Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 15. janúar 2025 07:00 Þróun efnahagsmála hefur verið nokkuð jákvæð síðustu mánuði, þrátt fyrir að ég hefði viljað sjá okkur vera komin lengra þegar kemur að lækkun vaxta. Verðbólga hefur lækkað verulega, vextir eru á niðurleið og ég ætla að leyfa mér að hafa væntingar um að þeir muni lækka tiltölulega hratt á næstu mánuðum. Lækkun vaxta er einhver mesta kjarabót sem heimili og fyrirtæki hér á landi geta fengið og það er því til mikils að vinna að nýrri ríkisstjórn takist vel til við stjórn efnahagsmála í landinu. Áskoranir á húsnæðismarkaði Uppbygging húsnæðis verður áfram lykilmál í íslensku samfélagi, en húsnæðismál eru í raun mjög stórt efnahagsmál. Okkur hefur fjölgað meira en áætlanir gerðu ráð fyrir og við þurfum að byggja meira af húsnæði fyrir fólk. Samhliða því að okkur er að fjölga meira er hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast og fer hratt lækkandi líkt og meðfylgjandi mynd sýnir. Við erum að eldast, fráskildum fjölgar og við erum að eignast börn síðar á lífsleiðinni. Sú þróun staðfestir að ekki er bara nóg að byggja meira, heldur er einnig mikil þörf á því að byggja rétt. Um 15% íbúða sem eru í byggingu eru undir 70 fermetrum, en það hlutfall þyrfti líklega að vera um 40%. Minni íbúðir eru ekki einungis fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref inn á markaðinn, heldur einnig það fólk sem er að minnka við sig. Með þeim hætti myndast ákveðin hringrás og gluggi opnast í stærri eignir á markaði fyrir þá sem stækka þurfa við sig. Sýna þarf sameiginlegan vilja til frekari uppbyggingar Þrátt fyrir mikla uppbyggingu á síðustu árum þurfum við að byggja meira líkt og m.a. breytt íbúasamsetning sýnir. Það kann að hljóma sérkennilega þegar við sjáum eignir til sölu sem ættu að vera fyrir löngu orðnar að griðastað venjulegs fólks. Þar hafa hins vegar hert lánþegaskilyrði Seðlabankans reynst kaupendum og seljendum mjög illa. Það og takmarkað framboð lóða á nýju landi hafa í raun hamlað kraftmeiri uppbyggingu. Það er alveg ljóst að ef ekki verður breyting á mun það hafa mikil áhrif á þróun verðbólgu og vexti inn í framtíðina. Skortur leiðir af sér hátt verð, sem hefur áhrif til hækkunar á verðbólgu sem hefur þau áhrif að vextir hækka. Nú reynir því á kjörna fulltrúa á þingi, í borgarstjórn og sveitarstjórnum um land allt. Takið höndum saman og tryggið nauðsynlega uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Höfundur er frv. þingmaður og eigandi af Vissa ráðgjöf ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þróun efnahagsmála hefur verið nokkuð jákvæð síðustu mánuði, þrátt fyrir að ég hefði viljað sjá okkur vera komin lengra þegar kemur að lækkun vaxta. Verðbólga hefur lækkað verulega, vextir eru á niðurleið og ég ætla að leyfa mér að hafa væntingar um að þeir muni lækka tiltölulega hratt á næstu mánuðum. Lækkun vaxta er einhver mesta kjarabót sem heimili og fyrirtæki hér á landi geta fengið og það er því til mikils að vinna að nýrri ríkisstjórn takist vel til við stjórn efnahagsmála í landinu. Áskoranir á húsnæðismarkaði Uppbygging húsnæðis verður áfram lykilmál í íslensku samfélagi, en húsnæðismál eru í raun mjög stórt efnahagsmál. Okkur hefur fjölgað meira en áætlanir gerðu ráð fyrir og við þurfum að byggja meira af húsnæði fyrir fólk. Samhliða því að okkur er að fjölga meira er hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast og fer hratt lækkandi líkt og meðfylgjandi mynd sýnir. Við erum að eldast, fráskildum fjölgar og við erum að eignast börn síðar á lífsleiðinni. Sú þróun staðfestir að ekki er bara nóg að byggja meira, heldur er einnig mikil þörf á því að byggja rétt. Um 15% íbúða sem eru í byggingu eru undir 70 fermetrum, en það hlutfall þyrfti líklega að vera um 40%. Minni íbúðir eru ekki einungis fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref inn á markaðinn, heldur einnig það fólk sem er að minnka við sig. Með þeim hætti myndast ákveðin hringrás og gluggi opnast í stærri eignir á markaði fyrir þá sem stækka þurfa við sig. Sýna þarf sameiginlegan vilja til frekari uppbyggingar Þrátt fyrir mikla uppbyggingu á síðustu árum þurfum við að byggja meira líkt og m.a. breytt íbúasamsetning sýnir. Það kann að hljóma sérkennilega þegar við sjáum eignir til sölu sem ættu að vera fyrir löngu orðnar að griðastað venjulegs fólks. Þar hafa hins vegar hert lánþegaskilyrði Seðlabankans reynst kaupendum og seljendum mjög illa. Það og takmarkað framboð lóða á nýju landi hafa í raun hamlað kraftmeiri uppbyggingu. Það er alveg ljóst að ef ekki verður breyting á mun það hafa mikil áhrif á þróun verðbólgu og vexti inn í framtíðina. Skortur leiðir af sér hátt verð, sem hefur áhrif til hækkunar á verðbólgu sem hefur þau áhrif að vextir hækka. Nú reynir því á kjörna fulltrúa á þingi, í borgarstjórn og sveitarstjórnum um land allt. Takið höndum saman og tryggið nauðsynlega uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Höfundur er frv. þingmaður og eigandi af Vissa ráðgjöf ehf.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun