Varhugavert að saka fólk um glæp sem hafi unnið í góðri trú Jón Þór Stefánsson skrifar 11. apríl 2024 12:25 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að ekki megi rifta samningi Landsbankans um kaup á TM nema það verði skoðað gaumgæfilega. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir óskynsamlegan kost fyrir fjármálaráðherra að rifta samningi Landsbankans um kaup á TM, þó hann sé pólitískt sammála því að það sé óréttlætanlegt að ríkið sé að auka umsvif sín áfjármálamarkaði með kaupunum. Slíkt þyrfti að gera eftir að lagaleg atriði riftunar samningsins yrðu skoðuð gaumgæfilega. „Eða hvað myndu menn segja um fjármálaráðherra sem rifti slíkum kaupum ef í ljós kæmi að með því væri ríkinu bökuð margra milljarða skaðabótakrafa?“ spurði Bjarni í þingsal í dag. Uppspretta þessarar spurningar var fyrirspurn Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þingkonu Flokks fólksins. Hún fullyrti í ræðu sinni að fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM frá Kviku banka væru hugsuð til að rétta við rekstur síðastnefnda fyrirtækisins. Kauptilboð hefði ekki verið gert með hag almennings í huga líkt og haldið hefur verið fram. „Þetta er ekki yfirsjón heldur einbeittur brotavilji,“ sagði Ásthildur sem hvatti Bjarna til að rifta kaupunum. Bjarni svaraði með því að segja að gangrýni Ásthildar beindist að stjórn og stjórnendum Landsbankans, sem enginn ráðherra bæri beina ábyrgð á. Ríkisstjórnin hefði ekkert með dagsdaglegan rekstur Landsbankans að gera. „Hér segir háttvirtur þingmaður að fjármálaráðherra, eða eftir atvikum forsætisráðherra, ætti að beita sér fyrir því að samningum sem hér er vísað til sé rift. Ég myndi fyrir mitt leyti segja að þótt ég sé pólitískt sammála því að það sé óréttlætanlegt að ríkið sé að auka umsvif sín á fjármálamarkaði þá leiði það ekki af sjálfu sér til þess að hægt sé að taka slíkar ákvarðanir án þess að gaumgæfa til dæmis öll lagaleg atriði,“ sagði Bjarni. Líkt og áður sagði að illa yrði tekið í það ef ráðherra myndi baka ríkinu stóra skaðabótakröfu með því að rifta. „Nú er það staðreynd að bankaráðið brást og það gerði Bankasýslan einnig. Ríkisstjórnin þarf að grípa til aðgerða. Það er búð að fremja glæpinn og nú er það skylda ríkisstjórnarinnar að stíga inn og taka afstöðu sem handhafi 98% hlutar í bankanum. Það hlýtur að þurfa að huga að því gríðarlega alvarlega fordæmi til framtíðar ef stjórnendur fyrirtækja í ríkiseigu geta bara komist upp með að brjóta gegn eigendastefnu bankans og gegn vilja eigenda, bara með því að leyna fyrir þeim hvað þeir eru að gera,“ svaraði Ásthildur. Hún metur það sem svo að umrædd möguleg skaðabótakrafa yrði hugsanlega í kringum átta milljarða. „Við ættum samt tuttugu milljarða eftir sem væri hægt að nota til góðs fyrir almenning í landinu,“ bætti Ásthildur við. Þá sagði Bjarni að sér þætti varhugavert að fólk sem hafi, líklega verið að vinna sína vinnu í góðri trú yrði sakað um glæpi í þingsal. „Ég ætla í fyrsta lagi að gjalda varhuga við því að hér í þingsal sé fjallað um löggerninga í samfélaginu sem glæp. Með því er held ég algerlega að ósekju verið að varpa alvarlegri sök á fólk sem ég tel reyndar að hafi bara verið að vinna sína vinnu eftir góðri samvisku.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flokkur fólksins Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Tryggingar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
„Eða hvað myndu menn segja um fjármálaráðherra sem rifti slíkum kaupum ef í ljós kæmi að með því væri ríkinu bökuð margra milljarða skaðabótakrafa?“ spurði Bjarni í þingsal í dag. Uppspretta þessarar spurningar var fyrirspurn Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þingkonu Flokks fólksins. Hún fullyrti í ræðu sinni að fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM frá Kviku banka væru hugsuð til að rétta við rekstur síðastnefnda fyrirtækisins. Kauptilboð hefði ekki verið gert með hag almennings í huga líkt og haldið hefur verið fram. „Þetta er ekki yfirsjón heldur einbeittur brotavilji,“ sagði Ásthildur sem hvatti Bjarna til að rifta kaupunum. Bjarni svaraði með því að segja að gangrýni Ásthildar beindist að stjórn og stjórnendum Landsbankans, sem enginn ráðherra bæri beina ábyrgð á. Ríkisstjórnin hefði ekkert með dagsdaglegan rekstur Landsbankans að gera. „Hér segir háttvirtur þingmaður að fjármálaráðherra, eða eftir atvikum forsætisráðherra, ætti að beita sér fyrir því að samningum sem hér er vísað til sé rift. Ég myndi fyrir mitt leyti segja að þótt ég sé pólitískt sammála því að það sé óréttlætanlegt að ríkið sé að auka umsvif sín á fjármálamarkaði þá leiði það ekki af sjálfu sér til þess að hægt sé að taka slíkar ákvarðanir án þess að gaumgæfa til dæmis öll lagaleg atriði,“ sagði Bjarni. Líkt og áður sagði að illa yrði tekið í það ef ráðherra myndi baka ríkinu stóra skaðabótakröfu með því að rifta. „Nú er það staðreynd að bankaráðið brást og það gerði Bankasýslan einnig. Ríkisstjórnin þarf að grípa til aðgerða. Það er búð að fremja glæpinn og nú er það skylda ríkisstjórnarinnar að stíga inn og taka afstöðu sem handhafi 98% hlutar í bankanum. Það hlýtur að þurfa að huga að því gríðarlega alvarlega fordæmi til framtíðar ef stjórnendur fyrirtækja í ríkiseigu geta bara komist upp með að brjóta gegn eigendastefnu bankans og gegn vilja eigenda, bara með því að leyna fyrir þeim hvað þeir eru að gera,“ svaraði Ásthildur. Hún metur það sem svo að umrædd möguleg skaðabótakrafa yrði hugsanlega í kringum átta milljarða. „Við ættum samt tuttugu milljarða eftir sem væri hægt að nota til góðs fyrir almenning í landinu,“ bætti Ásthildur við. Þá sagði Bjarni að sér þætti varhugavert að fólk sem hafi, líklega verið að vinna sína vinnu í góðri trú yrði sakað um glæpi í þingsal. „Ég ætla í fyrsta lagi að gjalda varhuga við því að hér í þingsal sé fjallað um löggerninga í samfélaginu sem glæp. Með því er held ég algerlega að ósekju verið að varpa alvarlegri sök á fólk sem ég tel reyndar að hafi bara verið að vinna sína vinnu eftir góðri samvisku.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flokkur fólksins Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Tryggingar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira