Ísland verður að vernda hafið og fiskimiðin frá námuvinnslu á hafsbotni Laura Sólveig Lefort Scheefer, Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Árni Finnsson, Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, Belén García Ovide og Huld Hafliðadóttir skrifa 3. júní 2025 13:00 Ísland er þekkt fyrir náið samband sitt við hafið. Frá menningarlegri sjálfsmynd okkar til efnahagslegs bakbeins þjóðarinnar hefur hafið mótað hver við erum. Í dag stendur hafið hins vegar frammi fyrir nýrri og hættulegri ógn sem felst í djúpsjávarnámuvinnslu. Námuvinnsla á hafsbotni myndi valda óafturkræfu tjóni á viðkvæmum og lítt þekktum vistkerfum hafsins. Eyðilegging búsvæða, hljóðmengun og dreifing á seti og úrgangsefnum truflar farleiðir og hrygningu fiska og þar með ógnar heilbrigði vistkerfa. Endurheimt vistkerfana, ef hún er möguleg, gæti tekið aldir. Að taka upp lítt rannsakaðan og áhættusaman iðnað í hafi stríðir gegn ábyrgri umgengi við náttúruna. Þrátt fyrir þetta heldur iðnaðurinn áfram að ryðja sér til rúms. Fyrirtækið The Metals Company hefur þegar sniðgengið alþjóðleg ferli með því að sækja um leyfi til djúpsjávarnámuvinnslu samkvæmt bandarískum lögum. Það grefur undan valdi “International Seabed Authority (ISA)” sem er stofnun á vegum Sameinuðu Þjóðanna með það hlutverk að hafa eftirlit með starfsemi á alþjóðlegum hafsbotni. Ísland, sem aðildarríki að ISA, stendur nú frammi fyrir vali: að þegja meðan aðrir marka stefnu framtíðarinnar, eða að taka þátt og vernda hafið. Dagana 9.-13. júní koma leiðtogar heims saman í Nice í Frakklandi á 3. hafráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna. Gert er ráð fyrir að umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra Íslands verði viðstaddur. Þetta er lykiltækifæri fyrir Ísland til að sameinast sífellt fleiri ríkjum, Norðurlandaráðinu, frumbyggjasamfélögum, frjálsum félagasamtökum, alþjóðlegum fyrirtækjum og fulltrúum sjávarútvegs sem krefjast þess að bundinn verði endir á djúpsjávarnámuvinnslu með varúðarsjónarmið að leiðarljósi. Með því yrðu send skýr skilaboð: Ísland ætlar ekki að sitja hjá á meðan einkaaðilar stofna heilsu hafsins, sameiginlegri arfleifð mannkyns, í hættu. Ákvarðanirnar sem teknar verða í Nice munu móta framtíð hafstjórnunar. Fyrir Ísland, þjóð sem hefur fæðu, efnahag, og sjálfsmynd sína samofið hafinu, er þetta augnablik sem við megum ekki láta framhjá okkur fara. Við hvetjum þig, Jóhann Páll Jóhannsson, til að sýna alþjóðlega forystu. Stattu með vísindunum. Stattu með hafinu. Stattu með samfélögunum sem byggja afkomu sína á því. Laura Sólveig Lefort Scheefer, forseti Ungra umhverfissinna Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, formaður Sustainable Ocean Alliance Ísland Belén García Ovide, stofnandi og verkefnastjóri Ocean Missions, Húsavík Huld Hafliðadóttir, stofnandi STEAM Húsavík og formaður SVÍVS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Árni Finnsson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Ísland er þekkt fyrir náið samband sitt við hafið. Frá menningarlegri sjálfsmynd okkar til efnahagslegs bakbeins þjóðarinnar hefur hafið mótað hver við erum. Í dag stendur hafið hins vegar frammi fyrir nýrri og hættulegri ógn sem felst í djúpsjávarnámuvinnslu. Námuvinnsla á hafsbotni myndi valda óafturkræfu tjóni á viðkvæmum og lítt þekktum vistkerfum hafsins. Eyðilegging búsvæða, hljóðmengun og dreifing á seti og úrgangsefnum truflar farleiðir og hrygningu fiska og þar með ógnar heilbrigði vistkerfa. Endurheimt vistkerfana, ef hún er möguleg, gæti tekið aldir. Að taka upp lítt rannsakaðan og áhættusaman iðnað í hafi stríðir gegn ábyrgri umgengi við náttúruna. Þrátt fyrir þetta heldur iðnaðurinn áfram að ryðja sér til rúms. Fyrirtækið The Metals Company hefur þegar sniðgengið alþjóðleg ferli með því að sækja um leyfi til djúpsjávarnámuvinnslu samkvæmt bandarískum lögum. Það grefur undan valdi “International Seabed Authority (ISA)” sem er stofnun á vegum Sameinuðu Þjóðanna með það hlutverk að hafa eftirlit með starfsemi á alþjóðlegum hafsbotni. Ísland, sem aðildarríki að ISA, stendur nú frammi fyrir vali: að þegja meðan aðrir marka stefnu framtíðarinnar, eða að taka þátt og vernda hafið. Dagana 9.-13. júní koma leiðtogar heims saman í Nice í Frakklandi á 3. hafráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna. Gert er ráð fyrir að umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra Íslands verði viðstaddur. Þetta er lykiltækifæri fyrir Ísland til að sameinast sífellt fleiri ríkjum, Norðurlandaráðinu, frumbyggjasamfélögum, frjálsum félagasamtökum, alþjóðlegum fyrirtækjum og fulltrúum sjávarútvegs sem krefjast þess að bundinn verði endir á djúpsjávarnámuvinnslu með varúðarsjónarmið að leiðarljósi. Með því yrðu send skýr skilaboð: Ísland ætlar ekki að sitja hjá á meðan einkaaðilar stofna heilsu hafsins, sameiginlegri arfleifð mannkyns, í hættu. Ákvarðanirnar sem teknar verða í Nice munu móta framtíð hafstjórnunar. Fyrir Ísland, þjóð sem hefur fæðu, efnahag, og sjálfsmynd sína samofið hafinu, er þetta augnablik sem við megum ekki láta framhjá okkur fara. Við hvetjum þig, Jóhann Páll Jóhannsson, til að sýna alþjóðlega forystu. Stattu með vísindunum. Stattu með hafinu. Stattu með samfélögunum sem byggja afkomu sína á því. Laura Sólveig Lefort Scheefer, forseti Ungra umhverfissinna Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, formaður Sustainable Ocean Alliance Ísland Belén García Ovide, stofnandi og verkefnastjóri Ocean Missions, Húsavík Huld Hafliðadóttir, stofnandi STEAM Húsavík og formaður SVÍVS
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar