Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar 1. desember 2025 13:01 Þjóðkirkjan boðar nú tvo krossa – og sá nýi frelsar engan Nýja heimasíða Þjóðkirkjunnar fór í loftið nýverið. Hún er glæsilega hönnuð, nútímaleg og vel unnin. Enginn ástæða til annars en að óska til hamingju með tæknilegar endurbætur. En stundum segir yfirborðið meira en það ætlar sér. Heimasíðan varpar ljósi á dýpri krísu sem ekki má hunsa. Þjóðkirkjan kennir tvö ólík trúarkerfi á sama vettvangi Á nýju síðunni má lesa skýra, fallega og klassíska lýsingu á kristinni trú: „Grunnur kristinnar trúar er trúin á Jesú Krist sem vitnað er um í Biblíunni.“ „Nýja testamentið segir frá persónu, verki og örlögum Jesú Krists – fæðingu, dauða og upprisu.“ „Vitnisburðurinn stendur í djúpum rótum Gamla testamentisins.“ Þetta er 100% í takt við lútherska játningu, postulega trúfræði og hina evangelísku arfleifð. Þetta er trú sem stendur á fullkomnu hjálpræðisverki Jesú Krists, ekki frammistöðu manneskjunnar sjálfrar. En strax á forsíðu sömu vefsíðu birtist allt önnur trú: „Ég trúi á minn hátt.“ „Settu saman þinn eigin kross.“ Þetta er ekki smávægilegt sjónarspil. Þetta er guðfræðileg mótsögn sem skers sem naglaklór á krítartöflu. Ef Jesús er grunnurinn – hvers vegna er krossinn samt sjálfmiðaður “ég”? Þjóðkirkjan boðar á einni og sömu heimassíðunni: A) „Jesús Kristur er uppspretta lífs.“ B) „Smíðaðu þinn eigin kross með þínum eigin gildum.“ Þetta er trúarlegt ósamræmi sem engin kirkja lifir af. Kristin trú segir: „Fylg þú mér.“ Póstmodern trúarhönnun segir: „Ég móta mig.“ Kristni boðar: „Taktu upp krossinn.“ Nýja vefsíðan boðar: „Veldu lit á krossinn.“ Þetta er ekki guðfræðileg endurnýjun. Þetta er markaðsleg sjálfssmíði. Ekki hönnunarvandi – þetta er hjartsláttavandi Þjóðkirkjan hefur frá 2021 til 2026 gefið út fjölmörg stefnuplögg um: fræðslu jafnrétti umhverfisstefnu kærleiksþjónustu samstarf við þjóðfélagsstofnanir Margt er gott og málefnalegt. En í öllum þessum textum birtist sami undirliggjandi tónn: Meira félagsfræði, minna fagnaðarerindi. Meiri sjálfsmynd, minni trúar játning. Meiri menningarbylgja, minni biblía. Og nýja heimasíðan er nákvæmlega í sama takt. Fólk gengur ekki úr kirkjunni vegna litapalletu – heldur vegna forgangsröðunar Það þarf ekki trúarsálfræðing til að sjá þetta: Fólk hættir ekki að mæta í kirkju vegna þess að hún notar vitlausan pantónkóða. Fólk hættir að mæta þegar hún segir ekkert um okkar sælu von sem bjargar. Þjóðkirkjan glímir ekki við skort á litum. Hún glímir við skort á skýrleika: Hver er Jesús? Hver er sannleikurinn? Hvað er synd, náð, hjálpræði og umskipti? Hver er boðskapurinn sem snýr lífi við? Hvað er að endurfæðast? Þessa heilnæmu kenningu heyrir fólk sjaldnar og sjaldnar. Lógóið er endurnýjað – en Logos er þaggað. Það er táknrænt að krossinn á forsíðunni er hreyfimynd, en boðskapur kirkjunnar hefur staðið í kyrrstöðu í áratugi. Kirkjan þarf ekki kross sem dansar. Hún þarf kross sem kallar. Þjóðkirkjan stendur á krossgötum – og það sést á síðunni. Hún þarf að ákveða hvort hún ætlar að: A)Mótast af samfélaginu, Eða B)Móta samfélagið með fagnaðarerindi Krists. Núverandi vefur sýnir báðar hliðar á sama tíma – og það er ekki hægt til lengdar. Engin kirkja lifir af tvískipt hjarta. Niðurstaða Nýja heimasíðan er falleg, en hún er glansmynd yfir dýpri vanda. Þjóðkirkjan þarf ekki nýtt lógó. Hún þarf að endurheimta Lógos – Orðið sem gefur líf. Hún þarf ekki kross í tólf litum. Hún þarf þann kross sem táknar lit blóðsins og náðarinnar. Ekki „ég móta minn kross“. Heldur: „Kristur mótar mig.“ Þegar það gerist, þá verður heimasíðan ekki aðeins falleg – heldur verður kirkjan aftur lifandi. Höfundur er guðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þjóðkirkjan boðar nú tvo krossa – og sá nýi frelsar engan Nýja heimasíða Þjóðkirkjunnar fór í loftið nýverið. Hún er glæsilega hönnuð, nútímaleg og vel unnin. Enginn ástæða til annars en að óska til hamingju með tæknilegar endurbætur. En stundum segir yfirborðið meira en það ætlar sér. Heimasíðan varpar ljósi á dýpri krísu sem ekki má hunsa. Þjóðkirkjan kennir tvö ólík trúarkerfi á sama vettvangi Á nýju síðunni má lesa skýra, fallega og klassíska lýsingu á kristinni trú: „Grunnur kristinnar trúar er trúin á Jesú Krist sem vitnað er um í Biblíunni.“ „Nýja testamentið segir frá persónu, verki og örlögum Jesú Krists – fæðingu, dauða og upprisu.“ „Vitnisburðurinn stendur í djúpum rótum Gamla testamentisins.“ Þetta er 100% í takt við lútherska játningu, postulega trúfræði og hina evangelísku arfleifð. Þetta er trú sem stendur á fullkomnu hjálpræðisverki Jesú Krists, ekki frammistöðu manneskjunnar sjálfrar. En strax á forsíðu sömu vefsíðu birtist allt önnur trú: „Ég trúi á minn hátt.“ „Settu saman þinn eigin kross.“ Þetta er ekki smávægilegt sjónarspil. Þetta er guðfræðileg mótsögn sem skers sem naglaklór á krítartöflu. Ef Jesús er grunnurinn – hvers vegna er krossinn samt sjálfmiðaður “ég”? Þjóðkirkjan boðar á einni og sömu heimassíðunni: A) „Jesús Kristur er uppspretta lífs.“ B) „Smíðaðu þinn eigin kross með þínum eigin gildum.“ Þetta er trúarlegt ósamræmi sem engin kirkja lifir af. Kristin trú segir: „Fylg þú mér.“ Póstmodern trúarhönnun segir: „Ég móta mig.“ Kristni boðar: „Taktu upp krossinn.“ Nýja vefsíðan boðar: „Veldu lit á krossinn.“ Þetta er ekki guðfræðileg endurnýjun. Þetta er markaðsleg sjálfssmíði. Ekki hönnunarvandi – þetta er hjartsláttavandi Þjóðkirkjan hefur frá 2021 til 2026 gefið út fjölmörg stefnuplögg um: fræðslu jafnrétti umhverfisstefnu kærleiksþjónustu samstarf við þjóðfélagsstofnanir Margt er gott og málefnalegt. En í öllum þessum textum birtist sami undirliggjandi tónn: Meira félagsfræði, minna fagnaðarerindi. Meiri sjálfsmynd, minni trúar játning. Meiri menningarbylgja, minni biblía. Og nýja heimasíðan er nákvæmlega í sama takt. Fólk gengur ekki úr kirkjunni vegna litapalletu – heldur vegna forgangsröðunar Það þarf ekki trúarsálfræðing til að sjá þetta: Fólk hættir ekki að mæta í kirkju vegna þess að hún notar vitlausan pantónkóða. Fólk hættir að mæta þegar hún segir ekkert um okkar sælu von sem bjargar. Þjóðkirkjan glímir ekki við skort á litum. Hún glímir við skort á skýrleika: Hver er Jesús? Hver er sannleikurinn? Hvað er synd, náð, hjálpræði og umskipti? Hver er boðskapurinn sem snýr lífi við? Hvað er að endurfæðast? Þessa heilnæmu kenningu heyrir fólk sjaldnar og sjaldnar. Lógóið er endurnýjað – en Logos er þaggað. Það er táknrænt að krossinn á forsíðunni er hreyfimynd, en boðskapur kirkjunnar hefur staðið í kyrrstöðu í áratugi. Kirkjan þarf ekki kross sem dansar. Hún þarf kross sem kallar. Þjóðkirkjan stendur á krossgötum – og það sést á síðunni. Hún þarf að ákveða hvort hún ætlar að: A)Mótast af samfélaginu, Eða B)Móta samfélagið með fagnaðarerindi Krists. Núverandi vefur sýnir báðar hliðar á sama tíma – og það er ekki hægt til lengdar. Engin kirkja lifir af tvískipt hjarta. Niðurstaða Nýja heimasíðan er falleg, en hún er glansmynd yfir dýpri vanda. Þjóðkirkjan þarf ekki nýtt lógó. Hún þarf að endurheimta Lógos – Orðið sem gefur líf. Hún þarf ekki kross í tólf litum. Hún þarf þann kross sem táknar lit blóðsins og náðarinnar. Ekki „ég móta minn kross“. Heldur: „Kristur mótar mig.“ Þegar það gerist, þá verður heimasíðan ekki aðeins falleg – heldur verður kirkjan aftur lifandi. Höfundur er guðfræðingur.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun