Kæra utanríkisráðherra fyrir landráð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. júní 2025 13:04 Frá vinstri eru þeir Arnar Þór Jónsson, lögmaður hópsins, Sigfús Aðalsteinsson, Gústaf Níelsson og Baldur Borgþórsson. Vísir/Samsett Samtökin Þjóðfrelsi, sem telja að sögn Arnars Þórs Jónssonar forsvarsmanns þverpólitískan og fjölbreyttan hóp, hafa ákveðið að kæra utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við innleiðingu bókunar 35. Arnar Þór Jónsson, lögmaður og fyrrverandi stofnandi Lýðræðisflokksins, er lögmaður samtakanna og segist í samtali við fréttastofu ekki vera sjálfur aðili að kærunni. Samtökin sem hafi sprottið upp í kringum þessa kæru hafi falið Arnari að skrifa erindið og senda það ríkislögreglustjóra. Brot gegn fullveldi Íslands Í tilkynningu sem hópurinn sendi fjölmiðlum segir að innleiðing bókunar 35 feli í sér grundvallarbreytingu á íslenskum rétti. Verði frumvarpið að lögum, yrði með því grafið undan íslensku dómsvaldi og brjóti í bága við aðra grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um að enginn skuli fara með dómsvald á Íslandi nema þeir sem réttilega hafa verið skipaðir í dómaraembætti samkvæmt íslenskum lögum. „Með frumvarpinu er í raun einnig verið að grafa undan lagasetningarvaldi Alþingis án þess að stjórnarskráin veiti til þess heimild. Því er ljóst að frumvarpið samrýmist ekki ákvæðum stjórnarskrárinnar,“ segir í tilkynningunni. Samtökin segja að landráð vísi meðal annars til þess þegar einstaklingar fremja verknað sem miðar að því að stofna öryggi eða sjálfstæði íslenska ríkisins í hættu eða koma ríkinu undir erlend yfirráð. Framlagning hins tilgreinda frumvarps jafngildi ekki einungis fyrirætlun um trúnaðarbrot í starfi heldur feli hún einnig í sér brot gegn fullveldi og stjórnskipun landsins. „Framlagning og stuðningur við frumvarpið kann því að falla undir verknaðarlýsingar í lögum er varða landráð, en fyrir slík brot ber að höfða sakamál samkvæmt viðeigandi réttarfarslöggjöf,“ segir í tilkynningunni. Í 86. grein hegningarlaga segir reyndar orðrétt að hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði „með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum“ að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, skuli sæta refsingu. Arnar svaraði því ekki hvað þessara skilyrða ætti við í þessu tilviki. Segir hópinn þverpólitískan Hópurinn telur að við þær aðstæður sem uppi eru komnar á Alþingi, nefnilega að umræða standi yfir um innleiðingu bókunarinnar, sé ekkert úrræði nærtækara en að leggja fram kæru hjá ríkislögreglustjóra á hendur utanríkisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem framsögumanns frumvarps um breytingu á lögum um evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, betur þekkt sem bókun 35. Arnar Þór segir þverpólitískan og fjölbreyttan hóp standa að samtökunum. Í honum séu konur og karlar á ýmsum aldri og alls staðar að á landinu. Engar upplýsingar er heldur að finna um samtökin á netinu. Hann rekur enga heimasíðu og er ekki skráður í fyrirtækjaskrá. Í kærunni sem fréttastofa hefur undir höndum er listi yfir þá sem að kærunni standa. Þeirra á meðal er Sigfús Aðalsteinsson, skipuleggjandi mótmælafunda gegn stefnu ríkisstjórnarinnar í hælisleitendamálum, Þröstur Jónsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, Gústaf Níelsson, sagnfræðingur og bróðir Brynjars Níelssonar og Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi Miðflokksins. „Þarna er fólk úr VG og fólk sem hefur verið í Sjálfstæðisflokknum og er í sjálfstæðisflokknum og fólk sem hefur verið í öðrum flokkum. Þetta er þverpólitískt,“ segir hann. Hann segir þennan hóp borgara sjá sig tilknúna til að grípa til varna þegar kjörnir fulltrúar, þingmenn og ráðherrar, vega að stjórnarkskránni. „Það má halda því fram að það sé búið afflytja málið þannig á þinginu að það sé verið að slá ryki í augu bæði þingmanna og almennings. Svo er það úrslausnarefni yfirvalda að leysa úr því. Það er verið að vinna að því að mati minna umbjóðenda að því að framselja vald úr landi í bága við ákvæði íslensku stjórnarskrárinnar,“ segir Arnar. Fyrst þurfi að breyta stjórnarskránni Það hafi verið frumforsenda þess að Ísland gengi inn í evrópska efnahagssvæðið að ef íslensk stangaðist á evrópsk lög þá komi það til kasta íslenskra dómstóla. „Nú er verið að klippa íslenska dómstóla út úr því mengi og dómsvaldið og túlkunarvaldið á að vera alfarið hjá erlendum stofnunum. Þetta er ekkert gamanmál,“ segir hann. Arnar segir að sé það einlægur pólitískur vilji Alþingis að innleiða bókun 35 þurfi fyrst að breyta stjórnarskránni. „Það er lágmarkskrafa þessa fólks að kjörnir fulltrúar þeirri sýni stjórnarskránni þá virðingu að brjóta hana ekki heldur fara rétta leið ef þetta er vilji þeirra,“ segir Arnar Þór Jónsson. Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bókun 35 Utanríkismál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Arnar Þór Jónsson, lögmaður og fyrrverandi stofnandi Lýðræðisflokksins, er lögmaður samtakanna og segist í samtali við fréttastofu ekki vera sjálfur aðili að kærunni. Samtökin sem hafi sprottið upp í kringum þessa kæru hafi falið Arnari að skrifa erindið og senda það ríkislögreglustjóra. Brot gegn fullveldi Íslands Í tilkynningu sem hópurinn sendi fjölmiðlum segir að innleiðing bókunar 35 feli í sér grundvallarbreytingu á íslenskum rétti. Verði frumvarpið að lögum, yrði með því grafið undan íslensku dómsvaldi og brjóti í bága við aðra grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um að enginn skuli fara með dómsvald á Íslandi nema þeir sem réttilega hafa verið skipaðir í dómaraembætti samkvæmt íslenskum lögum. „Með frumvarpinu er í raun einnig verið að grafa undan lagasetningarvaldi Alþingis án þess að stjórnarskráin veiti til þess heimild. Því er ljóst að frumvarpið samrýmist ekki ákvæðum stjórnarskrárinnar,“ segir í tilkynningunni. Samtökin segja að landráð vísi meðal annars til þess þegar einstaklingar fremja verknað sem miðar að því að stofna öryggi eða sjálfstæði íslenska ríkisins í hættu eða koma ríkinu undir erlend yfirráð. Framlagning hins tilgreinda frumvarps jafngildi ekki einungis fyrirætlun um trúnaðarbrot í starfi heldur feli hún einnig í sér brot gegn fullveldi og stjórnskipun landsins. „Framlagning og stuðningur við frumvarpið kann því að falla undir verknaðarlýsingar í lögum er varða landráð, en fyrir slík brot ber að höfða sakamál samkvæmt viðeigandi réttarfarslöggjöf,“ segir í tilkynningunni. Í 86. grein hegningarlaga segir reyndar orðrétt að hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði „með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum“ að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, skuli sæta refsingu. Arnar svaraði því ekki hvað þessara skilyrða ætti við í þessu tilviki. Segir hópinn þverpólitískan Hópurinn telur að við þær aðstæður sem uppi eru komnar á Alþingi, nefnilega að umræða standi yfir um innleiðingu bókunarinnar, sé ekkert úrræði nærtækara en að leggja fram kæru hjá ríkislögreglustjóra á hendur utanríkisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem framsögumanns frumvarps um breytingu á lögum um evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, betur þekkt sem bókun 35. Arnar Þór segir þverpólitískan og fjölbreyttan hóp standa að samtökunum. Í honum séu konur og karlar á ýmsum aldri og alls staðar að á landinu. Engar upplýsingar er heldur að finna um samtökin á netinu. Hann rekur enga heimasíðu og er ekki skráður í fyrirtækjaskrá. Í kærunni sem fréttastofa hefur undir höndum er listi yfir þá sem að kærunni standa. Þeirra á meðal er Sigfús Aðalsteinsson, skipuleggjandi mótmælafunda gegn stefnu ríkisstjórnarinnar í hælisleitendamálum, Þröstur Jónsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, Gústaf Níelsson, sagnfræðingur og bróðir Brynjars Níelssonar og Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi Miðflokksins. „Þarna er fólk úr VG og fólk sem hefur verið í Sjálfstæðisflokknum og er í sjálfstæðisflokknum og fólk sem hefur verið í öðrum flokkum. Þetta er þverpólitískt,“ segir hann. Hann segir þennan hóp borgara sjá sig tilknúna til að grípa til varna þegar kjörnir fulltrúar, þingmenn og ráðherrar, vega að stjórnarkskránni. „Það má halda því fram að það sé búið afflytja málið þannig á þinginu að það sé verið að slá ryki í augu bæði þingmanna og almennings. Svo er það úrslausnarefni yfirvalda að leysa úr því. Það er verið að vinna að því að mati minna umbjóðenda að því að framselja vald úr landi í bága við ákvæði íslensku stjórnarskrárinnar,“ segir Arnar. Fyrst þurfi að breyta stjórnarskránni Það hafi verið frumforsenda þess að Ísland gengi inn í evrópska efnahagssvæðið að ef íslensk stangaðist á evrópsk lög þá komi það til kasta íslenskra dómstóla. „Nú er verið að klippa íslenska dómstóla út úr því mengi og dómsvaldið og túlkunarvaldið á að vera alfarið hjá erlendum stofnunum. Þetta er ekkert gamanmál,“ segir hann. Arnar segir að sé það einlægur pólitískur vilji Alþingis að innleiða bókun 35 þurfi fyrst að breyta stjórnarskránni. „Það er lágmarkskrafa þessa fólks að kjörnir fulltrúar þeirri sýni stjórnarskránni þá virðingu að brjóta hana ekki heldur fara rétta leið ef þetta er vilji þeirra,“ segir Arnar Þór Jónsson.
Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bókun 35 Utanríkismál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði