Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Er mættur til að vinna bikarinn“

    Stjarnan tapaði gegn Val eftir framlengdan leik 76-80. Ahmad Gilbert var mikið í umræðunni í aðdraganda leiks en hann fór á lán til Stjörnunnar frá Hrunamönnum en mun leika með Hrunamönnum annað kvöld. 

    Sport
    Fréttamynd

    Maté: Allt fór ofan í, sama hver skaut

    Maté Dalmay, þjálfari Hauka, viðurkenndi eftir 83-97 sigur á Hetti í úrvalsdeild karla að leikmenn liðsins hefðu glímt við ýmis vandamál í aðdraganda leiksins. Það var ekki að sjá þegar flautað var til leiks og liðið geigaði aðeins á einu skoti fyrstu sjö mínúturnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Það díla allir við meiðsli, það er ekki afsökun“

    KR-ingar hófu leikinn gegn Grindavík í Subway-deild karla af krafti og náðu 11 stiga forskoti á heimamenn þegar best lét. Þessi byrjun dugði þeim þó skammt þar sem Grindvíkingar komust smátt og smátt í takt við leikinn og unnu alla leikhlutana að loknum þeim fyrsta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR semur við bakvörð frá Litáen

    KR, botnlið Subway deildar karla í körfubolta, hefur samið við Justas Tamulis um að leika með liðinu út leiktíðina. KR hefur aðeins unnið einn deildarleik þar sem af er tímabili.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jóhann Þór um mögu­legar breytingar á leik­manna­hópnum: „Erum búnir að vera að leita síðan ein­hvern tímann í októ­ber“

    Það var ekki boðið upp á góðan leik fyrir hjartveika í Grindavík í kvöld þar sem heimamenn og Þór Þorlákshöfn áttust við í Subway-deild karla í körfubolta. Gestirnir frá Þorlákshöfn skoruðu 34 stig í 4. leikhluta og þurrkuðu út 20 stiga forskot Grindvíkinga eins og hendi væri veifað. 

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Varnarleikurinn, það er eitthvað sem við þurfum að hengja hatt okkar á

    Helgi Magnússon þjálfari KR þurfti að mæta í enn eitt viðtalið til að ræða um slaka frammistöðu sinna manna, en KR töpuðu nokkuð örugglega gegn Stjörnunni í Subway-deildinni í kvöld, 99-88. Það er kannski þreyttur frasi að tala um að lið mæti ekki tilbúin til leiks, en leikurinn fór einfaldlega hræðilega af stað fyrir KR sem skoruðu aðeins 10 stig í fyrsta leikhluta en fengu á sig 29.

    Körfubolti