„Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 1. mars 2025 14:16 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir boðaðar breytingar á lögum, sem fela í sér auknar heimildir lögreglu, ekki ógna stoðum réttarríkisins. Drög að frumvarpi dómsmálaráðherra hafa verið kynnt í samráðsgátt, sem hefur það að markmiði að auka skilvirkni og efla getu yfirvalda til að endurheimta ávinning af glæpum. Meðal þess sem lagt er til er að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar. Ráðherra segir markmiðið að bregðast við athugasemdum og samræma íslenska löggjöf í takt við það sem þekkist í nágrannalöndum. „Þetta er í raun og veru viðbragð við því þegar að Ísland lenti eins og við munum á gráum lista vegna þess að í tíð fyrri stjórnvalda vantaði verulega upp á aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þetta eru fjármálaupplýsingar sem önnur stjórnvöld eru þegar með aðgang að og mér fannst bara fráleitt að lögreglan væri í verri stöðu en Skatturinn eða fjármálaeftirlitið,“ segir Þorbjörg. Stóra málið snúist um að löggjöf Íslands sé sambærileg við það sem gengur og gerist í samanburðarlöndum og að „Ísland sé ekki lengur útsett fyrir því að vera á gráum lista með löndum á borð við Albaníu, Simbabve og Sýrlandi,“ líkt og ráðherra orðar það. Hún ítrekar að það sé ekki svo að lögregla geti gengið í fjárhagsupplýsingar borgaranna að tilefnislausu. „Þetta eru upplýsingar sem önnur stjórnvöld hafa aðgengi að án þess að vera með dómsúrskurð, þetta eru upplýsingar sem að liggja fyrir í kerfunum okkar. Þá er ekkert sem segir að lögreglan eigi að vera í verri stöðu hvað það varðar. Þetta er ekki lagasetning sem hefur áhrif á daglegt líf fólks,“ segir Þorbjörg. „Við erum einfaldlega að uppfæra löggjöf á Íslandi vegna gangrýni sem við höfum fengið á alþjóðlegum vettvangi.“ Hún segir efasemdaraddir ekki koma á óvart sem fyrstu viðbrögð við frumvarpinu, en boðaðar breytingar eiga sér eðlilegar skýringar. „Þetta er auðvitað alltaf í beinum tengslum við rannsóknir sakamála og stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Alþingi Lögreglan Fjármálafyrirtæki Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Ráðherra segir markmiðið að bregðast við athugasemdum og samræma íslenska löggjöf í takt við það sem þekkist í nágrannalöndum. „Þetta er í raun og veru viðbragð við því þegar að Ísland lenti eins og við munum á gráum lista vegna þess að í tíð fyrri stjórnvalda vantaði verulega upp á aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þetta eru fjármálaupplýsingar sem önnur stjórnvöld eru þegar með aðgang að og mér fannst bara fráleitt að lögreglan væri í verri stöðu en Skatturinn eða fjármálaeftirlitið,“ segir Þorbjörg. Stóra málið snúist um að löggjöf Íslands sé sambærileg við það sem gengur og gerist í samanburðarlöndum og að „Ísland sé ekki lengur útsett fyrir því að vera á gráum lista með löndum á borð við Albaníu, Simbabve og Sýrlandi,“ líkt og ráðherra orðar það. Hún ítrekar að það sé ekki svo að lögregla geti gengið í fjárhagsupplýsingar borgaranna að tilefnislausu. „Þetta eru upplýsingar sem önnur stjórnvöld hafa aðgengi að án þess að vera með dómsúrskurð, þetta eru upplýsingar sem að liggja fyrir í kerfunum okkar. Þá er ekkert sem segir að lögreglan eigi að vera í verri stöðu hvað það varðar. Þetta er ekki lagasetning sem hefur áhrif á daglegt líf fólks,“ segir Þorbjörg. „Við erum einfaldlega að uppfæra löggjöf á Íslandi vegna gangrýni sem við höfum fengið á alþjóðlegum vettvangi.“ Hún segir efasemdaraddir ekki koma á óvart sem fyrstu viðbrögð við frumvarpinu, en boðaðar breytingar eiga sér eðlilegar skýringar. „Þetta er auðvitað alltaf í beinum tengslum við rannsóknir sakamála og stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Alþingi Lögreglan Fjármálafyrirtæki Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira