Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2024 13:30 Boris Epshteyn er hér fyrir miðju, fyrir aftan Donald Trump. Lögmenn Trumps hafa ráðlagt forsetanum nýkjörna að slíta samskiptum sínum við Epshteyn. EPA/JABIN BOTSFORD Einn af helstu ráðgjöfum Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna, er grunaður um að hafa beðið fólk sem var til skoðunar fyrir nýja ríkisstjórn Trumps um peninga. Í staðinn myndi hann leggja inn gott orð um fólkið í eyru Trumps. Trump bað lögmenn sína um að rannsaka málið þegar hann heyrði af því og eru þeir sagðir hafa fundið vísbendingar um að Boris Epshteyn, áðurnefndur ráðgjafi, hefði beðið fólk um peninga. Í frétt New York Times er haft eftir heimildarmönnum úr innstu röðum Trump-liða að Scott Bessent, sem Trump ætlar að tilnefna til embættis fjármálaráðherra, hafi verið einn þeirra sem Epshteyn bað um peninga. Epshteyn er sagður hafa fundað með Bessent í febrúar og lagt til að fjármálaráðherrann verðandi greiddi sér þrjátíu til fjörutíu þúsund dali á mánuði og í staðinn myndi Epshteyn tala vel um Bessent við Trump og aðra í Mar-a-Lago í Flórída. Bessent samþykkti boðið ekki, né tvö önnur boð sem Epshteyn er sagður hafa lagt fram. Sjá einnig: Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Í nóvember er Bessent svo sagður hafa hringt í Epshteyn eftir að hann heyrði að Epshteyn væri að gagnrýna hann við fólk í innsta hring Trumps. Epshteyn mun þá hafa sagt Bessent að það væri orðið of seint að ráða hann. „Ég er Boris fokking Epshteyn,“ er ráðgjafinn sagður hafa sagt við Bessent. Epshteyn er einnig talinn hafa beðið forsvarsmenn hergagnaframleiðanda og beðið hann um hundrað þúsund dali á mánuði, í skiptum fyrir bætt samskipti við varnarmálaráðuneytið og ríkisstjórn Trumps. Sá hafnaði einnig boðinu. Í skýrslu sem lögmenn Trumps gerðu eftir rannsókn þeirra er lagt til að forsetinn verðandi slíti samskiptum sínum við Epshteyn, samkvæmt New York Times. Þar kemur einnig fram að mögulegt sé að verði ákærður vegna málsins. Epshteyn sendi út yfirlýsingu í gær þar sem hann sagðist stoltur af vinnu sinni með Trump. Þessar ásakanir væru rangar og ærumeiðandi og að þær myndu ekki afvegaleiða hann frá þeirri vinnu að gera Bandaríkin mikil á nýjan leik. Gaf Trump ráð á ýmsum sviðum Epshteyn, sem leiddi um tíma lögmannateymi Trumps, hefur spilað stórt hlutverk í stjórnarmyndun hans. Hann starfaði mikið fyrir Trump eftir forsetakosningarnar 2020 og var ákærður, ásamt öðrum Repúblikönum, fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna í Georgíu. Lögmaðurinn kom meðal annars að því að skrifa lista yfir mögulega ráðherra. Sjá einnig: Vísaði skjalamálinu frá og á lista yfir mögulega dómsmálaráðherra Þó Epshteyn sé sagður hafa skapað sér marga óvini í búðum Trump-liða hefur hann átt í nánu sambandi við Trump sjálfan. Washington Post segir hann hafa veitt Trump ráðgjöf á ýmsum sviðum í gegnum árinu og hefur eftir öðrum ráðgjafa Trumps að hann hafi lagt sérstaklega mikla áherslu á að færa Trump jákvæðar fréttir. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Donald Trump, sem tekur við forsetaembættinu í Bandaríkjunum 20. janúar á næsta ári, hefur ítrekað hótanir sínar um að hækka tolla á innfluttar vörur frá Kína, Mexíkó og Kanada verulega á fyrstu dögum sínum í embætti. 26. nóvember 2024 06:55 Annarri ákærunni formlega vísað frá Dómari hefur samþykkt að vísa frá ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintra ólögmætra tilrauna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020, sem hann tapaði. 25. nóvember 2024 23:25 Vona að Musk takmarki tolla Trumps Ráðamenn í Kína eru sagðir binda vonir við að umfangsmiklar fjárfestingar Elons Musk þar í landi muni nýtast sem vogarafl í því að fá hann til að tala máli þeirra við Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Trump ætlar að skipa nokkra menn í ríkisstjórn sína sem hafa verið harðorðir í garð Kína um árabil. 24. nóvember 2024 14:43 Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Ráðamenn í Ísrael hafa brugðist reiðir við ákvörðun dómara Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) að gefa út handtökuskipun á hendur forsætisráðherra og fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael. Báðir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu á Gasa, þar sem Ísraelar hafa verið að gera mannskæðar árásir í rúmt ár. 22. nóvember 2024 10:50 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Trump bað lögmenn sína um að rannsaka málið þegar hann heyrði af því og eru þeir sagðir hafa fundið vísbendingar um að Boris Epshteyn, áðurnefndur ráðgjafi, hefði beðið fólk um peninga. Í frétt New York Times er haft eftir heimildarmönnum úr innstu röðum Trump-liða að Scott Bessent, sem Trump ætlar að tilnefna til embættis fjármálaráðherra, hafi verið einn þeirra sem Epshteyn bað um peninga. Epshteyn er sagður