Sálfræðingur íslenska Ólympíuliðsins lætur trúðana í Bestu deildinni heyra það Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. ágúst 2024 07:00 Hafrún Kristjánsdóttir hefur fengið nóg af trúðslátum þjálfara í Bestu deild karla í knattspyrnu. Vísir Hafrún Kristjánsdóttir, prófessor og deildarforseti við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík ásamt því að vera sálfræðingur íslenska Ólympíuliðsins, hefur fengið nóg af því þegar þjálfarar í Bestu deild karla í knattspyrnu haga sér eins og trúðar á hliðarlínunni. Hafrún er vægast sagt vel kunn íþróttum enda verið tengd þeim nær allt sitt líf. Áður en hún hóf störf við íþróttafræðideild HR þá lék hún handbolta lengi vel. Hafrún skilur vel að íþróttafólk og þjálfarar sýni miklar tilfinningar innan vallar eða utan, það er að segja á hliðarlínunni, en hún hefur fengið sig fullsadda af mönnum sem haga sér ítrekað eins og trúðar. Ritaði hún pistil á Facebook-síðu sína sem ber heitið: „Rant þriðja ársfjórðungs.“ Ekki kemur fram í pistlinum - sem lesa má í heild sinni neðst í fréttinni - hvaða korn nákvæmlega fyllti mælinn hjá Hafrúnu en að öllum líkindum er um að ræða þegar Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, var rekinn af velli gegn Vestra á dögunum. En að pistli Hafrúnar, hann hefst á þessa leið: „Síðstu tvö eða þrjú tímabil hafa ítrekað komið upp atvik þar sem þjálfarar í tveimur efstu deildum í íslenskum karla fótbolta haga sér eins og trúðar. Þeir gjörsamlega missa stjórn á skapi sínu, og gera hluti sem hvergi annars staðar en á hliðarlínunni væru taldir ásættanlegir.“ Hún gagnrýnir að vissu leyti umfjöllun um téð „skapofsaköst fullorðinna manna í ábyrgðastöðu“ því að oftar en ekki sé þeim einfaldlega sópað undir teppið sökum þess hversu mikið sé undir í ákveðnum leik og að það verði nú að vera ástríða í íþróttum. „Hvergi annars staðar væru svona afsakanir á ofsafenginni hegðun teknar gildar“ „Aftur, hvergi annars staðar væru svona afsakanir á ofsafenginni hegðun teknar gildar - þær þættu í flestum tilfellum fáranlegar og þá eru flestar íþróttagreinar heims meðtaldar. Það er ekki þannig að ef þú hafir mikla ástríðu fyrir einhverju að þá sé bara eðlilegt að taka brjálæðisköst.“ Í kjölfarið nefnir Hafrún þjálfara í hæsta gæðaflokki sem „haga sér sjaldan eða aldrei svona.“ Nefndir til sögunnar eru þeir Þórir Hergeirsson (þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta) og Alfreð Gíslason (þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta). Þá nefnir Hafrún menn sem standa sér eflaust örlítið nær en Hlíðarendi, heimavöllur Vals, er steinsnar frá HR og þá er Hafrún gallharður Valsari þrátt fyrir að vera úr Breiðholtinu og búa í 101. Mennirnir sem um er ræðir eru Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari meistaraflokks Vals í handbolta, og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari meistaraflokks Vals í körfubolta. „Ég get alveg lofað ykkur því að þessir menn hafa mikla ástríðu og það er hellingur undir hjá þeim líka. Munurinn á þeim og þeim fótboltaþjálfurum sem haga sér, jafnvel ítrekað, eins og trúðar er að þeir hafa ásættanlega færni í tilfinningastjórnun. Tilfinningastjórnun er einmitt hæfni sem er afskaplega mikilvæg í íþróttum,“ bætir Hafrún við. „Gæti látið lífið úr kjánahrolli ef þetta heldur mikið svona áfram“ Hafrún tekur fram að þó þjálfarar eigi það til að missa sig í öðrum íþróttagreinum en fótbolta þá hafi hún ekki séð þjálfara „missa sig gjörsamlega“ nema þegar kemur að fótbolta. Tekur hún dæmi úr nærumhverfi sínu: „Ég sat við hliðina á þjálfara sundmanns sem var dæmdur ógildur í sundkeppni á Ólympíuleikunum. Hann var svekktur, mögulega ekki sammála ákvörðun dómarans en hafði fullkomna stjórn á tilfinningum sínum. Það var meira undir í þessu sundi en í leik Vestra og Víkings - því get ég lofað ykkur,“ segir Hafrún og segist geta tekið dæmi úr öðrum greinum líkt og frjálsum íþróttum eða fimleikum. Í kjölfarið tekur Hafrún fram að hún hafi gaman að íslenskum fótbolta en hún fær hins vegar „kjánahroll þegar þessi trúðslæti byrja og svo umræðan í kjölfarið. Ég held að það sé vandamál að það er, að minnsta kosti að hluta til, samfélagslega viðurkennt að þjálfarar megi haga sér svona á hliðarlínunni, þess vegna leyfa þeir sér að haga sér eins og fífl. Það er ekki gott,“ segir Hafrún undir lok pistilsins. Að endingu biður hún þjálfara Bestu deildar karla að „hysja upp um sig, æfa sig að hafa lágmarksstjórn á tilfinningum sínum og vonandi í kjölfarið að hætta að haga sér eins og trúðar. Ég gæti látið lífið úr kjánahrolli ef þetta heldur mikið svona áfram.