Foreldraútilokun: Þögull faraldur sem hefur áhrif á fjölskyldur Gestur Valgarðsson skrifar 8. ágúst 2024 21:00 Foreldraútilokun er hugtak sem varð til í kringum 1980 og vísar í aðstæður þar sem annað foreldrið vélar með barn til að hafna hinu foreldrinu, gjarnan eftir aðskilnað eða skilnað. Þekkt er að þetta hefur hrikalegar og varanlegar afleiðingar fyrir fjölskyldur og ekki síst fyrir börn. Fyrir ekki svo löngu síðan urðum við vitni að slíku máli hérlendis og má segja að samfélagið hafi skipst í fylkingar í málinu. Helstu einkenni: Helstu einkenni foreldraútilokunar eru meðal annars þær að barnið lýsir yfir vanþóknun á hinu útilokaða foreldri til að þóknast hinu. Yfirlýsingarnar eru ekki í samræmi við raunverulegar aðstæður heldur hugsaðar til að friðþægja það foreldri sem beitir útilokun. Barnið heldur því fram að skoðanir þess séu þeirra eigin meðan svo er ekki. Ágreiningur: Sérfræðinga greinir á um hversu algeng foreldraútilokun er en það er mat þeirra að í kringum 11% til 25% fullorðinna hafi orðið fyrir óafturkræfri foreldraútilokun meðan önnur fundið fyrir alvarlegum einkennum útilokunar frá börnunum sínum. Þessar tölur varpa ljósi á hversu víðtæk foreldraútilokun er, hversu erfitt er að meta útbreiðsluna og einnig hversu vel falið þetta er í samfélaginu. Nýleg, hérlend, rannsókn, sýnir að bæði kynin falla í þessa gryfju. Skiptingin er í grófum dráttum jöfn milli kynjanna. Þetta atriði er mikilvægt að hafa í huga. Einnig er rétt að ítreka að foreldraútilokun nær ekki utan um ofbeldi hverskonar af hendi maka sem réttlætt getur aðskilnað makans frá barni. Hver er staðan: Eins og staðan er er foreldraútilokun ekki flokkuð sem geðröskun, en talið er að hún stafi af ýmsum þáttum. Tilfinningalegur órói, óuppgerðar tilfinningar – reiði, afbrýðisemi og óvissa geta verið kveikja að foreldraútilokun. Í dag eru bandarískir sálfræðingar að rannsaka fylgni þess að foreldri sem beitir útilokun hafi alist upp við erfitt og krefjandi fjölskylduumhverfi. Meðal afleiðingin er vangeta til að takast á við erfiða skilnaði sem enginn vill þurfa að glíma við. Ef rétt reynist - sem ekki er full kannað - mætti segja að foreldrar sem beita útilokun hafi mögulega orðið bráð erfiðra fjölskylduaðstæðna í æsku. Vitundarvakningin: Undanfarna tvo áratugi hefur vitundarvakning og þekking á hegðuninni vaxið og í dag er það svo að mörg útilokuð foreldri leita réttar síns. Erlendis fjölgar þeim málum þar sem dómstólar viðurkenna foreldraútilokun sem eina tegund ofbeldis og þá ekki síst gagnvart börnunum. Það er því mjög mikilvægt að við, hvert og eitt, kynnum okkur málið. Lögfræðingar, meðferðaraðilar og félagsráðgjafar ættu sem best að leita sér aukinnar þekkingar. Ótti fagaðila við umræðu: Því miður er það þannig að margir fagaðilar veigra sér við því að ræða þetta á opinberum vettvangi vegna harkalegra viðbragða fólks og félagasamtaka. Félagasamtökin Líf án ofbeldis hafa beitt sér mjög í þessum efnum og mörgu fagfólki finnst heillavænlegra að blanda sér ekki í umræðuna. Dæmi eru um tilraunir til að hafa áhrif á rannsóknir, eitthvað sem verður að teljast fáheyrt í fræðasamfélagi eins og við viljum vera. Gott dæmi um þetta er grein í Heimildinni.is, númer 10416. Þrátt fyrir töluverðar framfarir á enn eftir að takast á við áskoranir: Allt of mörg tilfelli eru ekki greind rétt og því ekki meðhöndluð með viðeigandi hætti. Gott dæmi um þetta er málið sem vísað var í upphafi greinarinnar. Væntanlega er það vegna skorts á þekkingu, frekar en vilja til að líta fram hjá staðreyndum. Aðkoma yfirvalda: Barnaverndir virðast ekki taka á þessum málum og mögulega er það ekki á þeirra verksviði að gera það meðan ekki liggur fyrir staðfesting samfélagsins að í rauninni er um andlegt ofbeldi gagnvart barni að ræða. Sýslumönnum er fengið þetta verkefni, en mörg útilokuð foreldri hafa gengið bónleið til búðar þaðan. Á meðan verður stór hópur barna hjálparlaust að takast á við vanlíðanina sem fylgir. Aukum þekkingu, skilning og samstöðu: Eins og alltaf er mikilvægt að horfa á það sem barninu er fyrir bestu. Það er forritað í grunneðli okkar að elska og leita skjóls hjá báðum foreldrum. Sé annað foreldrið slitið út úr lífi barnsins er ekki við góðu að búast og það sem verra er að barnið gæti beitt sömu aðferðum komist það í sömu stöðu og foreldrið. Þannig grær og dvelur þetta böl með okkur um alla framtíð. Við skulum öll tala fyrir börnum og foreldrum sem lent hafa í þessum þögla faraldri og vinna að heilbrigðari fjölskyldum og einstaklingum. Höfundur er verkfræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Foreldraútilokun er hugtak sem varð til í kringum 1980 og vísar í aðstæður þar sem annað foreldrið vélar með barn til að hafna hinu foreldrinu, gjarnan eftir aðskilnað eða skilnað. Þekkt er að þetta hefur hrikalegar og varanlegar afleiðingar fyrir fjölskyldur og ekki síst fyrir börn. Fyrir ekki svo löngu síðan urðum við vitni að slíku máli hérlendis og má segja að samfélagið hafi skipst í fylkingar í málinu. Helstu einkenni: Helstu einkenni foreldraútilokunar eru meðal annars þær að barnið lýsir yfir vanþóknun á hinu útilokaða foreldri til að þóknast hinu. Yfirlýsingarnar eru ekki í samræmi við raunverulegar aðstæður heldur hugsaðar til að friðþægja það foreldri sem beitir útilokun. Barnið heldur því fram að skoðanir þess séu þeirra eigin meðan svo er ekki. Ágreiningur: Sérfræðinga greinir á um hversu algeng foreldraútilokun er en það er mat þeirra að í kringum 11% til 25% fullorðinna hafi orðið fyrir óafturkræfri foreldraútilokun meðan önnur fundið fyrir alvarlegum einkennum útilokunar frá börnunum sínum. Þessar tölur varpa ljósi á hversu víðtæk foreldraútilokun er, hversu erfitt er að meta útbreiðsluna og einnig hversu vel falið þetta er í samfélaginu. Nýleg, hérlend, rannsókn, sýnir að bæði kynin falla í þessa gryfju. Skiptingin er í grófum dráttum jöfn milli kynjanna. Þetta atriði er mikilvægt að hafa í huga. Einnig er rétt að ítreka að foreldraútilokun nær ekki utan um ofbeldi hverskonar af hendi maka sem réttlætt getur aðskilnað makans frá barni. Hver er staðan: Eins og staðan er er foreldraútilokun ekki flokkuð sem geðröskun, en talið er að hún stafi af ýmsum þáttum. Tilfinningalegur órói, óuppgerðar tilfinningar – reiði, afbrýðisemi og óvissa geta verið kveikja að foreldraútilokun. Í dag eru bandarískir sálfræðingar að rannsaka fylgni þess að foreldri sem beitir útilokun hafi alist upp við erfitt og krefjandi fjölskylduumhverfi. Meðal afleiðingin er vangeta til að takast á við erfiða skilnaði sem enginn vill þurfa að glíma við. Ef rétt reynist - sem ekki er full kannað - mætti segja að foreldrar sem beita útilokun hafi mögulega orðið bráð erfiðra fjölskylduaðstæðna í æsku. Vitundarvakningin: Undanfarna tvo áratugi hefur vitundarvakning og þekking á hegðuninni vaxið og í dag er það svo að mörg útilokuð foreldri leita réttar síns. Erlendis fjölgar þeim málum þar sem dómstólar viðurkenna foreldraútilokun sem eina tegund ofbeldis og þá ekki síst gagnvart börnunum. Það er því mjög mikilvægt að við, hvert og eitt, kynnum okkur málið. Lögfræðingar, meðferðaraðilar og félagsráðgjafar ættu sem best að leita sér aukinnar þekkingar. Ótti fagaðila við umræðu: Því miður er það þannig að margir fagaðilar veigra sér við því að ræða þetta á opinberum vettvangi vegna harkalegra viðbragða fólks og félagasamtaka. Félagasamtökin Líf án ofbeldis hafa beitt sér mjög í þessum efnum og mörgu fagfólki finnst heillavænlegra að blanda sér ekki í umræðuna. Dæmi eru um tilraunir til að hafa áhrif á rannsóknir, eitthvað sem verður að teljast fáheyrt í fræðasamfélagi eins og við viljum vera. Gott dæmi um þetta er grein í Heimildinni.is, númer 10416. Þrátt fyrir töluverðar framfarir á enn eftir að takast á við áskoranir: Allt of mörg tilfelli eru ekki greind rétt og því ekki meðhöndluð með viðeigandi hætti. Gott dæmi um þetta er málið sem vísað var í upphafi greinarinnar. Væntanlega er það vegna skorts á þekkingu, frekar en vilja til að líta fram hjá staðreyndum. Aðkoma yfirvalda: Barnaverndir virðast ekki taka á þessum málum og mögulega er það ekki á þeirra verksviði að gera það meðan ekki liggur fyrir staðfesting samfélagsins að í rauninni er um andlegt ofbeldi gagnvart barni að ræða. Sýslumönnum er fengið þetta verkefni, en mörg útilokuð foreldri hafa gengið bónleið til búðar þaðan. Á meðan verður stór hópur barna hjálparlaust að takast á við vanlíðanina sem fylgir. Aukum þekkingu, skilning og samstöðu: Eins og alltaf er mikilvægt að horfa á það sem barninu er fyrir bestu. Það er forritað í grunneðli okkar að elska og leita skjóls hjá báðum foreldrum. Sé annað foreldrið slitið út úr lífi barnsins er ekki við góðu að búast og það sem verra er að barnið gæti beitt sömu aðferðum komist það í sömu stöðu og foreldrið. Þannig grær og dvelur þetta böl með okkur um alla framtíð. Við skulum öll tala fyrir börnum og foreldrum sem lent hafa í þessum þögla faraldri og vinna að heilbrigðari fjölskyldum og einstaklingum. Höfundur er verkfræðingur á eftirlaunum.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar