Ósammála um hvort árekstur hefði orðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2024 15:42 Frá vettvangi árekstursins í Þverholti í Mosfellsbæ. Tíu slösuðust í jafnmörgum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Ökumanni og notanda rafhlaupahjóls greinir á um hvort árekstur hafi orðið í Nóatúni. Alls var tilkynnt um 33 umferðaróhöpp í vikunni 4. til 10. ágúst á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur tekið saman þau tíu þar sem fólk varð fyrir hnjaski. Ölvun á rafhlaupahjóli og ekið á hjólreiðamann á gangbraut Að morgni sunnudags 4. ágúst klukkan korter yfir fimm féll maður af rafmagnshlaupahjóli í Hafnarstræti í Reykjavík. Hjólreiðamaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild. Þriðjudagsmorgun 6. ágúst upp úr klukkan hálf átta féll hjólreiðamaður af reiðhjóli á Hverfisgötu í Hafnarfirði. Hann var fluttur á slysadeild. Þrjú umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 7. ágúst. Klukkan níu um morguninn varð árekstur ökumanns og hjólreiðamanns á gatnamótum Langarima og Klukkurima í Grafarvogi. Ökumaður hugðist beygja Langarima til norðurs en hjólreiðarmaðurinn hjólaði á sama tíma yfir hraðahindrun. Úr varð árekstur. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild en hann var ekki með hjálm að sögn lögreglu. Árekstur eða ekki? Í síðdegisumferðinni upp úr klukkan fimm var bíl ekið vestur Borgartún að hringtorgi við Nóatún og síðan beygt suður Nóatún. Á sama tíma fór maður á rafmagnshlaupahjóli austur Borgartún á göngustíg, inn á merkta gangbraut sem þverar Nóatún og þá varð árekstur með þeim. Ökumanninum og manninum á rafhlaupahjólinu ber ekki saman um málsatvik. Sá fyrrnefndi sagði engan árekstur hafa orðið, en hinn sagði hið gagnstæða. Sá síðarnefndi var fluttur á slysadeild. Upp úr klukkan átta um kvöldið varð svo árekstur bíls og reiðhjóls í Laxatungu í Mosfellsbæ, við Kvíslartungu. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Aðfaranótt fimmtudagsins 8. ágúst féll maður af rafmagnshlaupahjóli á göngustíg á milli Stekkjarbakka og Elliðaár í Reykjavík. Hann er grunaður um ölvun og var fluttur á slysadeild. Ekið á rafmagnsreiðhjól Tvö umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 9. ágúst. Á áttunda tímanum um morguninn féll hjólreiðamaður af reiðhjóli þegar hann rakst utan í annað reiðhjól þar sem hjólahópur var á ferðinni á Bæjarbraut í Garðabæ, nærri Krókamýri. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Á öðrum tímanum eftir hádegið var bíl ekið vestur Þverholt í Mosfellsbæ, frá hringtorgi við Vesturlandsveg, og aftan á annan bíl sem var kyrrstæður vegna umferðar fram undan. Ökumaður fremri bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Tvö umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 10. ágúst. Á sjöunda tímanum um kvöldið var bíl ekið á bílastæði við Skógarlind í Kópavogi og á rafmagnsreiðhjól. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Upp úr klukkan átta var svo bíl ekið um Veltusund í Reykjavík og utan í gangandi vegfaranda. Hann var fluttur á slysadeild. Lögregla vekur sem fyrr athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög. Samgönguslys Umferð Rafhlaupahjól Hjólreiðar Bílar Reykjavík Garðabær Mosfellsbær Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Sjá meira
Alls var tilkynnt um 33 umferðaróhöpp í vikunni 4. til 10. ágúst á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur tekið saman þau tíu þar sem fólk varð fyrir hnjaski. Ölvun á rafhlaupahjóli og ekið á hjólreiðamann á gangbraut Að morgni sunnudags 4. ágúst klukkan korter yfir fimm féll maður af rafmagnshlaupahjóli í Hafnarstræti í Reykjavík. Hjólreiðamaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild. Þriðjudagsmorgun 6. ágúst upp úr klukkan hálf átta féll hjólreiðamaður af reiðhjóli á Hverfisgötu í Hafnarfirði. Hann var fluttur á slysadeild. Þrjú umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 7. ágúst. Klukkan níu um morguninn varð árekstur ökumanns og hjólreiðamanns á gatnamótum Langarima og Klukkurima í Grafarvogi. Ökumaður hugðist beygja Langarima til norðurs en hjólreiðarmaðurinn hjólaði á sama tíma yfir hraðahindrun. Úr varð árekstur. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild en hann var ekki með hjálm að sögn lögreglu. Árekstur eða ekki? Í síðdegisumferðinni upp úr klukkan fimm var bíl ekið vestur Borgartún að hringtorgi við Nóatún og síðan beygt suður Nóatún. Á sama tíma fór maður á rafmagnshlaupahjóli austur Borgartún á göngustíg, inn á merkta gangbraut sem þverar Nóatún og þá varð árekstur með þeim. Ökumanninum og manninum á rafhlaupahjólinu ber ekki saman um málsatvik. Sá fyrrnefndi sagði engan árekstur hafa orðið, en hinn sagði hið gagnstæða. Sá síðarnefndi var fluttur á slysadeild. Upp úr klukkan átta um kvöldið varð svo árekstur bíls og reiðhjóls í Laxatungu í Mosfellsbæ, við Kvíslartungu. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Aðfaranótt fimmtudagsins 8. ágúst féll maður af rafmagnshlaupahjóli á göngustíg á milli Stekkjarbakka og Elliðaár í Reykjavík. Hann er grunaður um ölvun og var fluttur á slysadeild. Ekið á rafmagnsreiðhjól Tvö umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 9. ágúst. Á áttunda tímanum um morguninn féll hjólreiðamaður af reiðhjóli þegar hann rakst utan í annað reiðhjól þar sem hjólahópur var á ferðinni á Bæjarbraut í Garðabæ, nærri Krókamýri. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Á öðrum tímanum eftir hádegið var bíl ekið vestur Þverholt í Mosfellsbæ, frá hringtorgi við Vesturlandsveg, og aftan á annan bíl sem var kyrrstæður vegna umferðar fram undan. Ökumaður fremri bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Tvö umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 10. ágúst. Á sjöunda tímanum um kvöldið var bíl ekið á bílastæði við Skógarlind í Kópavogi og á rafmagnsreiðhjól. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Upp úr klukkan átta var svo bíl ekið um Veltusund í Reykjavík og utan í gangandi vegfaranda. Hann var fluttur á slysadeild. Lögregla vekur sem fyrr athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.
Samgönguslys Umferð Rafhlaupahjól Hjólreiðar Bílar Reykjavík Garðabær Mosfellsbær Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Sjá meira