Hugsi yfir lausagöngu fjár við vegi eftir að ferðamaður ók á lamb Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. júní 2024 14:56 Lambið var í fylgd ær og annars lambs sem sluppu með skrekkinn. Facebook Ferðalangur sem varð vitni að því þegar bíl spænskra ferðamanna var ekið á lamb í gær segir lausagöngu kinda nærri þjóðvegum rómantík sem fari ekki saman við nútímann. Guðrún Helga Stefánsdóttir var á leið um Snæfellsnesið ásamt fjölskyldu sinni þegar bíl fyrir framan hana var ekið á lamb með þeim afleiðingum að það drapst. Í bílnum voru spænskir ferðamenn sem gátu enga ensku talað. Guðrún segir frá þessu í færslu á Facebook síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. Þar segist hún reið yfir því gáleysi sem hún telur ökumanninn sekan um og að hún vonist til að bóndinn fái tjónið bætt. Drapst sem betur fer strax Í samtali við fréttastofu segist hún hafa séð lausaféð við hlið vegarins áður en þau komu að afleggjaranum við Búðir og því hafi verið hægt á bílnum. Ökumaðurinn fyrir framan virðist hins vegar ekki hafa séð kindurnar, því hann hafi ekki hægt á sér. „Svo leggur ærin allt í einu af stað með lömbin fyrir framan bílinn og hann er á það mikilli ferð að lambið sem verður fyrir þessu hoppar hátt upp í loft, lendir harkalega á veginum og steindrepst,“ segir Guðrún. Sem betur fer hafi það drepist strax og ekki þurft að kveljast lengi. Hún segir ána og lambið sem sluppu hæglega geta verið slösuð. Hún segist hafa upplifað gáleysi því þau hafi ekki hægt á sér. „Við vorum búin að sjá lausaféð á veginum áður og þá þarf maður að vera vel vakandi. Um leið og maður sér lausafé við veginn þá hægir maður á sér,“ segir Guðrún. Verið að hætta lífi fólks í umferðinni Hún segir ferðamennina hafa verið í uppnámi og hún hafi skilið ökumanninn þannig að hann hafi ekki séð kindurnar. Hún segist hafa tilkynnt málið til lögreglu og nú sé þeirra að hafa upp á ferðamönnunum. Guðrún veltir því upp hvort það sé tímaskekkja að leyfa lausagöngu fjár við þjóðvegi. „Ég skil að það er gamall menningararfur að hafa fé laust en nútíminn er svo breyttur,“ segir hún og nefnir síaukna bílaumferð á vegum, meðal annars vegna ferðamanna, sem eru misvanir. „Við getum ekki samtímis verið að beina öllum þessum ferðamönnum til landsins, og það er svona mikil umferð, og ætlað að vera með svona rómantík að hafa lausafé. Þetta fer náttúrlega ekki saman og það er verið að hætta lífi okkar í umferðinni og skeppnanna. Þetta er ömurlegt og við eigum að geta gert betur.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Dýr Snæfellsbær Umferð Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira
Guðrún Helga Stefánsdóttir var á leið um Snæfellsnesið ásamt fjölskyldu sinni þegar bíl fyrir framan hana var ekið á lamb með þeim afleiðingum að það drapst. Í bílnum voru spænskir ferðamenn sem gátu enga ensku talað. Guðrún segir frá þessu í færslu á Facebook síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. Þar segist hún reið yfir því gáleysi sem hún telur ökumanninn sekan um og að hún vonist til að bóndinn fái tjónið bætt. Drapst sem betur fer strax Í samtali við fréttastofu segist hún hafa séð lausaféð við hlið vegarins áður en þau komu að afleggjaranum við Búðir og því hafi verið hægt á bílnum. Ökumaðurinn fyrir framan virðist hins vegar ekki hafa séð kindurnar, því hann hafi ekki hægt á sér. „Svo leggur ærin allt í einu af stað með lömbin fyrir framan bílinn og hann er á það mikilli ferð að lambið sem verður fyrir þessu hoppar hátt upp í loft, lendir harkalega á veginum og steindrepst,“ segir Guðrún. Sem betur fer hafi það drepist strax og ekki þurft að kveljast lengi. Hún segir ána og lambið sem sluppu hæglega geta verið slösuð. Hún segist hafa upplifað gáleysi því þau hafi ekki hægt á sér. „Við vorum búin að sjá lausaféð á veginum áður og þá þarf maður að vera vel vakandi. Um leið og maður sér lausafé við veginn þá hægir maður á sér,“ segir Guðrún. Verið að hætta lífi fólks í umferðinni Hún segir ferðamennina hafa verið í uppnámi og hún hafi skilið ökumanninn þannig að hann hafi ekki séð kindurnar. Hún segist hafa tilkynnt málið til lögreglu og nú sé þeirra að hafa upp á ferðamönnunum. Guðrún veltir því upp hvort það sé tímaskekkja að leyfa lausagöngu fjár við þjóðvegi. „Ég skil að það er gamall menningararfur að hafa fé laust en nútíminn er svo breyttur,“ segir hún og nefnir síaukna bílaumferð á vegum, meðal annars vegna ferðamanna, sem eru misvanir. „Við getum ekki samtímis verið að beina öllum þessum ferðamönnum til landsins, og það er svona mikil umferð, og ætlað að vera með svona rómantík að hafa lausafé. Þetta fer náttúrlega ekki saman og það er verið að hætta lífi okkar í umferðinni og skeppnanna. Þetta er ömurlegt og við eigum að geta gert betur.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Dýr Snæfellsbær Umferð Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira