Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar 10. apríl 2025 09:31 Vofa fer um Evrópu. Vofa illsku, vofa ómennsku, vofan fyrirlitningar, vofa grimmdar, vofa tilfinningaleysis gagnvart þeim sem ofbeldi eru beittir. Þetta eru ekki einu sinni ýkjur. Fólki er slátrað; konum og börnum jafnvel í meira mæli en karlmönnum. Sjúkrahús eru eyðilögð með sprengjuárásum, skólum líka og tjaldbúðum þeirra sem flúið hafa árásirnar. Blaðamenn markvisst stráfelldir; þeir sem skýrt hafa umheiminum frá þeim hörmungum sem eru að gerast og hafa verið að gerast undanfarin tvö ár. Sjúkraliðar drepnir í hrönnum við að reyna að bjarga mannslífum. Skipulega komð í veg fyrir að neyðarhjálp berist þeim sem þjást. En leiðtogar Evrópu leggja með þögn sinni blessun sína yfir ódæðið, ómennskuna, illskuna. Þeir sem ekki geta á heilum sér tekið vegna innrásar Rússa í Úkraínu, mannfallinu og eyðileggingunni sem af henni hefur hlotist, þeir láta sem ekkert sé. Þyrpast jafnvel til að hrista blóðstokknar hendur fjöldamorðingjanna og faðma þá að sér blóði drifna. Og heita þeim stuðningi. Fyrsta verk nýs forsætisráðherra breska Verkamannaflokksins var að senda utanríkisráðherra sinn til Ísrael að knúsa blóðugan Netanjahú. Einhverjum kann að finnast þessi uppsetning í dramatískara lagi. En þetta er sú mynd sem blasir við. Svo óskiljanlegt sem það kann að virðast þeim sem trúa á hið góða í mannskepnunni. Ég efast ekki um að leiðtogar „hins frjálsa heims“ telja sig gott fólk, jafnvel mannvini. Þyki vænt um börnin sín og barnabörnin, klappi hundunum sínum og knúsi heimilisköttinn. En af einhverjum ástæðum leggja þeir blessun sína yfir morð á saklausum almenningi í Palestínu, endalausar sprengjuárásir sem leiða ólýsanlegar þjáningar yfir þjóð sem ekki hefur annað til saka unnið en að hafa búið í landinu sínu í árþúsundir, í friði og spekt. Engin mótmæli vegna fjöldamorða, engin mótmæli vegna allra þeirra voðaverka sem unnin eru á degi hverjum í Palestínu af fólki sem á engan þegnrétt í landinu. Sárast er að hér á Íslandi heyrist ekkert. Enginn leiðtogi hvetur til þess að Ísrael sæti viðurlögum á borð við útilokanir frá íþróttamótum heimsins og menningarviðburðum á heimsmælikvarða. Eins og t.d. Evróvisjón og heimskeppnum. Það stóð ekki á viðbrögðunum gagnvart Rússum; þeir voru útilokaðir frá nánast öllum slíkum viðburðum eftir að þeir gerðu innrás í Úkraínu. Hvað er svona miklu betra við þjóðarmorð Ísraels en innrásina í Úkraínu? Höfundur er setjari og framhaldsskólakennari á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Vofa fer um Evrópu. Vofa illsku, vofa ómennsku, vofan fyrirlitningar, vofa grimmdar, vofa tilfinningaleysis gagnvart þeim sem ofbeldi eru beittir. Þetta eru ekki einu sinni ýkjur. Fólki er slátrað; konum og börnum jafnvel í meira mæli en karlmönnum. Sjúkrahús eru eyðilögð með sprengjuárásum, skólum líka og tjaldbúðum þeirra sem flúið hafa árásirnar. Blaðamenn markvisst stráfelldir; þeir sem skýrt hafa umheiminum frá þeim hörmungum sem eru að gerast og hafa verið að gerast undanfarin tvö ár. Sjúkraliðar drepnir í hrönnum við að reyna að bjarga mannslífum. Skipulega komð í veg fyrir að neyðarhjálp berist þeim sem þjást. En leiðtogar Evrópu leggja með þögn sinni blessun sína yfir ódæðið, ómennskuna, illskuna. Þeir sem ekki geta á heilum sér tekið vegna innrásar Rússa í Úkraínu, mannfallinu og eyðileggingunni sem af henni hefur hlotist, þeir láta sem ekkert sé. Þyrpast jafnvel til að hrista blóðstokknar hendur fjöldamorðingjanna og faðma þá að sér blóði drifna. Og heita þeim stuðningi. Fyrsta verk nýs forsætisráðherra breska Verkamannaflokksins var að senda utanríkisráðherra sinn til Ísrael að knúsa blóðugan Netanjahú. Einhverjum kann að finnast þessi uppsetning í dramatískara lagi. En þetta er sú mynd sem blasir við. Svo óskiljanlegt sem það kann að virðast þeim sem trúa á hið góða í mannskepnunni. Ég efast ekki um að leiðtogar „hins frjálsa heims“ telja sig gott fólk, jafnvel mannvini. Þyki vænt um börnin sín og barnabörnin, klappi hundunum sínum og knúsi heimilisköttinn. En af einhverjum ástæðum leggja þeir blessun sína yfir morð á saklausum almenningi í Palestínu, endalausar sprengjuárásir sem leiða ólýsanlegar þjáningar yfir þjóð sem ekki hefur annað til saka unnið en að hafa búið í landinu sínu í árþúsundir, í friði og spekt. Engin mótmæli vegna fjöldamorða, engin mótmæli vegna allra þeirra voðaverka sem unnin eru á degi hverjum í Palestínu af fólki sem á engan þegnrétt í landinu. Sárast er að hér á Íslandi heyrist ekkert. Enginn leiðtogi hvetur til þess að Ísrael sæti viðurlögum á borð við útilokanir frá íþróttamótum heimsins og menningarviðburðum á heimsmælikvarða. Eins og t.d. Evróvisjón og heimskeppnum. Það stóð ekki á viðbrögðunum gagnvart Rússum; þeir voru útilokaðir frá nánast öllum slíkum viðburðum eftir að þeir gerðu innrás í Úkraínu. Hvað er svona miklu betra við þjóðarmorð Ísraels en innrásina í Úkraínu? Höfundur er setjari og framhaldsskólakennari á eftirlaunum.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar