Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar 17. mars 2025 10:02 Undanfarið hefur umræðan um endurupptöku umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu aftur blossað upp. Sumir halda því fram að það „saki ekki að líta í pakkann“ og að Ísland gæti „samið um undanþágur“ vegna sérstöðu sinnar. Slík rök hafa verið sett fram af ýmsum samfélagsrýnendum og jafnvel kjörnum fulltrúum núverandi stjórnarflokka. Þessi rök bera vitni um skort á skilningi á eðli aðildarferlisins. Það er óumdeilanlegt hvað felst í aðild að Evrópusambandinu, ferlið er ekki hefðbundnar samningaviðræður heldur umsóknarferli. Eina atriðið sem samið er um snýr að nákvæmum skilyrðum, tímasetningu aðlögunar, innleiðingu og framfylgd allra gildandi reglna Evrópusambandsins af hálfu umsóknarríkisins. Markmið ferlisins er að tryggja að umsóknarríki séu tilbúin til að axla ábyrgð aðildar og að öll nauðsynleg skilyrði séu uppfyllt áður en aðild er veitt. Þótt tiltekin umsóknarríki hafi fengið tímabundnar undanþágur frá ákveðnum reglum á meðan á aðlögunarferlinu stendur, er loka niðurstaðan ætíð full aðlögun að lögum og reglum sambandsins. Varanlegar undanþágur eru ekki veittar. Aðlögunarferlið er hannað þannig að stjórnsýsla og löggjöf umsóknarríkisins verði í samræmi við kröfur sambandsins með tímanum. Þannig er tryggt að öll aðildarríki ESB starfi eftir sömu reglum og skilyrðum, sem stuðlar að samheldni sambandsins og eflingu innri markaðarins. Því er óþarfi að tala um að „líta í pakkann“ eða „taka samtal“, fyrir liggur hvað felst í aðild. Það eina sem þarf er að kynna sér málið. Helstu upplýsingar um umsóknarferlið er að finna hér: Conditions for membership - European Commission ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/doc_93_3 FAQ accession negotiations.pdf Höfundur er lögfræðingur og nemandi í LL.M. í evrópskum og alþjóðlegum skattarétti við Háskólann í Lundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur umræðan um endurupptöku umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu aftur blossað upp. Sumir halda því fram að það „saki ekki að líta í pakkann“ og að Ísland gæti „samið um undanþágur“ vegna sérstöðu sinnar. Slík rök hafa verið sett fram af ýmsum samfélagsrýnendum og jafnvel kjörnum fulltrúum núverandi stjórnarflokka. Þessi rök bera vitni um skort á skilningi á eðli aðildarferlisins. Það er óumdeilanlegt hvað felst í aðild að Evrópusambandinu, ferlið er ekki hefðbundnar samningaviðræður heldur umsóknarferli. Eina atriðið sem samið er um snýr að nákvæmum skilyrðum, tímasetningu aðlögunar, innleiðingu og framfylgd allra gildandi reglna Evrópusambandsins af hálfu umsóknarríkisins. Markmið ferlisins er að tryggja að umsóknarríki séu tilbúin til að axla ábyrgð aðildar og að öll nauðsynleg skilyrði séu uppfyllt áður en aðild er veitt. Þótt tiltekin umsóknarríki hafi fengið tímabundnar undanþágur frá ákveðnum reglum á meðan á aðlögunarferlinu stendur, er loka niðurstaðan ætíð full aðlögun að lögum og reglum sambandsins. Varanlegar undanþágur eru ekki veittar. Aðlögunarferlið er hannað þannig að stjórnsýsla og löggjöf umsóknarríkisins verði í samræmi við kröfur sambandsins með tímanum. Þannig er tryggt að öll aðildarríki ESB starfi eftir sömu reglum og skilyrðum, sem stuðlar að samheldni sambandsins og eflingu innri markaðarins. Því er óþarfi að tala um að „líta í pakkann“ eða „taka samtal“, fyrir liggur hvað felst í aðild. Það eina sem þarf er að kynna sér málið. Helstu upplýsingar um umsóknarferlið er að finna hér: Conditions for membership - European Commission ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/doc_93_3 FAQ accession negotiations.pdf Höfundur er lögfræðingur og nemandi í LL.M. í evrópskum og alþjóðlegum skattarétti við Háskólann í Lundi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun