Innlent

Beðið eftir krufningsskýrslu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Konan var handtekin á heimili fjölskyldunnar í Garðabæ. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Konan var handtekin á heimili fjölskyldunnar í Garðabæ. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm

Ástæðan fyrir því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist frekara gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna yfir konu grunuð um manndráp er sú að lykilrannsóknargagns er enn beðið, krufniningsskýrslu.

Þetta herma heimildir fréttastofu. Gæsluvarðhald yfir konunni, sem grunuð er um að hafa ráðið föður sínum bana á heimili þeirra í Garðabæ í apríl, var framlengt í dag um fjórar vikur á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Í lögum um meðferð sakamála segir að ekki sé heimilt að úrskurða sakborning til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Þeir rannsóknarhagsmunir sem eru undir er niðurstaða úr krufningsskýrslu samkvæmt heimildum fréttastofu.

Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagðist í samtali við Vísi í dag hvorki geta greint frá því hvers vegna konan væri á ný í varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna né hvers vegna hún hafi verið úrskurðuð í lengra varðhald en tólf vikna.

Konan var þann 7. maí úrskurðuð í gæsluvarðhald í fjórar vikur á grundvelli almannahagsmuna. Hún hefur sætt því þar til það var framlengt í dag á grundvelli rannsóknarhagsmuna.


Tengdar fréttir

Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd

Gæsluvarðhald yfir konu, sem grunuð er um að hafa ráðið föður sínum bana á heimili þeirra í Garðabæ, hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 29. júlí. Þá mun hún hafa sætt varðhaldi í fimmtán vikur en hámarkstími gæsluvarðhalds er tólf vikur, nema mál hafi verið höfðað gegn sakborningi eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×