hafa fundað með Bessent í febrúar og lagt til að fjármálaráðherrann verðandi greiddi sér þrjátíu til fjörutíu þúsund dali á mánuði og í staðinn myndi Epshteyn tala vel um Bessent við Trump og aðra í Mar-a-Lago í Flórída. Bessent samþykkti boðið ekki, né tvö önnur boð sem Epshteyn er sagður hafa lagt fram. Sjá einnig: Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Í nóvember er Bessent svo sagður hafa hringt í Epshteyn eftir að hann heyrði að Epshteyn væri að gagnrýna hann við fólk í innsta hring Trumps. Epshteyn mun þá hafa sagt Bessent að það væri orðið of seint að ráða hann. „Ég er Boris fokking Epshteyn,“ er ráðgjafinn sagður hafa sagt við Bessent. Epshteyn er einnig talinn hafa beðið forsvarsmenn hergagnaframleiðanda og beðið hann um hundrað þúsund dali á mánuði, í skiptum fyrir bætt samskipti við varnarmálaráðuneytið og ríkisstjórn Trumps. Sá hafnaði einnig boðinu. Í skýrslu sem lögmenn Trumps gerðu eftir rannsókn þeirra er lagt til að forsetinn verðandi slíti samskiptum sínum við Epshteyn, samkvæmt New York Times. Þar kemur einnig fram að mögulegt sé að verði ákærður vegna málsins. Epshteyn sendi út yfirlýsingu í gær þar sem hann sagðist stoltur af vinnu sinni með Trump. Þessar ásakanir væru rangar og ærumeiðandi og að þær myndu ekki afvegaleiða hann frá þeirri vinnu að gera Bandaríkin mikil á nýjan leik. Gaf Trump ráð á ýmsum sviðum Epshteyn, sem leiddi um tíma lögmannateymi Trumps, hefur spilað stórt hlutverk í stjórnarmyndun hans. Hann starfaði mikið fyrir Trump eftir forsetakosningarnar 2020 og var ákærður, ásamt öðrum Repúblikönum, fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna í Georgíu. Lögmaðurinn kom meðal annars að því að skrifa lista yfir mögulega ráðherra. Sjá einnig: Vísaði skjalamálinu frá og á lista yfir mögulega dómsmálaráðherra Þó Epshteyn sé sagður hafa skapað sér marga óvini í búðum Trump-liða hefur hann átt í nánu sambandi við Trump sjálfan. Washington Post segir hann hafa veitt Trump ráðgjöf á ýmsum sviðum í gegnum árinu og hefur eftir öðrum ráðgjafa Trumps að hann hafi lagt sérstaklega mikla áherslu á að færa Trump jákvæðar fréttir.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Donald Trump, sem tekur við forsetaembættinu í Bandaríkjunum 20. janúar á næsta ári, hefur ítrekað hótanir sínar um að hækka tolla á innfluttar vörur frá Kína, Mexíkó og Kanada verulega á fyrstu dögum sínum í embætti. 26. nóvember 2024 06:55 Annarri ákærunni formlega vísað frá Dómari hefur samþykkt að vísa frá ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintra ólögmætra tilrauna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020, sem hann tapaði. 25. nóvember 2024 23:25 Vona að Musk takmarki tolla Trumps Ráðamenn í Kína eru sagðir binda vonir við að umfangsmiklar fjárfestingar Elons Musk þar í landi muni nýtast sem vogarafl í því að fá hann til að tala máli þeirra við Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Trump ætlar að skipa nokkra menn í ríkisstjórn sína sem hafa verið harðorðir í garð Kína um árabil. 24. nóvember 2024 14:43 Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Ráðamenn í Ísrael hafa brugðist reiðir við ákvörðun dómara Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) að gefa út handtökuskipun á hendur forsætisráðherra og fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael. Báðir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu á Gasa, þar sem Ísraelar hafa verið að gera mannskæðar árásir í rúmt ár. 22. nóvember 2024 10:50 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Donald Trump, sem tekur við forsetaembættinu í Bandaríkjunum 20. janúar á næsta ári, hefur ítrekað hótanir sínar um að hækka tolla á innfluttar vörur frá Kína, Mexíkó og Kanada verulega á fyrstu dögum sínum í embætti. 26. nóvember 2024 06:55
Annarri ákærunni formlega vísað frá Dómari hefur samþykkt að vísa frá ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintra ólögmætra tilrauna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020, sem hann tapaði. 25. nóvember 2024 23:25
Vona að Musk takmarki tolla Trumps Ráðamenn í Kína eru sagðir binda vonir við að umfangsmiklar fjárfestingar Elons Musk þar í landi muni nýtast sem vogarafl í því að fá hann til að tala máli þeirra við Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Trump ætlar að skipa nokkra menn í ríkisstjórn sína sem hafa verið harðorðir í garð Kína um árabil. 24. nóvember 2024 14:43
Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Ráðamenn í Ísrael hafa brugðist reiðir við ákvörðun dómara Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) að gefa út handtökuskipun á hendur forsætisráðherra og fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael. Báðir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu á Gasa, þar sem Ísraelar hafa verið að gera mannskæðar árásir í rúmt ár. 22. nóvember 2024 10:50