Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir, Eiríkur Svavarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Heiðbrá Ólafsdóttir, Jakob Frímann Magnússon og Þorsteinn Sæmundsson skrifa 26. mars 2025 09:01 Stundum og of oft heyrast raddir um að afnema eigi alla tolla á innflutt matvæli m.a. í nafni samkeppninnar sem þar af leiði af sér ódýrari matvæli fyrir neytendur. Í fámennu landi eins og Íslandi hefur það hins vegar sýnt sig að samkeppninni hefur ekki tekist að tryggja betri kjör (matvöru-, banka- og tryggingamarkaður t.d.). Slík leið að afnema tolla á innflutt matvæli myndi eingöngu leiða til algerrar einokunar innflutningsaðila og um leið yrði Íslenska þjóðin á allan hátt háð utanaðkomandi aðilum um mat. Miklar líkur væru á að landbúnaður legðist af á Íslandi og hætta yrði á að sú þekking og færni sem íslenska þjóðin býr yfir þegar kemur að sjálfbærni í fæðuöflun og ræktun myndi tapast að stórum hluta. Tollar eru notaðir um allan heim til að tryggja hagsmuni þjóða. Hagsmunirnir eru sannarlega misjafnir milli landa en geta t.d. verið til að tryggja ákveðið framboð vöru, vernda þjóðhagslega mikilvæga framleiðslu, tryggja sérstöðu o.fl. Langflest lönd ásamt ríkjasambandinu ESB nota tolla í þessum tilgangi. Örfá ríki leggja ekki tolla á innflutt matvæli og er það þá oftast vegna þess að þau reiða sig nær alfarið á innflutning matvæla. Það kemur því óneitanlega spánskt fyrir sjónir sú staðreynd að flest matvæli sem flutt eru inn til matarkistunnar Íslands bera litla eða enga tolla. Þá er vert að minnast á að langstærsti hluti þeirra innfluttu matvæla eru samt töluvert dýrari en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Tolla á að nýta m.a. í þeirri viðleitni að tryggja ákveðið fæðuöryggi fyrir landsmenn og að vera liður í að Íslendingar hafi aðgang að hreinum og heilsusamlegum matvælum t.d. ef landið einangrast vegna efnahagshruns, sjúkdóma, tollastríða stórríkja og stríðsátaka. Þá má alls ekki gleyma því að notkun sýklalyfja í landbúnaði hér á landi er eitt það lægsta á heimsvísu en útbreiðsla sýklalyfjaónæmra baktería er talin ein stærsta heilsufarsógn mannkyns í heiminum í dag. Samhliða þessari ógn er íslenskum bændum ætlað að búa við eitt strangasta regluverk sem fyrir finnst í Evrópu á sama tíma og þeir eiga að keppa við erlend stórfyrirtæki og verksmiðjubú sem auðveldlega geta gert út af við íslenskan fjölskyldubúskap á örskömmum tíma um leið og erfitt er að rekja feril innfluttu vörunnar. Þessi stórfyrirtæki búa jafnvel við slakara regluverk eða minni eftirfylgni, þegar kemur að hollustuháttum dýra og afurða ásamt þeirri köldu staðreynd að sýklalyfjum er oft blandað saman við fóður dýra til að minnka afföll og veikindi innan hópsins. Tollar draga úr hættunni sem fylgir því að vera öðrum háð með matvæli. Miðflokkurinn hefur lagt áherslur á öflugan íslenskan landbúnað þar sem tollvernd er nýtt til að tryggja rekstrarumhverfi bænda, hagsmuni neytenda og þar með fæðuöryggi þjóðarinnar. Þingmenn Miðflokksins hafa margsinnis lagt fram þingmál um heildarstefnumótun í landbúnaði og þá hafa Landsþing flokksins ályktað skýrt um mikilvægi landbúnaðar og tollvernd. Þannig er flokkurinn alveg skýr í sinni afstöðu til innlendrar matvælaframleiðslu og fæðuöryggi þjóðarinnar. Höfundar eru varaþingmenn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Miðflokkurinn Ágústa Ágústsdóttir Jakob Frímann Magnússon Þorsteinn Sæmundsson Gunnar Bragi Sveinsson Alþingi Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Sjá meira
Stundum og of oft heyrast raddir um að afnema eigi alla tolla á innflutt matvæli m.a. í nafni samkeppninnar sem þar af leiði af sér ódýrari matvæli fyrir neytendur. Í fámennu landi eins og Íslandi hefur það hins vegar sýnt sig að samkeppninni hefur ekki tekist að tryggja betri kjör (matvöru-, banka- og tryggingamarkaður t.d.). Slík leið að afnema tolla á innflutt matvæli myndi eingöngu leiða til algerrar einokunar innflutningsaðila og um leið yrði Íslenska þjóðin á allan hátt háð utanaðkomandi aðilum um mat. Miklar líkur væru á að landbúnaður legðist af á Íslandi og hætta yrði á að sú þekking og færni sem íslenska þjóðin býr yfir þegar kemur að sjálfbærni í fæðuöflun og ræktun myndi tapast að stórum hluta. Tollar eru notaðir um allan heim til að tryggja hagsmuni þjóða. Hagsmunirnir eru sannarlega misjafnir milli landa en geta t.d. verið til að tryggja ákveðið framboð vöru, vernda þjóðhagslega mikilvæga framleiðslu, tryggja sérstöðu o.fl. Langflest lönd ásamt ríkjasambandinu ESB nota tolla í þessum tilgangi. Örfá ríki leggja ekki tolla á innflutt matvæli og er það þá oftast vegna þess að þau reiða sig nær alfarið á innflutning matvæla. Það kemur því óneitanlega spánskt fyrir sjónir sú staðreynd að flest matvæli sem flutt eru inn til matarkistunnar Íslands bera litla eða enga tolla. Þá er vert að minnast á að langstærsti hluti þeirra innfluttu matvæla eru samt töluvert dýrari en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Tolla á að nýta m.a. í þeirri viðleitni að tryggja ákveðið fæðuöryggi fyrir landsmenn og að vera liður í að Íslendingar hafi aðgang að hreinum og heilsusamlegum matvælum t.d. ef landið einangrast vegna efnahagshruns, sjúkdóma, tollastríða stórríkja og stríðsátaka. Þá má alls ekki gleyma því að notkun sýklalyfja í landbúnaði hér á landi er eitt það lægsta á heimsvísu en útbreiðsla sýklalyfjaónæmra baktería er talin ein stærsta heilsufarsógn mannkyns í heiminum í dag. Samhliða þessari ógn er íslenskum bændum ætlað að búa við eitt strangasta regluverk sem fyrir finnst í Evrópu á sama tíma og þeir eiga að keppa við erlend stórfyrirtæki og verksmiðjubú sem auðveldlega geta gert út af við íslenskan fjölskyldubúskap á örskömmum tíma um leið og erfitt er að rekja feril innfluttu vörunnar. Þessi stórfyrirtæki búa jafnvel við slakara regluverk eða minni eftirfylgni, þegar kemur að hollustuháttum dýra og afurða ásamt þeirri köldu staðreynd að sýklalyfjum er oft blandað saman við fóður dýra til að minnka afföll og veikindi innan hópsins. Tollar draga úr hættunni sem fylgir því að vera öðrum háð með matvæli. Miðflokkurinn hefur lagt áherslur á öflugan íslenskan landbúnað þar sem tollvernd er nýtt til að tryggja rekstrarumhverfi bænda, hagsmuni neytenda og þar með fæðuöryggi þjóðarinnar. Þingmenn Miðflokksins hafa margsinnis lagt fram þingmál um heildarstefnumótun í landbúnaði og þá hafa Landsþing flokksins ályktað skýrt um mikilvægi landbúnaðar og tollvernd. Þannig er flokkurinn alveg skýr í sinni afstöðu til innlendrar matvælaframleiðslu og fæðuöryggi þjóðarinnar. Höfundar eru varaþingmenn Miðflokksins.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun