Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2025 08:45 Vatn er mikilvægasta auðlind jarðar. Vatn er forsenda lífs og farsældar, hvort sem litið er til náttúrunnar eða samfélags manna. Víðast hvar á jörðinni hefur verið afar illa farið með vatn; mengun er stórfelld, lífríki og vistkerfum vatnasvæða hefur verið rústað, vatnstaka óhófleg og vatni veitt úr náttúrulegum farvegum straumvatna og stöðuvötnum. Loftslagsvá mun enn auka á þennan vanda og valda sífellt auknu álagi á vatnakerfi og umbreyta hringrás vatns á jörðu. Íslendingar búa yfir miklum og tiltölulega óspilltum vatnsauðlindum, svo sem hreinu grunnvatni, auðugum strandsvæðum og vatnsmiklum straumvötnum með sérstæðum vistkerfum, sem mörg hver teljast einstök á heimsvísu. Afar brýnt er að gæta að þessari auðlind og ábyrgð núlifandi kynslóða þegar kemur að vernd vatnsauðlindarinnar hér á landi er því afar rík. Viðhafa þarf sérstaka varúð við lagasetningu um vatnsvernd hérlendis. Ákvarðanir um breytingar á vatnsverndarlögum skal ekki taka af léttúð heldur varfærni og ávallt þarf að hafa í huga að náttúran skal njóta vafans. „Hvammsvirkjunarfrumvarpið“ Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um breytingar á svokölluðum lögum um stjórn vatnamála frá 2011. Lagafrumvarpið hefur hlotið töluverða umfjöllun í fjölmiðlum og af greinargerð þess sem og framsöguræðu ráðherra að dæma er það augljóslega lagt fram sem viðbragð við nýföllnum dómi héraðsdóms þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá var ógilt. Ráðherra hefur sagt að keyra skuli frumvarpið í gegn svo framkvæmdir við Hvammsvirkjun tefjist ekki vegna yfirstandandi dómsmáls - sem hann hefur samt líka áfrýjað til hæstaréttar. Ef við setjum álitamál um lagalega umgjörð frumvarpsins til hliðar um sinn sitja eftir spurningarnar: Um hvað snúast þessi lög um stjórn vatnamála? Skipta þau okkur máli eða eru þau einfaldlega til trafala þegar kemur að framkvæmdum eins og Hvammsvirkjun? Um vatnatilskipun og lög um stjórn vatnamála Lög um stjórn vatnamála frá 2011 eru innleiðing á svokallaðri vatnatilskipun Evrópusambandsins frá aldamótum. Hún snýst í grunninn um allsherjarvernd vatnsauðlindarinnar. Lögunum er ætlað að tryggja um langa framtíð heilnæmi vatns og aðgengi að því ómenguðu og óspjölluðu, bæði fyrir mannkynið sem og allt lífríki jarðar, sem maðurinn byggir tilveru sína á. Vatnatilskipunin er bindandi fyrir öll aðildarríki að EES-samningnum og hana verður því að innleiða í íslensk lög eftir nákvæmum fyrirmælum ESB. Vatnatilskipunin og lög um stjórn vatnamála ná þannig utan um afar víðfeðman málaflokk en um leið má ekki láta hátt flækjustig þeirra eða hið tæknilega heiti „lög um stjórn vatnamála“ fela tilgang laganna. Í sinni tærustu mynd eru þau einfaldlega ekkert annað en vatnsverndarlög. Þau snúa að vernd fljótandi vatns, hvort sem er í rennandi straumvötnum, stöðuvötnum, grunnvatnsstraumum eða strandsjó. Lögin eru heildstæð og almenns eðlis, og því afar mikilvæg fyrir samfélag og náttúru. Allar breytingar á þessum vatnsverndarlögum þarfnast yfirlegu og vandvirkni svo framtíð vatnsauðlinda Íslands sé tryggð. Vatnshlot Í umræðu um vatnamál hefur hugtakið vatnshlot síendurtekið skotið upp kollinum. Öllu fljótandi vatni á og við Ísland skal skipta upp í vatnshlot, en þau eru ekki aðalatriði laganna og hvorki almenningur né þingmenn þurfa að skilja smáatriði þeirra til að taka þátt í umræðu um vatnsvernd. Vatnshlot eru flokkunarfræðilegs eðlis og dregin upp til að staðsetja og skilgreina náttúru vatns á hverjum stað á landinu. Þannig er allt vatn hólfað niður í skipulagðar einingar sem hægt er að flokka og merkja, til einföldunar þegar kemur að vernd og eftirliti með vatni. Vatnshlot fá númer, eins konar strikamerki, sem sett eru á ár, vötn, grunnvatnssvæði og strandsjávarsvæði. Uppskipting í vatnshlot er löguð að náttúrufari og landslagi en ekki stjórnsýslueiningum svo sem sveitarfélögum. Minni háttar vatnsföll eru alla jafna skilgreind sem eitt vatnshlot á meðan lengri ám er yfirleitt skipt upp í fleiri vatnshlot, með mörk til dæmis við ármót eða stærri fossa og eftir því hvaða hlutar eru fiskgengir. Öllum vatnshlotum skal gefa ástandseinkunn, svo sem eftir vistfræðilegu ástandi eða hvort þau séu menguð af mannavöldum. Þá þarf að flokka vatnshlot eftir því raski sem þegar hefur verið unnið á þeim. Tilgreina skal sérstaklega vatnasvæði sem hefur verið raskað mikið af mannavöldum sem og svæði þar sem ný manngerð vatnshlot hafa verið búin til. Það á til að mynda við veituskurði vatnsaflsvirkjana. Margs konar aðrar flóknar reglur gilda um vatnshlot og flokkun þeirra sem óþarfi er að tíunda frekar eða kafa djúpt í. Misskilningur um framkvæmdir Ákveðins misskilnings hefur gætt hér á landi undanfarin misseri í umræðum um lög um stjórn vatnamála og innleiðingu vatnatilskipunar Evrópusambandsins. Þetta stafar einkum af stjórnsýslu- og dómsmálum í kringum Hvammsvirkjun í Þjórsá en virkjunarleyfi fyrir henni hafa tvívegis verið ógilt vegna þess að leyfin voru ólögmæt, í bæði skiptin vegna ákvæða í lögum um stjórn vatnamála. Misskilningurinn snýr einkum að því að lög um stjórn vatnamála snúist á einhvern hátt öðru fremur um virkjanir og framkvæmdir. Því fer fjarri. Lögin snúast ekki um framkvæmdir, hvernig veita skuli þeim brautargengi eða finna leiðir til að raska viðkvæmum vatnasvæðum á Íslandi. Meiriháttar rask á vatni og umgjörð þess er einfaldlega bannað með lögunum enda vatnsauðlindin svo dýrmæt að henni má ekki spilla. Grundvallarmarkmið vatnatilskipunarinnar er að vernda öll vatnasvæði. Undanþáguheimild Samkvæmt vatnatilskipun Evrópusambandsins er sem fyrr segir ekki leyfilegt að raska ástandi vatns. Aðildarríki EES-samningsins teljast þó ekki brjóta gegn þessu grundvallarmarkmið ef þau setja í lög sérstaka undanþáguheimild frá þessu banni. Það er þó ekki skylda heldur ákvörðun hvers ríkis hvort undanþáguheimild sé yfir höfuð lögfest. Undanþáguheimild er þó háð afar þröngum skilyrðum. Ef óskað er eftir að raska vatnshloti með breytingum á ástandi vatns eða nýjum framkvæmdum má samkvæmt vatnatilskipuninni einungis veita undanþágu ef ótvírætt er sýnt fram á að ómögulegt sé að ná markmiðum viðkomandi framkvæmdar á vægari hátt eða milda áhrif hennar á vatnsgæði án óhóflegs kostnaðar. Ekki má heldur veita undanþágu ef markmiðum framkvæmdar má ná með öðrum útfærslum eða framkvæmdum annars staðar en í viðkomandi vatnshloti. Afar brýnir almannahagsmunir Það sem þó er mikilverðast er þriðja skilyrðið, en samkvæmt því verður breytingin að varða afar brýna almannahagsmuni. Þessa almannahagsmuni skal samkvæmt vatnatilskipuninni túlka mjög þröngt enda er umturnun og eyðilegging vatnasvæða alls ekki léttvægt eða hversdagslegt viðfangsefni. Ef verkefni á fram að ganga eða hnignun vatns af öðrum ástæðum að vera réttlætanleg, þurfa almannahagsmunirnir sem eru undir að vera ennþá mikilvægari en það grundvallarmarkmið laganna að vernda viðkomandi vatnshlot, gæði þess og þá hagsmuni almennings og náttúru sem felast í því að halda vatni óspilltu. Á ensku er hér talað um „overriding public interest“, þ.e. að almannahagsmunir séu, í tilteknu tilviki, svo mikilvægir að þeir séu sannanlega enn þyngri á metunum en hin mikilvæga vernd vatns. Mat á brýnum almannahagsmunum Eðlilega þarf að gera mat á þessum afar brýnu almannahagsmunum fyrir hvert einstakt verkefni, sem raskar vatni, enda eru ólíkir hagsmunir undir í hverju tilviki fyrir sig. Í leiðbeiningum með vatnatilskipuninni er þetta mat reifað og dæmi nefnd um almannahagsmuni sem mögulega gætu vegið þyngra en vernd vatns. Undanþágu mætti til dæmis mögulega veita þegar heilsa og velferð almennings er undir, eins og þegar afla þarf neysluvatns í vatnsbólum. Orkuvinnsla getur mögulega fallið undir að varða afar brýna almannahagsmuni sem vegi þyngra á metunum en vernd vatnshlots, en það þarf veigameiri gögn til að sýna fram á það. Vatnsaflsvirkjanir falla alls ekki sjálfkrafa í þann flokk að vera brýnni en vernd vatns, einvörðungu vegna þess að með þeim sé framleidd endurnýjanleg orka. Virkjunarhugmyndir þarf að meta hverja fyrir sig enda fylgir þeim mismunandi fórnarkostnaður þegar litið er til að mynda til kostnaðar við töpuð tækifæri í svokallaðri vistkerfisþjónustu og tap á líffræðilegum fjölbreytileika. Allt ofangreint er talsvert nýstárlegt í samfélagslegri umræðu hér á landi, því lögin um stjórn vatnamála „gleymdust“ á undarlegan hátt í mörg ár, ef svo má segja. Umræðan er því enn nánast á upphafsreit. Sjálfkrafa flokkun stórvirkjana Aftur að frumvarpi ráðherra sem nú liggur fyrir Alþingi. Með því vill ríkisstjórnin breyta lögum um stjórn vatnamála á þann veg að virkjanakostir sem settir hafa verið í nýtingarflokk rammaáætlunar yrðu sjálfkrafa látnir falla undir það að vega þyngra á metunum („overriding public interest“) heldur en vernd þess vatnshlots sem virkjanakosturinn liggur í. Ekkert slíkt mat hefur nokkurn tíma verið gert á vettvangi rammaáætlunar og er ekki hlutverk hennar. Þessi breytingartillaga gengur ekki upp heldur brýtur gegn vatnatilskipun Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í þeim lögfræðiálitum sem skrifuð hafa verið í tengslum við frumvarpið. Með þessu yrði brotið alvarlega gegn EES-samningnum og sérmeðferð um stórvirkjanir fléttuð inn í annars yfirgripsmikil almenn vatnsverndarlög þar sem hvert inngrip skal rannsaka út af fyrir sig. Þessi breyting sem lögð er fram með frumvarpinu gengur algjörlega í berhögg við nútímahugmyndir um vatnsvernd, vernd líffræðilegrar fjölbreytni og framtíð vatnsauðlindarinnar. Henni ber að hafna. Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Vatn er mikilvægasta auðlind jarðar. Vatn er forsenda lífs og farsældar, hvort sem litið er til náttúrunnar eða samfélags manna. Víðast hvar á jörðinni hefur verið afar illa farið með vatn; mengun er stórfelld, lífríki og vistkerfum vatnasvæða hefur verið rústað, vatnstaka óhófleg og vatni veitt úr náttúrulegum farvegum straumvatna og stöðuvötnum. Loftslagsvá mun enn auka á þennan vanda og valda sífellt auknu álagi á vatnakerfi og umbreyta hringrás vatns á jörðu. Íslendingar búa yfir miklum og tiltölulega óspilltum vatnsauðlindum, svo sem hreinu grunnvatni, auðugum strandsvæðum og vatnsmiklum straumvötnum með sérstæðum vistkerfum, sem mörg hver teljast einstök á heimsvísu. Afar brýnt er að gæta að þessari auðlind og ábyrgð núlifandi kynslóða þegar kemur að vernd vatnsauðlindarinnar hér á landi er því afar rík. Viðhafa þarf sérstaka varúð við lagasetningu um vatnsvernd hérlendis. Ákvarðanir um breytingar á vatnsverndarlögum skal ekki taka af léttúð heldur varfærni og ávallt þarf að hafa í huga að náttúran skal njóta vafans. „Hvammsvirkjunarfrumvarpið“ Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um breytingar á svokölluðum lögum um stjórn vatnamála frá 2011. Lagafrumvarpið hefur hlotið töluverða umfjöllun í fjölmiðlum og af greinargerð þess sem og framsöguræðu ráðherra að dæma er það augljóslega lagt fram sem viðbragð við nýföllnum dómi héraðsdóms þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá var ógilt. Ráðherra hefur sagt að keyra skuli frumvarpið í gegn svo framkvæmdir við Hvammsvirkjun tefjist ekki vegna yfirstandandi dómsmáls - sem hann hefur samt líka áfrýjað til hæstaréttar. Ef við setjum álitamál um lagalega umgjörð frumvarpsins til hliðar um sinn sitja eftir spurningarnar: Um hvað snúast þessi lög um stjórn vatnamála? Skipta þau okkur máli eða eru þau einfaldlega til trafala þegar kemur að framkvæmdum eins og Hvammsvirkjun? Um vatnatilskipun og lög um stjórn vatnamála Lög um stjórn vatnamála frá 2011 eru innleiðing á svokallaðri vatnatilskipun Evrópusambandsins frá aldamótum. Hún snýst í grunninn um allsherjarvernd vatnsauðlindarinnar. Lögunum er ætlað að tryggja um langa framtíð heilnæmi vatns og aðgengi að því ómenguðu og óspjölluðu, bæði fyrir mannkynið sem og allt lífríki jarðar, sem maðurinn byggir tilveru sína á. Vatnatilskipunin er bindandi fyrir öll aðildarríki að EES-samningnum og hana verður því að innleiða í íslensk lög eftir nákvæmum fyrirmælum ESB. Vatnatilskipunin og lög um stjórn vatnamála ná þannig utan um afar víðfeðman málaflokk en um leið má ekki láta hátt flækjustig þeirra eða hið tæknilega heiti „lög um stjórn vatnamála“ fela tilgang laganna. Í sinni tærustu mynd eru þau einfaldlega ekkert annað en vatnsverndarlög. Þau snúa að vernd fljótandi vatns, hvort sem er í rennandi straumvötnum, stöðuvötnum, grunnvatnsstraumum eða strandsjó. Lögin eru heildstæð og almenns eðlis, og því afar mikilvæg fyrir samfélag og náttúru. Allar breytingar á þessum vatnsverndarlögum þarfnast yfirlegu og vandvirkni svo framtíð vatnsauðlinda Íslands sé tryggð. Vatnshlot Í umræðu um vatnamál hefur hugtakið vatnshlot síendurtekið skotið upp kollinum. Öllu fljótandi vatni á og við Ísland skal skipta upp í vatnshlot, en þau eru ekki aðalatriði laganna og hvorki almenningur né þingmenn þurfa að skilja smáatriði þeirra til að taka þátt í umræðu um vatnsvernd. Vatnshlot eru flokkunarfræðilegs eðlis og dregin upp til að staðsetja og skilgreina náttúru vatns á hverjum stað á landinu. Þannig er allt vatn hólfað niður í skipulagðar einingar sem hægt er að flokka og merkja, til einföldunar þegar kemur að vernd og eftirliti með vatni. Vatnshlot fá númer, eins konar strikamerki, sem sett eru á ár, vötn, grunnvatnssvæði og strandsjávarsvæði. Uppskipting í vatnshlot er löguð að náttúrufari og landslagi en ekki stjórnsýslueiningum svo sem sveitarfélögum. Minni háttar vatnsföll eru alla jafna skilgreind sem eitt vatnshlot á meðan lengri ám er yfirleitt skipt upp í fleiri vatnshlot, með mörk til dæmis við ármót eða stærri fossa og eftir því hvaða hlutar eru fiskgengir. Öllum vatnshlotum skal gefa ástandseinkunn, svo sem eftir vistfræðilegu ástandi eða hvort þau séu menguð af mannavöldum. Þá þarf að flokka vatnshlot eftir því raski sem þegar hefur verið unnið á þeim. Tilgreina skal sérstaklega vatnasvæði sem hefur verið raskað mikið af mannavöldum sem og svæði þar sem ný manngerð vatnshlot hafa verið búin til. Það á til að mynda við veituskurði vatnsaflsvirkjana. Margs konar aðrar flóknar reglur gilda um vatnshlot og flokkun þeirra sem óþarfi er að tíunda frekar eða kafa djúpt í. Misskilningur um framkvæmdir Ákveðins misskilnings hefur gætt hér á landi undanfarin misseri í umræðum um lög um stjórn vatnamála og innleiðingu vatnatilskipunar Evrópusambandsins. Þetta stafar einkum af stjórnsýslu- og dómsmálum í kringum Hvammsvirkjun í Þjórsá en virkjunarleyfi fyrir henni hafa tvívegis verið ógilt vegna þess að leyfin voru ólögmæt, í bæði skiptin vegna ákvæða í lögum um stjórn vatnamála. Misskilningurinn snýr einkum að því að lög um stjórn vatnamála snúist á einhvern hátt öðru fremur um virkjanir og framkvæmdir. Því fer fjarri. Lögin snúast ekki um framkvæmdir, hvernig veita skuli þeim brautargengi eða finna leiðir til að raska viðkvæmum vatnasvæðum á Íslandi. Meiriháttar rask á vatni og umgjörð þess er einfaldlega bannað með lögunum enda vatnsauðlindin svo dýrmæt að henni má ekki spilla. Grundvallarmarkmið vatnatilskipunarinnar er að vernda öll vatnasvæði. Undanþáguheimild Samkvæmt vatnatilskipun Evrópusambandsins er sem fyrr segir ekki leyfilegt að raska ástandi vatns. Aðildarríki EES-samningsins teljast þó ekki brjóta gegn þessu grundvallarmarkmið ef þau setja í lög sérstaka undanþáguheimild frá þessu banni. Það er þó ekki skylda heldur ákvörðun hvers ríkis hvort undanþáguheimild sé yfir höfuð lögfest. Undanþáguheimild er þó háð afar þröngum skilyrðum. Ef óskað er eftir að raska vatnshloti með breytingum á ástandi vatns eða nýjum framkvæmdum má samkvæmt vatnatilskipuninni einungis veita undanþágu ef ótvírætt er sýnt fram á að ómögulegt sé að ná markmiðum viðkomandi framkvæmdar á vægari hátt eða milda áhrif hennar á vatnsgæði án óhóflegs kostnaðar. Ekki má heldur veita undanþágu ef markmiðum framkvæmdar má ná með öðrum útfærslum eða framkvæmdum annars staðar en í viðkomandi vatnshloti. Afar brýnir almannahagsmunir Það sem þó er mikilverðast er þriðja skilyrðið, en samkvæmt því verður breytingin að varða afar brýna almannahagsmuni. Þessa almannahagsmuni skal samkvæmt vatnatilskipuninni túlka mjög þröngt enda er umturnun og eyðilegging vatnasvæða alls ekki léttvægt eða hversdagslegt viðfangsefni. Ef verkefni á fram að ganga eða hnignun vatns af öðrum ástæðum að vera réttlætanleg, þurfa almannahagsmunirnir sem eru undir að vera ennþá mikilvægari en það grundvallarmarkmið laganna að vernda viðkomandi vatnshlot, gæði þess og þá hagsmuni almennings og náttúru sem felast í því að halda vatni óspilltu. Á ensku er hér talað um „overriding public interest“, þ.e. að almannahagsmunir séu, í tilteknu tilviki, svo mikilvægir að þeir séu sannanlega enn þyngri á metunum en hin mikilvæga vernd vatns. Mat á brýnum almannahagsmunum Eðlilega þarf að gera mat á þessum afar brýnu almannahagsmunum fyrir hvert einstakt verkefni, sem raskar vatni, enda eru ólíkir hagsmunir undir í hverju tilviki fyrir sig. Í leiðbeiningum með vatnatilskipuninni er þetta mat reifað og dæmi nefnd um almannahagsmuni sem mögulega gætu vegið þyngra en vernd vatns. Undanþágu mætti til dæmis mögulega veita þegar heilsa og velferð almennings er undir, eins og þegar afla þarf neysluvatns í vatnsbólum. Orkuvinnsla getur mögulega fallið undir að varða afar brýna almannahagsmuni sem vegi þyngra á metunum en vernd vatnshlots, en það þarf veigameiri gögn til að sýna fram á það. Vatnsaflsvirkjanir falla alls ekki sjálfkrafa í þann flokk að vera brýnni en vernd vatns, einvörðungu vegna þess að með þeim sé framleidd endurnýjanleg orka. Virkjunarhugmyndir þarf að meta hverja fyrir sig enda fylgir þeim mismunandi fórnarkostnaður þegar litið er til að mynda til kostnaðar við töpuð tækifæri í svokallaðri vistkerfisþjónustu og tap á líffræðilegum fjölbreytileika. Allt ofangreint er talsvert nýstárlegt í samfélagslegri umræðu hér á landi, því lögin um stjórn vatnamála „gleymdust“ á undarlegan hátt í mörg ár, ef svo má segja. Umræðan er því enn nánast á upphafsreit. Sjálfkrafa flokkun stórvirkjana Aftur að frumvarpi ráðherra sem nú liggur fyrir Alþingi. Með því vill ríkisstjórnin breyta lögum um stjórn vatnamála á þann veg að virkjanakostir sem settir hafa verið í nýtingarflokk rammaáætlunar yrðu sjálfkrafa látnir falla undir það að vega þyngra á metunum („overriding public interest“) heldur en vernd þess vatnshlots sem virkjanakosturinn liggur í. Ekkert slíkt mat hefur nokkurn tíma verið gert á vettvangi rammaáætlunar og er ekki hlutverk hennar. Þessi breytingartillaga gengur ekki upp heldur brýtur gegn vatnatilskipun Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í þeim lögfræðiálitum sem skrifuð hafa verið í tengslum við frumvarpið. Með þessu yrði brotið alvarlega gegn EES-samningnum og sérmeðferð um stórvirkjanir fléttuð inn í annars yfirgripsmikil almenn vatnsverndarlög þar sem hvert inngrip skal rannsaka út af fyrir sig. Þessi breyting sem lögð er fram með frumvarpinu gengur algjörlega í berhögg við nútímahugmyndir um vatnsvernd, vernd líffræðilegrar fjölbreytni og framtíð vatnsauðlindarinnar. Henni ber að hafna. Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun