Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. febrúar 2025 23:58 Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands. EPA/NEIL HALL Evrópskir ráðamenn, þar á meðal Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, mæta á „neyðarfund“ í næstu viku. Fundarefnið er ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að taka yfir friðarviðræður á milli Úkraínu og Rússlands. Samkvæmt heimildum The Guardian hefur ráðamönnum Þýskalands, Ítalíu, Bretlands og Póllands verið boðið á fundinn ásamt Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Ráðamennirnir eru nú saman komnir á öryggisráðstefnu í München þar sem friður milli Úkraínu og Rússlands hefur mikið verið ræddur. Keith Kellogg, erindreki Donalds Trump, er einnig þar staddur en í ræðu sinni fyrr í dag sagði hann það ólíklegt að evrópsk lönd fengju sæti við borðið í friðarviðræðum Úkraínu og Rússlands. Þá hafa Trump og Vladimir Pútín talað saman í síma þar sem þeir sammæltust um að hefja fljótt friðarviðræður. Á blaðamannafundi eftir símtalið sagði Trump að Úkraína stæði ekki jafnfætis Bandaríkjamönnum og Rússum í friðarviðræðunum. Samkvæmt umfjöllun BBC hafa munu hátt settir embættismenn Hvíta hússins hitta samningamenn Rússa og Úkraínumanna í Sádí-Arabíu á næstu dögum. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði á öryggisráðstefnunni í München í dag að Úkraínumenn munu ekki framfylgja samkomulagi sem þeir hafa enga aðkomu að. Selenskí hefur áður sagt að hann óttaðist að Úkraínumenn yrðu skyldir út undan í friðarviðræðum og virðast evrópsku ráðamennirnir deila þeim ótta. Sjá nánar: „Kallar eftir evrópskum her“ Þá hafa Bandaríkjamenn beðið ráðamenn í Evrópu um ítarlegt yfirlit yfir það hvað ríkin hafi fram að bjóða í öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, svo sem vopn og fjölda hermanna. Ónefndur diplómati sagði í umfjöllun The Guardian að það liti út fyrir að Evrópa ætti að sjá um að viðhalda frið milli ríkjanna en fái ekkert að hafa með samkomulagið að gera. Á meðan fengi Donald Trump helming af öllum fágætum steintegundum frá Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Frakkland Bandaríkin Bretland Úkraína Rússland Donald Trump Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira
Samkvæmt heimildum The Guardian hefur ráðamönnum Þýskalands, Ítalíu, Bretlands og Póllands verið boðið á fundinn ásamt Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Ráðamennirnir eru nú saman komnir á öryggisráðstefnu í München þar sem friður milli Úkraínu og Rússlands hefur mikið verið ræddur. Keith Kellogg, erindreki Donalds Trump, er einnig þar staddur en í ræðu sinni fyrr í dag sagði hann það ólíklegt að evrópsk lönd fengju sæti við borðið í friðarviðræðum Úkraínu og Rússlands. Þá hafa Trump og Vladimir Pútín talað saman í síma þar sem þeir sammæltust um að hefja fljótt friðarviðræður. Á blaðamannafundi eftir símtalið sagði Trump að Úkraína stæði ekki jafnfætis Bandaríkjamönnum og Rússum í friðarviðræðunum. Samkvæmt umfjöllun BBC hafa munu hátt settir embættismenn Hvíta hússins hitta samningamenn Rússa og Úkraínumanna í Sádí-Arabíu á næstu dögum. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði á öryggisráðstefnunni í München í dag að Úkraínumenn munu ekki framfylgja samkomulagi sem þeir hafa enga aðkomu að. Selenskí hefur áður sagt að hann óttaðist að Úkraínumenn yrðu skyldir út undan í friðarviðræðum og virðast evrópsku ráðamennirnir deila þeim ótta. Sjá nánar: „Kallar eftir evrópskum her“ Þá hafa Bandaríkjamenn beðið ráðamenn í Evrópu um ítarlegt yfirlit yfir það hvað ríkin hafi fram að bjóða í öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, svo sem vopn og fjölda hermanna. Ónefndur diplómati sagði í umfjöllun The Guardian að það liti út fyrir að Evrópa ætti að sjá um að viðhalda frið milli ríkjanna en fái ekkert að hafa með samkomulagið að gera. Á meðan fengi Donald Trump helming af öllum fágætum steintegundum frá Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Frakkland Bandaríkin Bretland Úkraína Rússland Donald Trump Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira