Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Skattsvik námu 80 milljörðum

Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins áætlar að á árunum 2010 til 2013 hafi skattsvik numið um 80 milljörðum króna af árlegu tekjutapi ríkis og sveitarfélaga á tímabilinu.

Innlent
Fréttamynd

Segir forsætisnefnd gjörspillta

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir forsætisnefnd gjörspillta og hafnar áliti siðanefndar Alþingis. Forsætisnefnd féllst á álit siðanefndar um að hún hefði brotið gegn siðareglum með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson.

Innlent
Fréttamynd

Makrílkvóti íslenskra skipa verður aukinn

Makrílkvóti íslenskra skipa verður aukinn úr 108 í 140 þúsund tonn. Sjávarútvegsráðherra segir að áfram verði unnið að því að ná heildarsamkomulagi strandríkja, en Íslendingum hefur hingað til ekki verið hleypt að samningaborðinu.

Innlent
Fréttamynd

Lilja skyggir á bæði Sigurð og Katrínu

 Lilja Alfreðsdóttir nýtur mests trausts allra ráðherra samkvæmt nýrri könnun. Hún nýtur margfalt meira trausts meðal Framsóknarmanna en formaður flokksins. Sá ráðherra sem helst er vantreyst er Bjarni Benediktsson.

Innlent
Fréttamynd

Makríllinn formlega kvótasettur

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um veiðar á makríl með stoð í nýsamþykktum lögum Alþingis um um kvótavæðingu makríls.

Innlent
Fréttamynd

Miðflokkurinn kominn á mikið flug

Miðflokkurinn nálgast kjörfylgi sitt samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins dalar hins vegar. Vinstri græn bæta við sig fylgi ein stjórnarflokka. Píratar eru stærstir í stjórnarandstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Segja mörgum spurningum um Íslandspóst enn ósvarað

Samkeppniseftirlitið og fyrrverandi og núverandi forstjórar Íslandspósts verða kallaðir fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þar sem mörgum spurningum er ennþá ósvarað um rekstrarvanda Íslandspósts að sögn formanns nefndarinnar. Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur að Póst-og fjarskiptastofnun verði einnig kölluð fyrir nefndina.

Innlent
Fréttamynd

Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest

Forsætisnefnd hefur fallist á álit siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, og telur hana brotlega við siðareglur fyrir alþingismenn vegna ummæla um Ásmund Friðriksson. Þrír nefndarmenn eru með sérbókun vegna álitsins.

Innlent
Fréttamynd

Tími til að vakna

Þeim sem hafa sett sig inn í málin kæmi það lítið á óvart ef þolinmæði alþjóðasambanda myndi þrjóta áður en langt um líður, enda ekki hægt að vera endalaust á undanþágu frá þeim reglum sem öllum öðrum er gert að fylgja. Eina lausnin, þegar þolinmæðina þrýtur, er að leika landsleiki á erlendri grundu. Íslenska íþróttaundrið, eins og árangur íslenskra landsliða og íþróttamanna hefur gjarnan verið nefnt, getur þá ekki spilað á heimavelli. Með hverju ætla stjórnmálamenn að skreyta sig þá á tyllidögum?

Skoðun
Fréttamynd

Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu.

Innlent