Nýir aðilar ráðast í uppbyggingu Vesturbugtar Heimir Már Pétursson og Samúel Karl Ólason skrifa 7. október 2024 19:30 Fara á í mikla uppbyggingu á svæðinu. Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hefur gengið til samninga við M3 fasteignaþróun um uppbyggingu tæplega 200 íbúða í Vesturbugt við Slippinn í Reykjavík. Félagið greiðir samanlagt um 3,2 milljarða króna fyrir byggingaréttinn og gatnagerðargjöld. Vorið 2017 var undirritað samkomulag um uppbyggingu íbúða í Vesturburgt og áttu framkvæmdir að hefjast átján mánuðum síðar. Rétturinn endaði í höndum Kaldalóns og eftir að ekkert bólaði á framkvæmdum árum saman, rifti Reykjavíkurborg samningum við Kaldalón í júní í fyrra. Á lóðunum Hlésgötu 1 og 2 verða 177 íbúðir í 2-5 hæða húsum auk bílakjallara og um 1.420 fermetra af atvinnuhúsnæði. Byggingarréttur er seldur á rúmlega 2,8 milljarða og álögð gatnagerðargjöld eru um 330 milljónir. Greiðslur til Reykjavíkurborgar nema því um 3,2 milljörðum króna, samkvæmt tilkynningu frá borginni. „Að lágmarki 25 prósent íbúða á byggingarreitnum eiga að vera leiguíbúðir samkvæmt deiliskipulagi. Þar af eiga Félagsbústaðir kauprétt á allt að fjórtán íbúðum og Félagsstofnun stúdenta á kauprétt á allt að fimmtíu íbúðum,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri M3 fasteignaþróunar, sagði í fréttum Stöðvar 2 að framkvæmdir hefjist vonandi í mars á næsta ári. Fyrst þurfi byggingarleyfi en mögulega yrði hægt að afhenda fyrstu íbúðirnar síðla árs 2027. „Ég hef nú sagt að þetta sé síðasti þéttingarreiturinn, sem það er. Kannski fátítt að byggja íbúðir svona nálægt kyrrlátri höfn eins og hér er. Þannig að þetta er einstakt að mörgu leyti,“ sagði Örn. Gert er ráð fyrir að byggðin verði blönduð og þar verði íbúðir fyrir stúdenta og þar að auki verði alls konar íbúðir í boði. Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Uppbygging við Vesturbugt Tengdar fréttir Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Borgarráð hefur samþykkt tilboð M3 fasteignaþróunar ehf. í byggingarrétt við Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Heildargreiðslur til borgarinnar nema 3,2 milljörðum króna. Framkvæmdastjóri M3 kveðst spenntur fyrir uppbyggingu á því sem hann kallar síðasta þéttingarreit miðborgarinnar. 4. október 2024 10:18 Hillir loks undir framkvæmdir í Vesturbugt eftir sjö ára töf Félagið M3 fasteignaþróun var með hærra tilboð af tveimur í uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn sem opnuð voru á föstudag. Reykjavíkurborg rifti samningum við fyrri lóðarhafa sem sátu aðgerðarlausir í sjö ár eftir að hafa fengið lóðunum úthlutað til sín. 8. júlí 2024 12:58 Taka tvö í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur boðið út byggingarlóðir í Vesturbugt á ný. Borgin rifti samningi um uppbyggingu á svæðinu vegna áralangra vanefnda byggingafélags í fyrra. 21. júní 2024 14:31 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Vorið 2017 var undirritað samkomulag um uppbyggingu íbúða í Vesturburgt og áttu framkvæmdir að hefjast átján mánuðum síðar. Rétturinn endaði í höndum Kaldalóns og eftir að ekkert bólaði á framkvæmdum árum saman, rifti Reykjavíkurborg samningum við Kaldalón í júní í fyrra. Á lóðunum Hlésgötu 1 og 2 verða 177 íbúðir í 2-5 hæða húsum auk bílakjallara og um 1.420 fermetra af atvinnuhúsnæði. Byggingarréttur er seldur á rúmlega 2,8 milljarða og álögð gatnagerðargjöld eru um 330 milljónir. Greiðslur til Reykjavíkurborgar nema því um 3,2 milljörðum króna, samkvæmt tilkynningu frá borginni. „Að lágmarki 25 prósent íbúða á byggingarreitnum eiga að vera leiguíbúðir samkvæmt deiliskipulagi. Þar af eiga Félagsbústaðir kauprétt á allt að fjórtán íbúðum og Félagsstofnun stúdenta á kauprétt á allt að fimmtíu íbúðum,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri M3 fasteignaþróunar, sagði í fréttum Stöðvar 2 að framkvæmdir hefjist vonandi í mars á næsta ári. Fyrst þurfi byggingarleyfi en mögulega yrði hægt að afhenda fyrstu íbúðirnar síðla árs 2027. „Ég hef nú sagt að þetta sé síðasti þéttingarreiturinn, sem það er. Kannski fátítt að byggja íbúðir svona nálægt kyrrlátri höfn eins og hér er. Þannig að þetta er einstakt að mörgu leyti,“ sagði Örn. Gert er ráð fyrir að byggðin verði blönduð og þar verði íbúðir fyrir stúdenta og þar að auki verði alls konar íbúðir í boði.
Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Uppbygging við Vesturbugt Tengdar fréttir Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Borgarráð hefur samþykkt tilboð M3 fasteignaþróunar ehf. í byggingarrétt við Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Heildargreiðslur til borgarinnar nema 3,2 milljörðum króna. Framkvæmdastjóri M3 kveðst spenntur fyrir uppbyggingu á því sem hann kallar síðasta þéttingarreit miðborgarinnar. 4. október 2024 10:18 Hillir loks undir framkvæmdir í Vesturbugt eftir sjö ára töf Félagið M3 fasteignaþróun var með hærra tilboð af tveimur í uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn sem opnuð voru á föstudag. Reykjavíkurborg rifti samningum við fyrri lóðarhafa sem sátu aðgerðarlausir í sjö ár eftir að hafa fengið lóðunum úthlutað til sín. 8. júlí 2024 12:58 Taka tvö í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur boðið út byggingarlóðir í Vesturbugt á ný. Borgin rifti samningi um uppbyggingu á svæðinu vegna áralangra vanefnda byggingafélags í fyrra. 21. júní 2024 14:31 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Borgarráð hefur samþykkt tilboð M3 fasteignaþróunar ehf. í byggingarrétt við Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Heildargreiðslur til borgarinnar nema 3,2 milljörðum króna. Framkvæmdastjóri M3 kveðst spenntur fyrir uppbyggingu á því sem hann kallar síðasta þéttingarreit miðborgarinnar. 4. október 2024 10:18
Hillir loks undir framkvæmdir í Vesturbugt eftir sjö ára töf Félagið M3 fasteignaþróun var með hærra tilboð af tveimur í uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn sem opnuð voru á föstudag. Reykjavíkurborg rifti samningum við fyrri lóðarhafa sem sátu aðgerðarlausir í sjö ár eftir að hafa fengið lóðunum úthlutað til sín. 8. júlí 2024 12:58
Taka tvö í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur boðið út byggingarlóðir í Vesturbugt á ný. Borgin rifti samningi um uppbyggingu á svæðinu vegna áralangra vanefnda byggingafélags í fyrra. 21. júní 2024 14:31