“ Eðlilega hefur pistill Hafrúnar - sem er í heild sinni hér að ofan - vakið mikla athygli. Yfir 200 manns hafa sett Like á hana og þá hefur fjöldinn allur af fólki tjáð sig í kommentakerfinu. Bergsteinn Sigurðsson, umsjónarmaður Kastljóss, ritar: „Það er fátt hlægilegra en fullorðinn karl sem er klæddur eins og leikskólakrakki, nánast með merkta húfu og allt, að taka æðiskast á hliðarlínunni.“ Sigurbjörn Árni þekkir hver sá Íslendingur sem hefur snefil af íþróttaáhuga.Vísir. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, íþróttalýsandi með meiru og skólastjóri, fer í heldur alvarlegri málefni: „Ég velti nú félögunum (klúbbunum) fyrir mér líka. Fyrir hvað standa þeir? Hvers konar ímynd vilja þeir hafa? Hvers konar fyrirmyndir vilja þeir hafa fyrir iðkendur yngri flokka? Gegnum gangandi taka klúbbarnir ekki á þessu. KA fordæmdi t.d. ekki á sínum tíma hegðun Arnars Grétarssonar ganvart foreldri sem kom að sækja barn á æfingu daginn eftir leik þar sem þetta sama foreldri hafði gert mistök sem dómari.“ Þá er Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, síðastur að tjá sig í kommentakarfinu þegar þessi frétt er skrifuð. Hann telur að umfjöllun skipti hér miklu máli: „Sammála, en „trúðarnir“ eins og þú kýst að kalla þá leynast nú víða (í samfélaginu) og finnast líka í handbolta, körfunni og á samfélagsmiðlum eins og alltof mörg dæmi sanna. Hinsvegar er umfjöllun um fótbolta svo miklu meiri en um handbolta og körfu þ.a.l verða svona vond atvik eftirtektarverðari fyrir vikið.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Arnar í þriggja leikja bann fyrir bræðikast sitt Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings R., fær ekki að stýra liðinu í næstu þremur deildarleikjum eftir að hann var í dag úrskurðaður í leikbann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. 13. ágúst 2024 16:54 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Hafrún er vægast sagt vel kunn íþróttum enda verið tengd þeim nær allt sitt líf. Áður en hún hóf störf við íþróttafræðideild HR þá lék hún handbolta lengi vel. Hafrún skilur vel að íþróttafólk og þjálfarar sýni miklar tilfinningar innan vallar eða utan, það er að segja á hliðarlínunni, en hún hefur fengið sig fullsadda af mönnum sem haga sér ítrekað eins og trúðar. Ritaði hún pistil á Facebook-síðu sína sem ber heitið: „Rant þriðja ársfjórðungs.“ Ekki kemur fram í pistlinum - sem lesa má í heild sinni neðst í fréttinni - hvaða korn nákvæmlega fyllti mælinn hjá Hafrúnu en að öllum líkindum er um að ræða þegar Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, var rekinn af velli gegn Vestra á dögunum. En að pistli Hafrúnar, hann hefst á þessa leið: „Síðstu tvö eða þrjú tímabil hafa ítrekað komið upp atvik þar sem þjálfarar í tveimur efstu deildum í íslenskum karla fótbolta haga sér eins og trúðar. Þeir gjörsamlega missa stjórn á skapi sínu, og gera hluti sem hvergi annars staðar en á hliðarlínunni væru taldir ásættanlegir.“ Hún gagnrýnir að vissu leyti umfjöllun um téð „skapofsaköst fullorðinna manna í ábyrgðastöðu“ því að oftar en ekki sé þeim einfaldlega sópað undir teppið sökum þess hversu mikið sé undir í ákveðnum leik og að það verði nú að vera ástríða í íþróttum. „Hvergi annars staðar væru svona afsakanir á ofsafenginni hegðun teknar gildar“ „Aftur, hvergi annars staðar væru svona afsakanir á ofsafenginni hegðun teknar gildar - þær þættu í flestum tilfellum fáranlegar og þá eru flestar íþróttagreinar heims meðtaldar. Það er ekki þannig að ef þú hafir mikla ástríðu fyrir einhverju að þá sé bara eðlilegt að taka brjálæðisköst.“ Í kjölfarið nefnir Hafrún þjálfara í hæsta gæðaflokki sem „haga sér sjaldan eða aldrei svona.