Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2025 06:51 Starmer segir komið að ögurstundu. AP/Kristy Wigglesworth Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu sem friðargæsluliða ef samningar nást um endalok átaka. Boðað hefur verið til neyðarfundar í París í dag vegna framgöngu Donald Trump Bandaríkjaforseta. Starmer segir í aðsendri grein í Daily Telegraph að Bretland sé reiðubúið til að leika lykilhlutverk þegar kemur að vörnum og öryggi Úkraínu. Um sé að ræða „tilvistarlega“ spurningu fyrir Evrópu. Þá segir hann það ekki léttvæga ákvörðun að senda hermenn til Úkraínu en að tryggja öryggi landsins sé þáttur í að tryggja öryggi Evrópu og þar með Bretlands. Endalok átaka megi ekki verða tímabundin pása, þar til Vladimir Pútín Rússlandsforseti ákveði að gera aðra árás. Starmer mun funda með Emmanuel Macron Frakklandsforseta, Olaf Scholz, kansalara Þýskalands, og Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, í París í dag. Á fundinum verða einnig fulltrúar frá Danmörku og Ítalíu, auk Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og Ursulu von der Leyen, forseta framkævmdastjórnar Evrópusambandsins. Þar munu þeir ræða stöðu mála en verulegar áhyggjur eru uppi um viðræður um Úkraínu milli Rússlands og Bandaríkjanna án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuleiðtoga. Þær snúa ekki síst að því að Trump muni láta eftir þegar kemur að kröfum Rússa um yfirráð yfir hernumdum svæðum og fleira. Utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, Sergei Lavrov og Marco Rubio, munu funda síðar í vikunni. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur sagt að hann sé mjög efins um að Pútín sé reiðubúinn til að slá af kröfum sínum. Þá segist hann enn sannfærður um að hann sé að leggja drög að árásum á aðildarríki Atlantshafsbandalagsins á næsta ári. Trump sagðist í gær gera ráð fyrir að eiga fund með Pútín á næstunni. Úkraína Bretland Frakkland NATO Rússland Bandaríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira
Starmer segir í aðsendri grein í Daily Telegraph að Bretland sé reiðubúið til að leika lykilhlutverk þegar kemur að vörnum og öryggi Úkraínu. Um sé að ræða „tilvistarlega“ spurningu fyrir Evrópu. Þá segir hann það ekki léttvæga ákvörðun að senda hermenn til Úkraínu en að tryggja öryggi landsins sé þáttur í að tryggja öryggi Evrópu og þar með Bretlands. Endalok átaka megi ekki verða tímabundin pása, þar til Vladimir Pútín Rússlandsforseti ákveði að gera aðra árás. Starmer mun funda með Emmanuel Macron Frakklandsforseta, Olaf Scholz, kansalara Þýskalands, og Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, í París í dag. Á fundinum verða einnig fulltrúar frá Danmörku og Ítalíu, auk Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og Ursulu von der Leyen, forseta framkævmdastjórnar Evrópusambandsins. Þar munu þeir ræða stöðu mála en verulegar áhyggjur eru uppi um viðræður um Úkraínu milli Rússlands og Bandaríkjanna án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuleiðtoga. Þær snúa ekki síst að því að Trump muni láta eftir þegar kemur að kröfum Rússa um yfirráð yfir hernumdum svæðum og fleira. Utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, Sergei Lavrov og Marco Rubio, munu funda síðar í vikunni. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur sagt að hann sé mjög efins um að Pútín sé reiðubúinn til að slá af kröfum sínum. Þá segist hann enn sannfærður um að hann sé að leggja drög að árásum á aðildarríki Atlantshafsbandalagsins á næsta ári. Trump sagðist í gær gera ráð fyrir að eiga fund með Pútín á næstunni.
Úkraína Bretland Frakkland NATO Rússland Bandaríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira