Af „tapi“ Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar 30. september 2024 09:03 Í Morgunblaðinu 26. september síðastliðinn sakaði forstjóri Landsvirkjunar þau, sem vilja verja Þjórsá og lífríki hennar fyrir óafturkræfum áhrifum Hvammsvirkjunar, um að valda fyrirtækinu og íslensku samfélagi milljarða króna „tapi“ vegna meintra „tafa“ við byggingu virkjunarinnar. Þrátt fyrir hundalógíkina sem felst í þessum ásökunum skulum við umræðunnar vegna taka hana aðeins lengra. Árið 2015 sendi Landsvirkjun meðfylgjandi skjal með virkjanaáætlunum sínum til Landsnets (sem var þá raunar í meirihlutaeigu Landsvirkjunar) þar sem síðarnefnda fyrirtækið vann að kerfisáætlun sinni. Í áætlunum sínum sagðist Landsvirkjun gera ráð fyrir að reisa 15 nýjar virkjanir á árunum 2015–2024 og auka með þeim uppsett afl sitt um tæp 1100 MW og raforkuframleiðsluna um 7000 GWst/ári (um 50% aukning á þáverandi afli og raforkuframleiðslu fyrirtæksins). Inni í þessum áætlunum voru m.a. virkjun í Bjarnarflagi við Mývatn, þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár, Búrfellslundur, virkjun Hólmsár, Skrokkölduvirkjun, jarðhitavirkjun uppi við Hágöngulón og virkjun Stóru-Laxár sem Landsvirkjun gerði ráð fyrir að gangsetja árið 2024. Skemmst er frá því að segja að aðeins tvær virkjanir á þessu níu ára gamla plani eru komnar í gagnið; Þeistareykjavirkjun og stækkun Búrfellsvirkjunar. Hvert telur Landsvirkjun að „tapið“ sé af því að hinar hafi ekki verið reistar og hverjum er hægt að kenna um? Stoppuðu náttúruverndarsinnar allar þessar framkvæmdir? Blessunarlega komst áætlunin ekki til framkvæmda enda eru þessar hugmyndir andstæðar allri heilbrigðri skynsemi. Hefði framkvæmdaáætlun Landsvirkjunar frá 2015 orðið að veruleika, hvað hefði það kostað almenning og atvinnulífið vegna þenslu og ofhitnunar hagkerfisins? Hvar væri Landsvirkjun stödd í dag ef fyrirtækið hefði hent hátt í 1000 milljörðum króna í 15 virkjanir sem hefðu yfirmettað algjörlega hinn lokaða íslenska raforkumarkað og orsakað gríðarlegt offramboð af raforku? Landsvirkjun sakar fólk, sem ber hag náttúru, lífríkis og samfélags fyrir brjósti, um að kosta fyrirtækið milljarða króna í ímynduðu „tapi“ ár hvert. En ef við horfum á loftkenndar og allt að því háskalegar framkvæmdahugmyndir fyrirtækisins þá væri raunar eðlilegra að snúa þessu við og spyrja: Hvað ætli náttúruverndarhreyfingin hafi „sparað“ íslensku samfélagi mikla fjármuni í gegnum tíðina með því að halda aftur af draumórakenndri framkvæmdagleði Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja sem taka raunverulegt tap náttúrunnar aldrei með í reikninginn? Er kannski kominn tími til að reikna dæmið í hina áttina? Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu 26. september síðastliðinn sakaði forstjóri Landsvirkjunar þau, sem vilja verja Þjórsá og lífríki hennar fyrir óafturkræfum áhrifum Hvammsvirkjunar, um að valda fyrirtækinu og íslensku samfélagi milljarða króna „tapi“ vegna meintra „tafa“ við byggingu virkjunarinnar. Þrátt fyrir hundalógíkina sem felst í þessum ásökunum skulum við umræðunnar vegna taka hana aðeins lengra. Árið 2015 sendi Landsvirkjun meðfylgjandi skjal með virkjanaáætlunum sínum til Landsnets (sem var þá raunar í meirihlutaeigu Landsvirkjunar) þar sem síðarnefnda fyrirtækið vann að kerfisáætlun sinni. Í áætlunum sínum sagðist Landsvirkjun gera ráð fyrir að reisa 15 nýjar virkjanir á árunum 2015–2024 og auka með þeim uppsett afl sitt um tæp 1100 MW og raforkuframleiðsluna um 7000 GWst/ári (um 50% aukning á þáverandi afli og raforkuframleiðslu fyrirtæksins). Inni í þessum áætlunum voru m.a. virkjun í Bjarnarflagi við Mývatn, þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár, Búrfellslundur, virkjun Hólmsár, Skrokkölduvirkjun, jarðhitavirkjun uppi við Hágöngulón og virkjun Stóru-Laxár sem Landsvirkjun gerði ráð fyrir að gangsetja árið 2024. Skemmst er frá því að segja að aðeins tvær virkjanir á þessu níu ára gamla plani eru komnar í gagnið; Þeistareykjavirkjun og stækkun Búrfellsvirkjunar. Hvert telur Landsvirkjun að „tapið“ sé af því að hinar hafi ekki verið reistar og hverjum er hægt að kenna um? Stoppuðu náttúruverndarsinnar allar þessar framkvæmdir? Blessunarlega komst áætlunin ekki til framkvæmda enda eru þessar hugmyndir andstæðar allri heilbrigðri skynsemi. Hefði framkvæmdaáætlun Landsvirkjunar frá 2015 orðið að veruleika, hvað hefði það kostað almenning og atvinnulífið vegna þenslu og ofhitnunar hagkerfisins? Hvar væri Landsvirkjun stödd í dag ef fyrirtækið hefði hent hátt í 1000 milljörðum króna í 15 virkjanir sem hefðu yfirmettað algjörlega hinn lokaða íslenska raforkumarkað og orsakað gríðarlegt offramboð af raforku? Landsvirkjun sakar fólk, sem ber hag náttúru, lífríkis og samfélags fyrir brjósti, um að kosta fyrirtækið milljarða króna í ímynduðu „tapi“ ár hvert. En ef við horfum á loftkenndar og allt að því háskalegar framkvæmdahugmyndir fyrirtækisins þá væri raunar eðlilegra að snúa þessu við og spyrja: Hvað ætli náttúruverndarhreyfingin hafi „sparað“ íslensku samfélagi mikla fjármuni í gegnum tíðina með því að halda aftur af draumórakenndri framkvæmdagleði Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja sem taka raunverulegt tap náttúrunnar aldrei með í reikninginn? Er kannski kominn tími til að reikna dæmið í hina áttina? Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar