendiherrann fær ekki vakthús á Sólvallagötu Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi fær ekki að byggja vakthús fremst á lóð sinni við Sólvallagötu 14 í vesturbæ Reykjavíkur. Skipulagsfulltrúi borgarinnar er þó opinn fyrir ýmsum öðrum breytingum á lóðinni. 21. nóvember 2023 15:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Sendiráð Bandaríkjanna festi kaup á 500 fermetra einbýlishúsi í eigu Andra og Valgerðar Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. 5. október 2020 13:30
Sendiherrann fær ekki vakthús á Sólvallagötu Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi fær ekki að byggja vakthús fremst á lóð sinni við Sólvallagötu 14 í vesturbæ Reykjavíkur. Skipulagsfulltrúi borgarinnar er þó opinn fyrir ýmsum öðrum breytingum á lóðinni. 21. nóvember 2023 15:41