Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar 10. apríl 2025 09:31 Vofa fer um Evrópu. Vofa illsku, vofa ómennsku, vofan fyrirlitningar, vofa grimmdar, vofa tilfinningaleysis gagnvart þeim sem ofbeldi eru beittir. Þetta eru ekki einu sinni ýkjur. Fólki er slátrað; konum og börnum jafnvel í meira mæli en karlmönnum. Sjúkrahús eru eyðilögð með sprengjuárásum, skólum líka og tjaldbúðum þeirra sem flúið hafa árásirnar. Blaðamenn markvisst stráfelldir; þeir sem skýrt hafa umheiminum frá þeim hörmungum sem eru að gerast og hafa verið að gerast undanfarin tvö ár. Sjúkraliðar drepnir í hrönnum við að reyna að bjarga mannslífum. Skipulega komð í veg fyrir að neyðarhjálp berist þeim sem þjást. En leiðtogar Evrópu leggja með þögn sinni blessun sína yfir ódæðið, ómennskuna, illskuna. Þeir sem ekki geta á heilum sér tekið vegna innrásar Rússa í Úkraínu, mannfallinu og eyðileggingunni sem af henni hefur hlotist, þeir láta sem ekkert sé. Þyrpast jafnvel til að hrista blóðstokknar hendur fjöldamorðingjanna og faðma þá að sér blóði drifna. Og heita þeim stuðningi. Fyrsta verk nýs forsætisráðherra breska Verkamannaflokksins var að senda utanríkisráðherra sinn til Ísrael að knúsa blóðugan Netanjahú. Einhverjum kann að finnast þessi uppsetning í dramatískara lagi. En þetta er sú mynd sem blasir við. Svo óskiljanlegt sem það kann að virðast þeim sem trúa á hið góða í mannskepnunni. Ég efast ekki um að leiðtogar „hins frjálsa heims“ telja sig gott fólk, jafnvel mannvini. Þyki vænt um börnin sín og barnabörnin, klappi hundunum sínum og knúsi heimilisköttinn. En af einhverjum ástæðum leggja þeir blessun sína yfir morð á saklausum almenningi í Palestínu, endalausar sprengjuárásir sem leiða ólýsanlegar þjáningar yfir þjóð sem ekki hefur annað til saka unnið en að hafa búið í landinu sínu í árþúsundir, í friði og spekt. Engin mótmæli vegna fjöldamorða, engin mótmæli vegna allra þeirra voðaverka sem unnin eru á degi hverjum í Palestínu af fólki sem á engan þegnrétt í landinu. Sárast er að hér á Íslandi heyrist ekkert. Enginn leiðtogi hvetur til þess að Ísrael sæti viðurlögum á borð við útilokanir frá íþróttamótum heimsins og menningarviðburðum á heimsmælikvarða. Eins og t.d. Evróvisjón og heimskeppnum. Það stóð ekki á viðbrögðunum gagnvart Rússum; þeir voru útilokaðir frá nánast öllum slíkum viðburðum eftir að þeir gerðu innrás í Úkraínu. Hvað er svona miklu betra við þjóðarmorð Ísraels en innrásina í Úkraínu? Höfundur er setjari og framhaldsskólakennari á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Vofa fer um Evrópu. Vofa illsku, vofa ómennsku, vofan fyrirlitningar, vofa grimmdar, vofa tilfinningaleysis gagnvart þeim sem ofbeldi eru beittir. Þetta eru ekki einu sinni ýkjur. Fólki er slátrað; konum og börnum jafnvel í meira mæli en karlmönnum. Sjúkrahús eru eyðilögð með sprengjuárásum, skólum líka og tjaldbúðum þeirra sem flúið hafa árásirnar. Blaðamenn markvisst stráfelldir; þeir sem skýrt hafa umheiminum frá þeim hörmungum sem eru að gerast og hafa verið að gerast undanfarin tvö ár. Sjúkraliðar drepnir í hrönnum við að reyna að bjarga mannslífum. Skipulega komð í veg fyrir að neyðarhjálp berist þeim sem þjást. En leiðtogar Evrópu leggja með þögn sinni blessun sína yfir ódæðið, ómennskuna, illskuna. Þeir sem ekki geta á heilum sér tekið vegna innrásar Rússa í Úkraínu, mannfallinu og eyðileggingunni sem af henni hefur hlotist, þeir láta sem ekkert sé. Þyrpast jafnvel til að hrista blóðstokknar hendur fjöldamorðingjanna og faðma þá að sér blóði drifna. Og heita þeim stuðningi. Fyrsta verk nýs forsætisráðherra breska Verkamannaflokksins var að senda utanríkisráðherra sinn til Ísrael að knúsa blóðugan Netanjahú. Einhverjum kann að finnast þessi uppsetning í dramatískara lagi. En þetta er sú mynd sem blasir við. Svo óskiljanlegt sem það kann að virðast þeim sem trúa á hið góða í mannskepnunni. Ég efast ekki um að leiðtogar „hins frjálsa heims“ telja sig gott fólk, jafnvel mannvini. Þyki vænt um börnin sín og barnabörnin, klappi hundunum sínum og knúsi heimilisköttinn. En af einhverjum ástæðum leggja þeir blessun sína yfir morð á saklausum almenningi í Palestínu, endalausar sprengjuárásir sem leiða ólýsanlegar þjáningar yfir þjóð sem ekki hefur annað til saka unnið en að hafa búið í landinu sínu í árþúsundir, í friði og spekt. Engin mótmæli vegna fjöldamorða, engin mótmæli vegna allra þeirra voðaverka sem unnin eru á degi hverjum í Palestínu af fólki sem á engan þegnrétt í landinu. Sárast er að hér á Íslandi heyrist ekkert. Enginn leiðtogi hvetur til þess að Ísrael sæti viðurlögum á borð við útilokanir frá íþróttamótum heimsins og menningarviðburðum á heimsmælikvarða. Eins og t.d. Evróvisjón og heimskeppnum. Það stóð ekki á viðbrögðunum gagnvart Rússum; þeir voru útilokaðir frá nánast öllum slíkum viðburðum eftir að þeir gerðu innrás í Úkraínu. Hvað er svona miklu betra við þjóðarmorð Ísraels en innrásina í Úkraínu? Höfundur er setjari og framhaldsskólakennari á eftirlaunum.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun