Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 26. nóvember 2024 16:30 Íbúar í Reykjavík sitja alltof margir fastir í umferðaröngþveiti á leið til og frá vinnu og skóla. Jafnframt er íbúða- og lóðaskortur áberandi sem og ásælni borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknar, í að fórna grænum svæðum í borginni fyrir skammvinnan gróða. Þessi staða skýrist alfarið af stefnu borgaryfirvalda í skipulags- og samgöngumálum. Ef ekki verður breytt um stefnu er morgunljóst að staðan mun versna stöðugt næstu árin með enn þyngri umferðarhnútum og íbúðaskorti. Við svo verður ekki búið. Uppfærsla á Samgöngusáttmála milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá því í ágúst sl. leysir engan veginn bráðavanda í skipulags- og samgöngumálum í Reykjavík. Forsendur sáttmálans eru reistar á væntingum um óraunhæfa fjölgun farþega með almenningssamgöngum og áfram er haldið á þeirri lánlausu vegferð að þrengja að almennri bílaumferð. Er slíkt gert þrátt fyrir fögur loforð um annað. Ekkert í Samgöngusáttmálanum vekur vonir um að hann sé til þess gerður að greiða úr vandanum og hann mun sannarlega ekki skila íbúunum bættum almenningssamgöngum, svo mikið er víst. „Planið“ er að þrengja að bílaumferð með fækkun akreina, m.a. á Suðurlandsbraut og lokun ýmissa akreina í miðborginni. Skothúsvegi yfir Tjarnarbrú og Fríkirkjuvegi verður lokað fyrir almennri bílaumferð. Miklar breytingar verða við Hverfisgötu, Hlemm og víðar. Auk þess sem til stendur að koma á veggjöldum. Er þetta það sem kjósendur í Reykjavík vilja? Nágrannasveitarfélög Reykjavíkur, að undanskildu Seltjarnarnesi, eru tiltölulega ánægð með uppfærslu sáttmálans. Þau bera öll eitthvað úr bítum, svo sem betri tengingu við borgina með brú frá Kársnesi yfir á Vatnsmýrarsvæðið fyrir hjólandi, gangandi og Strætó. Þá verða bætur af framkvæmdum við Arnarnesveg og Reykjanesbraut. Þeir sem búa í Mosfellsbæ og á Kjalarnesi verða hins vegar áfram fastir í sama umferðarvanda næstu árin og áratugi ef fram heldur sem horfir. Reykvíkingar sitja líka uppi með óleystan samgönguvanda í ófyrirsjáanlegri framtíð. Slíkt mun auðvitað einnig bitna á nágrannasveitarfélögunum. Það er ekki nóg að komast til Reykjavíkur með greiðum hætti, það þarf líka að komast um í borginni. Vandamál Reykvíkinga má rekja alveg til ársins 2010 þegar nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík til ársins 2030 var í undirbúningi en gengið var frá því formlega í nóvember 2013. Skipulagið felur í sér áherslu á ofurþéttingu byggðar. Í grundvallaratriðum ganga þessi ósköp út á að grænum svæðum er fórnað, lóðaverð og byggingakostnaður hækkar stöðugt og fólk og fyrirtæki hefja í framhaldinu að flýja höfuðborgina, rétt eins og gerst hefur í æ ríkari mæli að undanförnu. Naumur vinstri meirihlutinn í borginni er í andstöðu við heimilisbílinn. Það sést best á því að nýjar íbúðir seljast ekki þar sem með þeim fylgja engin bílastæði og ofurhækkanir á bílastæðagjöldum fæla fólk frá verslun og þjónustu í miðborginni. Arkítektar þessarar þéttingarstefnu, Dagur B. Eggertsson og Pawel Bartoszek, eru nú í framboði til Alþingis hér í kjördæminu. Dagur fyrir Samfylkinguna og Pawel fyrir Viðreisn. Ég hef notið þess trausts að sitja á Alþingi sem kjörinn fulltrúi Reykvíkinga. Ég mun, nú sem endranær, beita mér í hagsmunabaráttu fyrir íbúa kjördæmis míns líkt og þingmenn annara kjördæma gera. Það hefur komið mér á óvart í kosningabaráttunni nú hvað fulltrúar annarra flokka eru hissa á því að ég skuli beita mér í kjördæmamálum. Það er til umhugsunar fyrir kjósendur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Höfundur er ráðherra og oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Borgarstjórn