Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 5. febrúar 2025 23:34 Alþjóðahagfræðin gengur útá það þjóðir geti hagnast á frjálsum utanríkisviðskiptum. Á hagfræðimáli má t.d. segja að hvert land muni flytja út þá vörutegund sem það hefur hlutfallslega minnstan fórnarkostnað af því að framleiða, en flytja inn vörur sem það hefur hlutfallslega mikinn fórnarkostnað af að framleiða, sjá t.d. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=59409 Þetta er notað til að rökstyðja að frelsi í milliríkjaviðskiptum sé öllum löndum til hagsbóta og að takmarkanir á viðskiptafrelsi séu skaðlegar. Frjálsari viðskipti hafa verið einn helsti aflvaki batnandi lífskjara um heiminn undanfarna áratugi. Alþjóðastofnanir, frjáls viðskipti og uppgangur Kína Í júlí 1944 þegar seinni heimsstyrjöldinni var að ljúka höfðu Bandaríkin forgöngu um að halda ráðstefnu í Bretton Woods í Bandaríkjunum þar sem Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn voru sett á fót. Einnig var byrjað að ræða um GATT sem síðar varð Alþjóðaviðskiptastofnunin. Íslandi sem þá var ný orðið sjálfstætt ríki var boðið á þessa ráðstefnu og sendi fjölmenna sendinefnd. Nýju stofnanirnar áttu meðal annars að styðja við uppbyggingu Evrópu eftir heimstyrjöldina og stuðla að fjármálastöðugleika í heiminum og frjálsum viðskiptum, þar á meðal GATT að lækkun tolla. Nú hefur þessi þróun snúist við. Bandaríkin hafa nú forgöngu um að koma á viðskiptastríði við önnur lönd og hóta nú að beita fyrir sig háum tollum. Helstu bandalagsríki Bandaríkjanna eru ekki undanskilin. Þetta eykur óvissu í alþjóðakerfinu. Stofnanirnar sem nefndar eru hér að ofan, og Bandaríkin höfðu forystu um að setja á fót, áttu mikinn þátt í því að gera Kína að því stórveldi sem það er nú orðið með því að hjálpa landinu frá áætlunarbúskap í markaðsbúskap. Árið 2017 varð Kína orðið stærra hagkerfi en það Bandaríska mælt í vergri landsframleiðslu á jafnvirðisgengi. Þá blossaði upp stórveldasamkeppni milli Bandaríkjanna og Kína. Í stað viðskiptafrelsis koma viðskiptahindranir þar sem allir tapa á endanum. Nái Kína vergri landsframleiðslu á mann ávið Singapúr verður Kínverska hagkerfið u.þ.b. helmingi stærra en hagerfi Bandaríkjanna og ESB til samans. Ég er ekki að segja að líklegt sé að þetta gerist en ólíkt Sovétríkjunum, sem voru að mestu lokað hagkerfi, er Kína galopið hagkerfi sem byggir sinn hagvöxt að miklu leyti á útflutningi. Bandaríkin og Evrópa hafa grætt á viðskiptum við Kína, en varla kemur á óvart að Bandaríkin óttist vöxt Kína í framtíðinni. Efnahagsstyrkur breytist fljótt í hernaðarstyrk. Mikilvægi frjálsra viðskipta, sérhæfingar og stærðarhagkvæmni Sérhæfing er mikil í Austur Asíu og íhlutir í endanlega vöru eru framleiddir mörgum löndum og settir saman á einum stað, oftast í Kína. Þessi lönd nýta sér stærðarhagkvæmni til hins ýtrasta. Viðskiptahindranir t.d. í formi hárra tolla myndu hafa lamandi áhrif og skaða öll löndin í þessum heimshluta. Bandaríkin gátu haldið aftur að Sovétríkjunum sem voru að mestu lokað hagkerfi, en vegna sérhæfingar og utanríkisviðskipa er ekki hægt að halda aftur af Kína nema skaða þá um leið allt heimshagkerfið um leið. Og nú ber svo við að forseti Bandaríkjanna hefur hótað að refsa nágrannaríkjum símum Kanada og Mexíkó með háum tollum. Markmið er sagt vera að reyna að þvinga löndin til að draga úr búferlaflutningum frá Kanada og Mexíkó til Bandaríkjanna og til að minnka útflutning á eiturlyfjum til Bandaríkjanna. Vandinn á þessum sviðum er þó mun umfangsmeiri í tilviki Mexíkó en Kanada. Bæði löndin horfðust í auga við hótunina um 25% tolla, sem nú hefur verið frestað og óvissa um framhaldið. Bandaríkin, Kanada og Mexíkó eins og Austur Asía nánast sama framleiðslusvæðið þar sem íhlutir, t.d. fyrir bílaiðnaðinn fæða á milli landanna. Ef greiða háan toll í hvert sinn sem þeir fara á milli landanna hefði það alvarlegar afleiðingar. Tollar bitna því á fyrirtækjum á öllu löndunum og hafa lamandi áhrif á allt svæðið í heild. Tollastríð við ESB og Ísland? Nú talar Donald Trump líka um að leggja tolla á Evrópusambandið. Ísland ásamt Noregi eru á Evrópska Efnahagssvæðinu en ekki í tollabandalagi ESB. Með því að refsa ESB löndunum er Trump að vega að helstu bandalagsríkjum sínum sem mörg eru líka í NATO. Þetta er því varla viturlegt til lengri tíma litið. Nú er spurning hvort af þessu verður, hvort þetta sé að einhverju leyti sett fram til að ná fjölmiðlaathygli. Á fyrra kjörtímabili talaði Trump um að NATO væri úrelt stofnun en dró Bandaríkin ekki úr NATO þegar til kom. Ef Trump setur tolla á ESB er líklegt að sambandið svari með eigin tollum á innfluttar Bandarískar vörur. Þeir tollar myndu ekki leggjast á útflutning Íslands til ESB því um okkar útflutning til ESB gildir EES samningurinn. Hætta af þessu fyrir Ísland er að Trump setji tolla á Íslenskan útflutning um leið og hann setur tolla á útflutning ESB og þá sennilega Noreg um leið sem ásamt Ísland er í EFTA og á Evrópska Efnahagssvæðinu. Tollastríðið gæti haft mjög skaðleg áhrif á ísenskan efnahag. Trump er óútreiknanlegur í þessu máli. Tjón af minni alþjóðaviðskiptum fyrir alla heimsbyggðina? Bandaríkin vinna einhliða ekki fjölþjóðlega? Tal Donald Trump um tolla hefur skapað óvissu og sett heimsbyggðina í uppnám a.m.k. í bili. Ef af framkvæmd verður getur þetta svo leitt til minnkandi alþjóðaviðskipta sem allir tapa á. Lönd verða þá í auknum mæli að framleiða sínar vörur sjálf sem leiðir til minni sérhæfingar og minni stærðarhagkvæmni. Donald Trump beitti sér gegn svokölluðu Transatlantic Trade and Investment Partnership milli Bandaríkjanna og ESB á fyrra kjörtímabilin sínu. Það sama var uppá teningnum með svokallað Trans-Pacific Partnership milli Bandaríkjanna og nokkurra Austur-Asíulanda og Suður-Ameríkulanda auk Ástralíu, Kanada og Mexíkó. Trump virðist almennt vera vantrúaður á að Bandaríkin geti haft hag af aðild að fjölþjóðlegum viðskipta- og fjárfestingsamningum og hefur almennt litla trú á alþjóðastofnunum. Hann vill að Bandaríkin beiti sér einhliða, ekki fjölþjóðlega. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum í Washington, Ríga og Hanoí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilmar Þór Hilmarsson Donald Trump Bandaríkin Skattar og tollar Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Alþjóðahagfræðin gengur útá það þjóðir geti hagnast á frjálsum utanríkisviðskiptum. Á hagfræðimáli má t.d. segja að hvert land muni flytja út þá vörutegund sem það hefur hlutfallslega minnstan fórnarkostnað af því að framleiða, en flytja inn vörur sem það hefur hlutfallslega mikinn fórnarkostnað af að framleiða, sjá t.d. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=59409 Þetta er notað til að rökstyðja að frelsi í milliríkjaviðskiptum sé öllum löndum til hagsbóta og að takmarkanir á viðskiptafrelsi séu skaðlegar. Frjálsari viðskipti hafa verið einn helsti aflvaki batnandi lífskjara um heiminn undanfarna áratugi. Alþjóðastofnanir, frjáls viðskipti og uppgangur Kína Í júlí 1944 þegar seinni heimsstyrjöldinni var að ljúka höfðu Bandaríkin forgöngu um að halda ráðstefnu í Bretton Woods í Bandaríkjunum þar sem Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn voru sett á fót. Einnig var byrjað að ræða um GATT sem síðar varð Alþjóðaviðskiptastofnunin. Íslandi sem þá var ný orðið sjálfstætt ríki var boðið á þessa ráðstefnu og sendi fjölmenna sendinefnd. Nýju stofnanirnar áttu meðal annars að styðja við uppbyggingu Evrópu eftir heimstyrjöldina og stuðla að fjármálastöðugleika í heiminum og frjálsum viðskiptum, þar á meðal GATT að lækkun tolla. Nú hefur þessi þróun snúist við. Bandaríkin hafa nú forgöngu um að koma á viðskiptastríði við önnur lönd og hóta nú að beita fyrir sig háum tollum. Helstu bandalagsríki Bandaríkjanna eru ekki undanskilin. Þetta eykur óvissu í alþjóðakerfinu. Stofnanirnar sem nefndar eru hér að ofan, og Bandaríkin höfðu forystu um að setja á fót, áttu mikinn þátt í því að gera Kína að því stórveldi sem það er nú orðið með því að hjálpa landinu frá áætlunarbúskap í markaðsbúskap. Árið 2017 varð Kína orðið stærra hagkerfi en það Bandaríska mælt í vergri landsframleiðslu á jafnvirðisgengi. Þá blossaði upp stórveldasamkeppni milli Bandaríkjanna og Kína. Í stað viðskiptafrelsis koma viðskiptahindranir þar sem allir tapa á endanum. Nái Kína vergri landsframleiðslu á mann ávið Singapúr verður Kínverska hagkerfið u.þ.b. helmingi stærra en hagerfi Bandaríkjanna og ESB til samans. Ég er ekki að segja að líklegt sé að þetta gerist en ólíkt Sovétríkjunum, sem voru að mestu lokað hagkerfi, er Kína galopið hagkerfi sem byggir sinn hagvöxt að miklu leyti á útflutningi. Bandaríkin og Evrópa hafa grætt á viðskiptum við Kína, en varla kemur á óvart að Bandaríkin óttist vöxt Kína í framtíðinni. Efnahagsstyrkur breytist fljótt í hernaðarstyrk. Mikilvægi frjálsra viðskipta, sérhæfingar og stærðarhagkvæmni Sérhæfing er mikil í Austur Asíu og íhlutir í endanlega vöru eru framleiddir mörgum löndum og settir saman á einum stað, oftast í Kína. Þessi lönd nýta sér stærðarhagkvæmni til hins ýtrasta. Viðskiptahindranir t.d. í formi hárra tolla myndu hafa lamandi áhrif og skaða öll löndin í þessum heimshluta. Bandaríkin gátu haldið aftur að Sovétríkjunum sem voru að mestu lokað hagkerfi, en vegna sérhæfingar og utanríkisviðskipa er ekki hægt að halda aftur af Kína nema skaða þá um leið allt heimshagkerfið um leið. Og nú ber svo við að forseti Bandaríkjanna hefur hótað að refsa nágrannaríkjum símum Kanada og Mexíkó með háum tollum. Markmið er sagt vera að reyna að þvinga löndin til að draga úr búferlaflutningum frá Kanada og Mexíkó til Bandaríkjanna og til að minnka útflutning á eiturlyfjum til Bandaríkjanna. Vandinn á þessum sviðum er þó mun umfangsmeiri í tilviki Mexíkó en Kanada. Bæði löndin horfðust í auga við hótunina um 25% tolla, sem nú hefur verið frestað og óvissa um framhaldið. Bandaríkin, Kanada og Mexíkó eins og Austur Asía nánast sama framleiðslusvæðið þar sem íhlutir, t.d. fyrir bílaiðnaðinn fæða á milli landanna. Ef greiða háan toll í hvert sinn sem þeir fara á milli landanna hefði það alvarlegar afleiðingar. Tollar bitna því á fyrirtækjum á öllu löndunum og hafa lamandi áhrif á allt svæðið í heild. Tollastríð við ESB og Ísland? Nú talar Donald Trump líka um að leggja tolla á Evrópusambandið. Ísland ásamt Noregi eru á Evrópska Efnahagssvæðinu en ekki í tollabandalagi ESB. Með því að refsa ESB löndunum er Trump að vega að helstu bandalagsríkjum sínum sem mörg eru líka í NATO. Þetta er því varla viturlegt til lengri tíma litið. Nú er spurning hvort af þessu verður, hvort þetta sé að einhverju leyti sett fram til að ná fjölmiðlaathygli. Á fyrra kjörtímabili talaði Trump um að NATO væri úrelt stofnun en dró Bandaríkin ekki úr NATO þegar til kom. Ef Trump setur tolla á ESB er líklegt að sambandið svari með eigin tollum á innfluttar Bandarískar vörur. Þeir tollar myndu ekki leggjast á útflutning Íslands til ESB því um okkar útflutning til ESB gildir EES samningurinn. Hætta af þessu fyrir Ísland er að Trump setji tolla á Íslenskan útflutning um leið og hann setur tolla á útflutning ESB og þá sennilega Noreg um leið sem ásamt Ísland er í EFTA og á Evrópska Efnahagssvæðinu. Tollastríðið gæti haft mjög skaðleg áhrif á ísenskan efnahag. Trump er óútreiknanlegur í þessu máli. Tjón af minni alþjóðaviðskiptum fyrir alla heimsbyggðina? Bandaríkin vinna einhliða ekki fjölþjóðlega? Tal Donald Trump um tolla hefur skapað óvissu og sett heimsbyggðina í uppnám a.m.k. í bili. Ef af framkvæmd verður getur þetta svo leitt til minnkandi alþjóðaviðskipta sem allir tapa á. Lönd verða þá í auknum mæli að framleiða sínar vörur sjálf sem leiðir til minni sérhæfingar og minni stærðarhagkvæmni. Donald Trump beitti sér gegn svokölluðu Transatlantic Trade and Investment Partnership milli Bandaríkjanna og ESB á fyrra kjörtímabilin sínu. Það sama var uppá teningnum með svokallað Trans-Pacific Partnership milli Bandaríkjanna og nokkurra Austur-Asíulanda og Suður-Ameríkulanda auk Ástralíu, Kanada og Mexíkó. Trump virðist almennt vera vantrúaður á að Bandaríkin geti haft hag af aðild að fjölþjóðlegum viðskipta- og fjárfestingsamningum og hefur almennt litla trú á alþjóðastofnunum. Hann vill að Bandaríkin beiti sér einhliða, ekki fjölþjóðlega. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum í Washington, Ríga og Hanoí.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun