Reglurnar eru óumsemjanlegar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 14. júlí 2024 11:10 Til þess að útskýra fyrir almenningi ferlið sem sem fer í gang þegar ríki sækja um inngöngu í Evrópusambandið hefur framkvæmdastjórn sambandsins gefið út sérstakan bækling sem ber heitið „Understanding enlargement“. Þar er meðal annars útskýrt með ágætlega skilmerkilegum hætti hvers eðlis þær viðræður eru sem fram fara á milli Evrópusambandsins og umsóknarríkja í ferlinu. Óhætt er að segja að sú lýsing rími ekki beinlínis vel við fullyrðingar sumra um að hægt sé nánast að semja um hvað sem er við sambandið. „Viðfangsefni samningaviðræðna um inngöngu [í Evrópusambandið] er geta umsóknarríkis til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja veru í sambandinu. Hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Viðræðurnar snúast um skilyrði og tímasetningar upptöku, innleiðingar og framkvæmdar umsóknarríkis á reglum Evrópusambandsins – um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (einnig þekktar undir heitinu acquis, franska fyrir „það sem hefur verið samþykkt“) eru ekki umsemjanlegar.“ Fram kemur enn fremur í bæklingnum að hvað varði umsóknarríki að Evrópusambandinu snúizt viðræðurnar fyrst og fremst um það að komast að samkomulagi við sambandið um það með hvaða hætti og hvenær reglur þess séu teknar upp og innleiddar sem og verklagsreglur í því sambandi. Fyrir Evrópusambandið sé hins vegar mikilvægt að tryggt sé að umsóknarríkið standi við umsamdar tímasetningar þegar komi að innleiðingu á reglum sambandsins og að ríkið nái sömuleiðis tilskyldum árangri í innleiðingu þeirra. Hvernig og hvenær en ekki hvort Viðræðurnar snúast þannig einungis um það hvernig og hvenær umsóknarríkið undirgengst regluverk Evrópusambandsins en ekki hvort það geri það. Hægt er þannig að semja um tímabundna aðlögun að eintökum reglum og hið sama á við um svonefndar sérlausnir sem heita raunar gjarnan sérstakar aðlaganir (e. specific adaptations) í gögnum sambandsins, fela aðeins í sér tæknilega útfærslu á upptöku tiltekinna reglna innan ramma þeirra og breyta því ekki að ríkið fer undir vald sambandsins í þeim efnum. Texti bæklingsins er í góðu samræmi við önnur gögn frá Evrópusambandinu í þessum efnum sem og reynslu annarra ríkja af umsóknarferlinu að sambandinu. Til dæmis Noregs þegar landið sótti síðast um inngöngu í Evrópusambandið á tíunda áratug síðustu aldar. Þannig var Norðmönnum einungis boðin tímabundin aðlögun í sjávarútvegsmálum í tæp fimm ár áður en norskur sjávarútvegur færi undir stjórn sambandsins en þeir höfðu farið fram á það að fara að mestu leyti áfram með stjórn sjávarútvegsmála sinna. Varla þarf að koma á óvart að Norðmenn hafi afþakkað inngöngu í Evrópusambandið. Þar spilaði þó mun fleira inn í en einungis sjávarútvegsmálin. Fyrst og fremst vald Norðmanna yfir sínum eigin málum. Þess má einnig geta að niðurstöður allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi undanfarin 19 ár hafa sýnt meirihluta landsmanna andvígan því að gengið verði í sambandið. Þá hafa kannanir einnig sýnt fleiri Norðmenn hlynnta því en andvíga að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Vart meðmæli með inngöngu í ESB Fram kom til að mynda í viðræðuramma Evrópusambandsins vegna umsóknar þáverandi vinstristjórnar um inngöngu í sambandið á sínum tíma að Ísland yrði að taka upp allt regluverk þess og innleiða það í tæka tíð. Við upptöku regluverks Evrópusambandsins gæti verið nauðsynlegt að grípa til sérstakra aðlagana að því sem yrðu þó að rúmast innan ramma regluverksins eins og áður er komið inn á og enn fremur að vera í samræmi við það með hvaða hætti reglurnar hefðu áður verið innleiddar af ríkjum sambandsins. Hvað tímabundna aðlögun að regluverki Evrópusambandsins varðar kom fram að Ísland gæti farið fram á slíkt að því gefnu að um væri að ræða ráðstafanir sem væru „takmarkaðar að tíma og umfangi“ og að þeim fylgdi áætlun með skýrt skilgreindum skrefum að upptöku á viðkomandi regluverki. Tekið var fram að slík aðlögunartímabil væru þó einungis í boði í undantekningartilfellum. Þá sagði að í öllum tilfellum mætti slík tímabundin aðlögun hvorki fela í sér breytingar á regluverki sambandsins né stefnumörkun þess. Fram kom að sama skapi ítrekað í málflutningi forystumanna Evrópusambandsins í tengslum við umsókn vinstristjórnarinnar að allt sem samið væri um þyrfti að rúmast innan regluverks þess. Enn fremur, líkt og raunar margoft áratugina á undan, að engar varanlegar undanþágur væru í boði frá regluverkinu. Telji talsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið hins vegar að ekkert sé að marka gögn sambandsins og orð forystumanna þess geta það ofan á annað vart talizt meðmæli með inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Sjá meira