Umferð Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Íbúar í Reykjavík sitja alltof margir fastir í umferðaröngþveiti á leið til og frá vinnu og skóla. Jafnframt er íbúða- og lóðaskortur áberandi sem og ásælni borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknar, í að fórna grænum svæðum í borginni fyrir skammvinnan gróða. Þessi staða skýrist alfarið af stefnu borgaryfirvalda í skipulags- og samgöngumálum. Ef ekki verður breytt um stefnu er morgunljóst að staðan mun versna stöðugt næstu árin með enn þyngri umferðarhnútum og íbúðaskorti. Við svo verður ekki búið. Uppfærsla á Samgöngusáttmála milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá því í ágúst sl. leysir engan veginn bráðavanda í skipulags- og samgöngumálum í Reykjavík. Forsendur sáttmálans eru reistar á væntingum um óraunhæfa fjölgun farþega með almenningssamgöngum og áfram er haldið á þeirri lánlausu vegferð að þrengja að almennri bílaumferð. Er slíkt gert þrátt fyrir fögur loforð um annað. Ekkert í Samgöngusáttmálanum vekur vonir um að hann sé til þess gerður að greiða úr vandanum og hann mun sannarlega ekki skila íbúunum bættum almenningssamgöngum, svo mikið er víst. „Planið“ er að þrengja að bílaumferð með fækkun akreina, m.a. á Suðurlandsbraut og lokun ýmissa akreina í miðborginni. Skothúsvegi yfir Tjarnarbrú og Fríkirkjuvegi verður lokað fyrir almennri bílaumferð. Miklar breytingar verða við Hverfisgötu, Hlemm og víðar. Auk þess sem til stendur að koma á veggjöldum. Er þetta það sem kjósendur í Reykjavík vilja? Nágrannasveitarfélög Reykjavíkur, að undanskildu Seltjarnarnesi, eru tiltölulega ánægð með uppfærslu sáttmálans. Þau bera öll eitthvað úr bítum, svo sem betri tengingu við borgina með brú frá Kársnesi yfir á Vatnsmýrarsvæðið fyrir hjólandi, gangandi og Strætó. Þá verða bætur af framkvæmdum við Arnarnesveg og Reykjanesbraut. Þeir sem búa í Mosfellsbæ og á Kjalarnesi verða hins vegar áfram fastir í sama umferðarvanda næstu árin og áratugi ef fram heldur sem horfir. Reykvíkingar sitja líka uppi með óleystan samgönguvanda í ófyrirsjáanlegri framtíð. Slíkt mun auðvitað einnig bitna á nágrannasveitarfélögunum. Það er ekki nóg að komast til Reykjavíkur með greiðum hætti, það þarf líka að komast um í borginni. Vandamál Reykvíkinga má rekja alveg til ársins 2010 þegar nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík til ársins 2030 var í undirbúningi en gengið var frá því formlega í nóvember 2013. Skipulagið felur í sér áherslu á ofurþéttingu byggðar. Í grundvallaratriðum ganga þessi ósköp út á að grænum svæðum er fórnað, lóðaverð og byggingakostnaður hækkar stöðugt og fólk og fyrirtæki hefja í framhaldinu að flýja höfuðborgina, rétt eins og gerst hefur í æ ríkari mæli að undanförnu. Naumur vinstri meirihlutinn í borginni er í andstöðu við heimilisbílinn. Það sést best á því að nýjar íbúðir seljast ekki þar sem með þeim fylgja engin bílastæði og ofurhækkanir á bílastæðagjöldum fæla fólk frá verslun og þjónustu í miðborginni. Arkítektar þessarar þéttingarstefnu, Dagur B. Eggertsson og Pawel Bartoszek, eru nú í framboði til Alþingis hér í kjördæminu. Dagur fyrir Samfylkinguna og Pawel fyrir Viðreisn. Ég hef notið þess trausts að sitja á Alþingi sem kjörinn fulltrúi Reykvíkinga. Ég mun, nú sem endranær, beita mér í hagsmunabaráttu fyrir íbúa kjördæmis míns líkt og þingmenn annara kjördæma gera. Það hefur komið mér á óvart í kosningabaráttunni nú hvað fulltrúar annarra flokka eru hissa á því að ég skuli beita mér í kjördæmamálum. Það er til umhugsunar fyrir kjósendur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Höfundur er ráðherra og oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun