Segir tortímingu eða uppgjöf Hezbollah einu lausnina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. september 2024 08:11 Netanyahu og Smotrich ráða ráðum sínum. epa/Ronen Zvulun Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, hefur hafnað tillögum Bandaríkjamanna og Frakka um þriggja vikna hlé á átökum milli Ísrael og Hezbollah. Ráðherrann segir í færslu á samfélagsmiðlum að aðgerðir Ísraelsmanna í norðurhluta landsins geti aðeins endað með tortímingu Hezbollah, til að koma í veg fyrir að samtökin valdi íbúum á svæðinu meiri skaða. Ekki megi gefa Hezbolla ráðrúm til að ná aftur vopnum sínum eftir högg síðustu daga og vikna. Uppgjöf Hezbollah sé eina leiðin til að tryggja öryggi í norðurhluta Ísrael. Ekki er ljóst hvort um er að ræða formlega afstöðu Ísraelsstjórnar en segja má að ríkisstjórnin sé klofin í mis-herskáar fylkingar. Smotrich er meðal þeirra sem vill ganga lengst gegn Hamas og Hezbollah og hefur það markmið lífs síns að koma í veg fyrir stofnun Palestínuríkis. Leiðtogar í norðurhluta Ísrael, þaðan sem íbúar hafa neyðst til að flýja síðustu mánuði vegna árása Hezbollah, hafa sömuleiðis hafnað vopnahléi. „Það er tími fyrir samningaviðræður, þetta er ekki sá tími. Þetta er tími fyrir stríð. Við megum ekki láta undan alþjóðlegum þrýstingi,“ segir formaður héraðsstjórnar Efri-Galíleu. Ísraelsher sagðist í morgun hafa ráðist gegn 75 skotmörkum Hezbollah í Beqaa og suðurhluta Líbanon. Yfirvöld í Líbanon segja fjóra hafa látist í árásunum, sem eru sagðar hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum, vopnageymslum og fleiri innviðum. Vopnahléstillaga Bandaríkjanna og Frakklands gengur út á að koma á tímabundnum friði til að greiða fyrir viðameiri samningaviðræðum um varanlegum friði á svæðinu. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skóf ekki utan af því á öryggisráðsfundi í gær og sagði „allt að fara til fjandans í Líbanon“. Háttsettur embættismaður innan stjórnkerfisins í Bandaríkjunum sagði í gærkvöldi að von væri á formlegum svörum frá Ísrael og Hezbollah „á næstu klukkkustundum“. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Frakkland Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Ráðherrann segir í færslu á samfélagsmiðlum að aðgerðir Ísraelsmanna í norðurhluta landsins geti aðeins endað með tortímingu Hezbollah, til að koma í veg fyrir að samtökin valdi íbúum á svæðinu meiri skaða. Ekki megi gefa Hezbolla ráðrúm til að ná aftur vopnum sínum eftir högg síðustu daga og vikna. Uppgjöf Hezbollah sé eina leiðin til að tryggja öryggi í norðurhluta Ísrael. Ekki er ljóst hvort um er að ræða formlega afstöðu Ísraelsstjórnar en segja má að ríkisstjórnin sé klofin í mis-herskáar fylkingar. Smotrich er meðal þeirra sem vill ganga lengst gegn Hamas og Hezbollah og hefur það markmið lífs síns að koma í veg fyrir stofnun Palestínuríkis. Leiðtogar í norðurhluta Ísrael, þaðan sem íbúar hafa neyðst til að flýja síðustu mánuði vegna árása Hezbollah, hafa sömuleiðis hafnað vopnahléi. „Það er tími fyrir samningaviðræður, þetta er ekki sá tími. Þetta er tími fyrir stríð. Við megum ekki láta undan alþjóðlegum þrýstingi,“ segir formaður héraðsstjórnar Efri-Galíleu. Ísraelsher sagðist í morgun hafa ráðist gegn 75 skotmörkum Hezbollah í Beqaa og suðurhluta Líbanon. Yfirvöld í Líbanon segja fjóra hafa látist í árásunum, sem eru sagðar hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum, vopnageymslum og fleiri innviðum. Vopnahléstillaga Bandaríkjanna og Frakklands gengur út á að koma á tímabundnum friði til að greiða fyrir viðameiri samningaviðræðum um varanlegum friði á svæðinu. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skóf ekki utan af því á öryggisráðsfundi í gær og sagði „allt að fara til fjandans í Líbanon“. Háttsettur embættismaður innan stjórnkerfisins í Bandaríkjunum sagði í gærkvöldi að von væri á formlegum svörum frá Ísrael og Hezbollah „á næstu klukkkustundum“.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Frakkland Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent