Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Hreinsunin byrjuð á Old Traf­ford

    Erik ten Hag er byrjaður að fara „út með ruslið“ ef svo má að orði komast. Það er, Manchester United er byrjað að selja leikmenn sem eiga enga framtíð fyrir sér hjá félaginu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Bayern vill þrjá frá Eng­landi

    Bayern München hefur gert vel á leikmannamarkaðnum í sumar en ljóst er að félagið er hvergi nærri hætt. Það virðist sem Þýskalandsmeistararnir mæti með mikið breytt lið til leiks en Thomas Tuchel, þjálfari, vill þrjá leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni til viðbótar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Newcastle kaupir Harvey Barnes og Al Ahli heldur áfram að safna liði

    Harvey Barnes er að ganga í raðir Newcastle frá Leicester sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Blaðamaðurinn, Fabrizio Romano, greinir frá því að kaupverðið sé 38 eða 39 milljónir punda. Al Ahli hefur ekki aðeins sótt leikmenn frá Englandi heldur á Marco Silva að þjálfa liðið.

    Sport
    Fréttamynd

    Fofana frá út árið

    Wesley Fofana mun ekki spila fyrir Chelsea fyrr en seint á komandi tímabili. Franski varnarmaðurinn sleit krossband nýverið og er alls óvíst að hann verði eitthvað með liðinu fyrr en á þar næstu leiktíð.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Braut gler­þakið en var ekki lengi aðal­þjálfari For­est Green

    Hannah Dingley var nýverið ráðin fyrst kvenna sem þjálfari atvinnuliðs karla í knattspyrnu á Englandi. D-deildarlið Forest Green Rovers réð hana til starfa þegar Duncan Ferguson var sagt upp störfum. Nú er ljóst að Dingley mun ekki stýra liðinu á komandi leiktíð þar sem nýr þjálfari er væntanlegur.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Giggs sýknaður

    Ryan Giggs, fyrrverandi leikmaður enska knattspyrnuliðsins Manchester United, hefur verið sýknaður af ákærum um heimilisofbeldi.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Arteta segir að Declan Rice sé viti fyrir Arsenal liðið

    Declan Rice er dýrasti leikmaðurinn í sögu Arsenal eftir að félagið borgaði West Ham 105 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn. Félagsskiptin gengu loksins í gegn um helgina og nú getur stuðningsmönnum Arsenal farið að hlakka til að sjá kappann spila með liðinu.

    Enski boltinn