“ Nefndir til sögunnar eru þeir Þórir Hergeirsson (þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta) og Alfreð Gíslason (þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta). Þá nefnir Hafrún menn sem standa sér eflaust örlítið nær en Hlíðarendi, heimavöllur Vals, er steinsnar frá HR og þá er Hafrún gallharður Valsari þrátt fyrir að vera úr Breiðholtinu og búa í 101. Mennirnir sem um er ræðir eru Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari meistaraflokks Vals í handbolta, og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari meistaraflokks Vals í körfubolta. „Ég get alveg lofað ykkur því að þessir menn hafa mikla ástríðu og það er hellingur undir hjá þeim líka. Munurinn á þeim og þeim fótboltaþjálfurum sem haga sér, jafnvel ítrekað, eins og trúðar er að þeir hafa ásættanlega færni í tilfinningastjórnun. Tilfinningastjórnun er einmitt hæfni sem er afskaplega mikilvæg í íþróttum,“ bætir Hafrún við. „Gæti látið lífið úr kjánahrolli ef þetta heldur mikið svona áfram“ Hafrún tekur fram að þó þjálfarar eigi það til að missa sig í öðrum íþróttagreinum en fótbolta þá hafi hún ekki séð þjálfara „missa sig gjörsamlega“ nema þegar kemur að fótbolta. Tekur hún dæmi úr nærumhverfi sínu: „Ég sat við hliðina á þjálfara sundmanns sem var dæmdur ógildur í sundkeppni á Ólympíuleikunum. Hann var svekktur, mögulega ekki sammála ákvörðun dómarans en hafði fullkomna stjórn á tilfinningum sínum. Það var meira undir í þessu sundi en í leik Vestra og Víkings - því get ég lofað ykkur,“ segir Hafrún og segist geta tekið dæmi úr öðrum greinum líkt og frjálsum íþróttum eða fimleikum. Í kjölfarið tekur Hafrún fram að hún hafi gaman að íslenskum fótbolta en hún fær hins vegar „kjánahroll þegar þessi trúðslæti byrja og svo umræðan í kjölfarið. Ég held að það sé vandamál að það er, að minnsta kosti að hluta til, samfélagslega viðurkennt að þjálfarar megi haga sér svona á hliðarlínunni, þess vegna leyfa þeir sér að haga sér eins og fífl. Það er ekki gott,“ segir Hafrún undir lok pistilsins. Að endingu biður hún þjálfara Bestu deildar karla að „hysja upp um sig, æfa sig að hafa lágmarksstjórn á tilfinningum sínum og vonandi í kjölfarið að hætta að haga sér eins og trúðar. Ég gæti látið lífið úr kjánahrolli ef þetta heldur mikið svona áfram.“ Eðlilega hefur pistill Hafrúnar - sem er í heild sinni hér að ofan - vakið mikla athygli. Yfir 200 manns hafa sett Like á hana og þá hefur fjöldinn allur af fólki tjáð sig í kommentakerfinu. Bergsteinn Sigurðsson, umsjónarmaður Kastljóss, ritar: „Það er fátt hlægilegra en fullorðinn karl sem er klæddur eins og leikskólakrakki, nánast með merkta húfu og allt, að taka æðiskast á hliðarlínunni.“ Sigurbjörn Árni þekkir hver sá Íslendingur sem hefur snefil af íþróttaáhuga.Vísir. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, íþróttalýsandi með meiru og skólastjóri, fer í heldur alvarlegri málefni: „Ég velti nú félögunum (klúbbunum) fyrir mér líka. Fyrir hvað standa þeir? Hvers konar ímynd vilja þeir hafa? Hvers konar fyrirmyndir vilja þeir hafa fyrir iðkendur yngri flokka? Gegnum gangandi taka klúbbarnir ekki á þessu. KA fordæmdi t.d. ekki á sínum tíma hegðun Arnars Grétarssonar ganvart foreldri sem kom að sækja barn á æfingu daginn eftir leik þar sem þetta sama foreldri hafði gert mistök sem dómari.“ Þá er Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, síðastur að tjá sig í kommentakarfinu þegar þessi frétt er skrifuð. Hann telur að umfjöllun skipti hér miklu máli: „Sammála, en „trúðarnir“ eins og þú kýst að kalla þá leynast nú víða (í samfélaginu) og finnast líka í handbolta, körfunni og á samfélagsmiðlum eins og alltof mörg dæmi sanna. Hinsvegar er umfjöllun um fótbolta svo miklu meiri en um handbolta og körfu þ.a.l verða svona vond atvik eftirtektarverðari fyrir vikið.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Arnar í þriggja leikja bann fyrir bræðikast sitt Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings R., fær ekki að stýra liðinu í næstu þremur deildarleikjum eftir að hann var í dag úrskurðaður í leikbann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. 13. ágúst 2024 16:54 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Arnar í þriggja leikja bann fyrir bræðikast sitt Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings R., fær ekki að stýra liðinu í næstu þremur deildarleikjum eftir að hann var í dag úrskurðaður í leikbann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. 13. ágúst 2024 16:54