Til þess að útskýra fyrir almenningi ferlið sem sem fer í gang þegar ríki sækja um inngöngu í Evrópusambandið hefur framkvæmdastjórn sambandsins gefið út sérstakan bækling sem ber heitið „Understanding enlargement“. Þar er meðal annars útskýrt með ágætlega skilmerkilegum hætti hvers eðlis þær viðræður eru sem fram fara á milli Evrópusambandsins og umsóknarríkja í ferlinu. Óhætt er að segja að sú lýsing rími ekki beinlínis vel við fullyrðingar sumra um að hægt sé nánast að semja um hvað sem er við sambandið. „Viðfangsefni samningaviðræðna um inngöngu [í Evrópusambandið] er geta umsóknarríkis til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja veru í sambandinu. Hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Viðræðurnar snúast um skilyrði og tímasetningar upptöku, innleiðingar og framkvæmdar umsóknarríkis á reglum Evrópusambandsins – um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (einnig þekktar undir heitinu acquis, franska fyrir „það sem hefur verið samþykkt“) eru ekki umsemjanlegar.“ Fram kemur enn fremur í bæklingnum að hvað varði umsóknarríki að Evrópusambandinu snúizt viðræðurnar fyrst og fremst um það að komast að samkomulagi við sambandið um það með hvaða hætti og hvenær reglur þess séu teknar upp og innleiddar sem og verklagsreglur í því sambandi. Fyrir Evrópusambandið sé hins vegar mikilvægt að tryggt sé að umsóknarríkið standi við umsamdar tímasetningar þegar komi að innleiðingu á reglum sambandsins og að ríkið nái sömuleiðis tilskyldum árangri í innleiðingu þeirra. Hvernig og hvenær en ekki hvort Viðræðurnar snúast þannig einungis um það hvernig og hvenær umsóknarríkið undirgengst regluverk Evrópusambandsins en ekki hvort það geri það. Hægt er þannig að semja um tímabundna aðlögun að eintökum reglum og hið sama á við um svonefndar sérlausnir sem heita raunar gjarnan sérstakar aðlaganir (e. specific adaptations) í gögnum sambandsins, fela aðeins í sér tæknilega útfærslu á upptöku tiltekinna reglna innan ramma þeirra og breyta því ekki að ríkið fer undir vald sambandsins í þeim efnum. Texti bæklingsins er í góðu samræmi við önnur gögn frá Evrópusambandinu í þessum efnum sem og reynslu annarra ríkja af umsóknarferlinu að sambandinu. Til dæmis Noregs þegar landið sótti síðast um inngöngu í Evrópusambandið á tíunda áratug síðustu aldar. Þannig var Norðmönnum einungis boðin tímabundin aðlögun í sjávarútvegsmálum í tæp fimm ár áður en norskur sjávarútvegur færi undir stjórn sambandsins en þeir höfðu farið fram á það að fara að mestu leyti áfram með stjórn sjávarútvegsmála sinna. Varla þarf að koma á óvart að Norðmenn hafi afþakkað inngöngu í Evrópusambandið. Þar spilaði þó mun fleira inn í en einungis sjávarútvegsmálin. Fyrst og fremst vald Norðmanna yfir sínum eigin málum. Þess má einnig geta að niðurstöður allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi undanfarin 19 ár hafa sýnt meirihluta landsmanna andvígan því að gengið verði í sambandið. Þá hafa kannanir einnig sýnt fleiri Norðmenn hlynnta því en andvíga að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Vart meðmæli með inngöngu í ESB Fram kom til að mynda í viðræðuramma Evrópusambandsins vegna umsóknar þáverandi vinstristjórnar um inngöngu í sambandið á sínum tíma að Ísland yrði að taka upp allt regluverk þess og innleiða það í tæka tíð. Við upptöku regluverks Evrópusambandsins gæti verið nauðsynlegt að grípa til sérstakra aðlagana að því sem yrðu þó að rúmast innan ramma regluverksins eins og áður er komið inn á og enn fremur að vera í samræmi við það með hvaða hætti reglurnar hefðu áður verið innleiddar af ríkjum sambandsins. Hvað tímabundna aðlögun að regluverki Evrópusambandsins varðar kom fram að Ísland gæti farið fram á slíkt að því gefnu að um væri að ræða ráðstafanir sem væru „takmarkaðar að tíma og umfangi“ og að þeim fylgdi áætlun með skýrt skilgreindum skrefum að upptöku á viðkomandi regluverki. Tekið var fram að slík aðlögunartímabil væru þó einungis í boði í undantekningartilfellum. Þá sagði að í öllum tilfellum mætti slík tímabundin aðlögun hvorki fela í sér breytingar á regluverki sambandsins né stefnumörkun þess. Fram kom að sama skapi ítrekað í málflutningi forystumanna Evrópusambandsins í tengslum við umsókn vinstristjórnarinnar að allt sem samið væri um þyrfti að rúmast innan regluverks þess. Enn fremur, líkt og raunar margoft áratugina á undan, að engar varanlegar undanþágur væru í boði frá regluverkinu. Telji talsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið hins vegar að ekkert sé að marka gögn sambandsins og orð forystumanna þess geta það ofan á annað vart talizt meðmæli með inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun