UNICEF skóli Laugardals við Kirkjuteig Tryggvi Scehving Thorsteinsson skrifar 12. júní 2024 13:01 Síðastliðinn fimmtudag útskrifaðist barnið mitt úr 6. bekk UNICEF skóla Laugardals. Skóla sem flaggar UNICEF fána og fána fjölbreytileikans á hverjum degi og hefur einkunnarorðin lífsgleði, nám, samvinna, kærleikur, ósk. Glaðbeittur steig nýskipaður skólastjórinn í pontu og lýsti flausturslegri skipulagningunni þar sem þetta væri nú í fyrsta skipti sem hann útskrifaði nemendur frá skólanum með tilheyrandi flissi úr sal. Að því loknu fór hann yfir dagskránna þar sem m.a. fjögur atriði væru í boði nemenda og að dagskráin myndi taka fljótt af. Í stuttu máli voru nemendaatriðin til fyrirmyndar og gaman að sjá svona hæfileikaríka krakka stíga á stokk. En bíddu við, hvar voru nemendurnir með fjölbreyttan bakgrunn? Hafa þeir ekkert fram að færa á þessum merku tímamótum í sjálfum UNICEF skóla Laugardals? Nú get ég alveg gert mér í hugarlund hvaða svör kæmu frá skólanum, "En við erum búin að reyna og reyna og það býður sig engin fram" o.s.frv. En hér erum við komin að kjarna málsins, börn með annan bakgrunn en meginþorri nemenda fá ekki sömu tækifæri í skólanum, þurfa að sitja undir haturorðræðu, niðrandi ummælum í tíma og ótíma og upplifa kynþáttafordóma í skólasamfélaginu. Jafnvel þau börn sem reyna að taka pláss, standa sig vel hvort sem það er á sviði íþrótta- eða í náminu sjálfu, verða fyrir barðinu á þessum fordómunum. Mögulega í meira mæli ef eitthvað er. Það alvarlegasta í þessu öllu saman er aðgerða- og viljaleysi skólayfirvalda og foreldrafélaga til að stöðva kynþáttafordómana sem virðast bara færast í aukana með sífellt fjölbreyttara samfélagi. Þau skortir þó ekki röddina yfirhöfuð, því þau eru alveg fær um að láta í sér heyra, sem sést bersýnilega á viðbrögðum þeirra þegar umræða um myglu, stækkun og safnskóla ber á góma. Þá er höndum tekið saman og málefninu ljáð kröftug rödd. Þegar umræðan um kynþátta- og menningarfordóma í skólasamfélaginu ber á góma er þögnin og afskiptaleysið þrúgandi. Í stað þess að viðurkenna vandann og gangast við honum eru viðbrögð skólayfirvalda og foreldrafélaga iðulega dræm og oft á köflum lituð af varnarviðbrögðum og særðu stolti. Getur verið að aðgerðar- og viljaleysi skólasamfélagsins til að takast á við fordóma, leiði til þess að sjálfsmynd þessara barna molni hægt og sígandi? Þau fá statt og stöðugt þau skilaboð að þau tilheyri ekki íslensku samfélagi og að vandamálin sem hrjá þau skipta einhvern veginn ekki nógu miklu máli til að aðrir láti þau sig varða. Því þegar öllu er á botninn hvolft er það hagur allra, líka nemenda sem eru hvít á hörund, að fá þau skilaboð úr umhverfinu að bera eigi virðingu og sýna öllum almenna kurteisi, sama hver bakgrunnur, húðlitur og/eða uppruni fólks er. En víkjum aftur að skólaslitinum. Það sem skólanum tókst einstaklega vel upp með var að þjónkast stigveldi elítunnar (háskóla, félagsmála, fyrirmynda o.s.frv.), fá réttu fulltrúana til flutnings á skemmtiatriðum við skólaslit og þar með senda þessi klassísku skilaboð til hinna sem ekki tilheyra. Nú spyrja örugglega margir sig af hverju ég standi í þessum skrifum en reyndin er sú að ég fylgdi 6 ára gömlu barni, lífsglöðu og fullu af sjálfstrausti í UNICEF skóla Laugardals. Á skólaslitunum á fimmtudaginn fylgdi ég sama barni út úr UNICEF-skóla Laugardals með brotna sjálfsmynd og fullt efasemda um sjálft sig eftir algjört andvaraleysi skólans við fordómum sem barnið hefur mætt. Við fórum heim og þar lagðist það upp í rúm og grét. Árið er 2024 og barnið er brúnt á hörund. Það er mín einlæga von að fleiri láti sér fordómana sem grassera í samfélaginu varða, jafnvel þótt þeir hafi ekki áhrif á þeirra eigin börn, saman getum við spornað við þessari óheillaþróun og gert íslenskt samfélag enn betra. Höfundur er áhugamaður um samfélag án kynþáttafordóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kynþáttafordómar Grunnskólar Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag útskrifaðist barnið mitt úr 6. bekk UNICEF skóla Laugardals. Skóla sem flaggar UNICEF fána og fána fjölbreytileikans á hverjum degi og hefur einkunnarorðin lífsgleði, nám, samvinna, kærleikur, ósk. Glaðbeittur steig nýskipaður skólastjórinn í pontu og lýsti flausturslegri skipulagningunni þar sem þetta væri nú í fyrsta skipti sem hann útskrifaði nemendur frá skólanum með tilheyrandi flissi úr sal. Að því loknu fór hann yfir dagskránna þar sem m.a. fjögur atriði væru í boði nemenda og að dagskráin myndi taka fljótt af. Í stuttu máli voru nemendaatriðin til fyrirmyndar og gaman að sjá svona hæfileikaríka krakka stíga á stokk. En bíddu við, hvar voru nemendurnir með fjölbreyttan bakgrunn? Hafa þeir ekkert fram að færa á þessum merku tímamótum í sjálfum UNICEF skóla Laugardals? Nú get ég alveg gert mér í hugarlund hvaða svör kæmu frá skólanum, "En við erum búin að reyna og reyna og það býður sig engin fram" o.s.frv. En hér erum við komin að kjarna málsins, börn með annan bakgrunn en meginþorri nemenda fá ekki sömu tækifæri í skólanum, þurfa að sitja undir haturorðræðu, niðrandi ummælum í tíma og ótíma og upplifa kynþáttafordóma í skólasamfélaginu. Jafnvel þau börn sem reyna að taka pláss, standa sig vel hvort sem það er á sviði íþrótta- eða í náminu sjálfu, verða fyrir barðinu á þessum fordómunum. Mögulega í meira mæli ef eitthvað er. Það alvarlegasta í þessu öllu saman er aðgerða- og viljaleysi skólayfirvalda og foreldrafélaga til að stöðva kynþáttafordómana sem virðast bara færast í aukana með sífellt fjölbreyttara samfélagi. Þau skortir þó ekki röddina yfirhöfuð, því þau eru alveg fær um að láta í sér heyra, sem sést bersýnilega á viðbrögðum þeirra þegar umræða um myglu, stækkun og safnskóla ber á góma. Þá er höndum tekið saman og málefninu ljáð kröftug rödd. Þegar umræðan um kynþátta- og menningarfordóma í skólasamfélaginu ber á góma er þögnin og afskiptaleysið þrúgandi. Í stað þess að viðurkenna vandann og gangast við honum eru viðbrögð skólayfirvalda og foreldrafélaga iðulega dræm og oft á köflum lituð af varnarviðbrögðum og særðu stolti. Getur verið að aðgerðar- og viljaleysi skólasamfélagsins til að takast á við fordóma, leiði til þess að sjálfsmynd þessara barna molni hægt og sígandi? Þau fá statt og stöðugt þau skilaboð að þau tilheyri ekki íslensku samfélagi og að vandamálin sem hrjá þau skipta einhvern veginn ekki nógu miklu máli til að aðrir láti þau sig varða. Því þegar öllu er á botninn hvolft er það hagur allra, líka nemenda sem eru hvít á hörund, að fá þau skilaboð úr umhverfinu að bera eigi virðingu og sýna öllum almenna kurteisi, sama hver bakgrunnur, húðlitur og/eða uppruni fólks er. En víkjum aftur að skólaslitinum. Það sem skólanum tókst einstaklega vel upp með var að þjónkast stigveldi elítunnar (háskóla, félagsmála, fyrirmynda o.s.frv.), fá réttu fulltrúana til flutnings á skemmtiatriðum við skólaslit og þar með senda þessi klassísku skilaboð til hinna sem ekki tilheyra. Nú spyrja örugglega margir sig af hverju ég standi í þessum skrifum en reyndin er sú að ég fylgdi 6 ára gömlu barni, lífsglöðu og fullu af sjálfstrausti í UNICEF skóla Laugardals. Á skólaslitunum á fimmtudaginn fylgdi ég sama barni út úr UNICEF-skóla Laugardals með brotna sjálfsmynd og fullt efasemda um sjálft sig eftir algjört andvaraleysi skólans við fordómum sem barnið hefur mætt. Við fórum heim og þar lagðist það upp í rúm og grét. Árið er 2024 og barnið er brúnt á hörund. Það er mín einlæga von að fleiri láti sér fordómana sem grassera í samfélaginu varða, jafnvel þótt þeir hafi ekki áhrif á þeirra eigin börn, saman getum við spornað við þessari óheillaþróun og gert íslenskt samfélag enn betra. Höfundur er áhugamaður um samfélag án kynþáttafordóma.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun