Hættulegur staður allt árið um kring Kona á þrítugsaldri lést þegar hún féll á annað hundrað metra við fossinn Glym í Hvalfirði í gær. Aðstæður voru mjög hættulegar á vettvangi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Slysið sýni að bæta þurfi verulega öryggi á ferðamannastöðum landsins. Innlent 23. mars 2023 11:45
Tveggja tíma bið eftir strætóferð til höfuðborgarinnar Eina strætóskýlið á Keflavíkurflugvelli er í talsverði fjarlægð frá flugvallabyggingunni og er hvergi auglýst. Flestir ferðamenn virðast ekki hafa hugmynd um að sá möguleiki að ferðast með strætó til höfuðborgarinnar sé til staðar. Ferðirnar eru reyndar stopular og góður krókur er tekinn í Reykjanesbæ. Þá er ekki farið lengra en til Hafnarfjarðar um helgar. En allt stendur þetta til bóta. Innlent 23. mars 2023 11:25
Hágæða ferðaþjónusta og betur borgandi ferðamenn Á síðustu vikum hafa komið fram sjónarmið um að ferðaþjónusta sé óarðbær láglaunagrein sem byggi á magni fremur en gæðum og óæskileg vaxtargrein í íslensku samfélagi. Skoðun 23. mars 2023 10:00
Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall. Innlent 23. mars 2023 08:49
Ólöf Kristín nýr forseti FÍ Ólöf Kristín Sívertsen hefur verið kjörin forseti Ferðafélags Íslands (FÍ). Fyrrverandi forseti félagsins sagði af sér og sig úr félaginu í september á síðasta ári. Innlent 22. mars 2023 14:35
Bundið slitlag boðið út á vegarkafla á Vatnsnesi Íbúar á vestanverðu Vatnsnesi við Húnaflóa sjá núna loksins fram á vegarbætur. Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í endurbyggingu Vatnsnesvegar á liðlega sjö kílómetra kafla norðan Hvammstanga, frá Kárastöðum að Skarði í Miðfirði. Innlent 22. mars 2023 13:03
Samtök ferðaþjónustunnar á villigötum Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Perla Norðursins hf. (PN), einkaaðili sem tengist sýningunni Wonders of Iceland í Perlunni, hafa sent Samkeppniseftirlitinu erindi þar sem lagst er gegn áformum Náttúruminjasafns Íslands, eins þriggja höfuðsafna landsins, um að opna sýningu og hefja starfsemi í nýjum höfuðstöðvum safnsins á Seltjarnarnesi á næsta ári. Skoðun 22. mars 2023 13:00
Beint streymi: Ráðstefna um þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar Ráðstefna um þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar er haldin í Hörpu í dag. Menningar- og viðskiptaráðuneytið í samstarfi við Ferðamálastofu og Samtök ferðaþjónustunnar standa fyrir ráðstefnunni. Sýnt verður frá ráðstefnunni í beinu streymi hér á Vísi. Innlent 22. mars 2023 12:46
Play flýgur til Amsterdam á ný á kostnað Árósa Flugfélagið Play flaug til Schiphol flugvallar í Amsterdam frá desember árið 2021 til mars 2022. Síðan þá hefur flugfélagið ekki flogið til hollensku höfuðborgarinnar en nú hefur orðið breyting á því flugfélagið hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum þangað á ný. Viðskipti innlent 22. mars 2023 10:16
Hálft prósent færeysku þjóðarinnar strandaglópar á Seyðisfirði Um það bil þrjú hundruð Færeyingar ásamt fleiri farþegum ferjunnar Norrænu eru nú strandaglópar á Seyðisfirði vegna óveðurs á Fjarðarheiði. Ferjan siglir aftur úr höfn annað kvöld. Innlent 21. mars 2023 14:45
36 áfangastaðir hjá Icelandair næsta vetur Flugfélagið Icelandair býður farþegum sínum flugferðir til 36 áfangastaða veturinn 2023 til 2024. Aukning á áætluðu sætaframboði á tímabilinu er 20 til 25 prósent. Í fyrsta sinn boðið upp á dagflug til New York og Boston yfir vetrartímann. Viðskipti innlent 21. mars 2023 11:02
Stærstu hluthafar Bláa lónsins vilja ekki selja sig niður við skráningu á markað Stærstu hluthafar Bláa lónsins eru lítt áhugasamir um að losa um eignarhluti sína í félaginu í tengslum við áformaða skráningu á hlutabréfamarkað síðar á árinu og því horfir ferðaþjónustufyrirtækið fremur til þess að fara þá leið að auka hlutafé sitt. Erfiðar markaðsaðstæður réðu mestu um að hætt hefur verið við að stefna að skráningu félagsins núna á vormánuðum, að sögn stjórnarformanns Bláa lónsins. Innherji 20. mars 2023 17:09
Afleit vinnubrögð hjá Vatnajökulsþjóðgarði Það var vitað mál að um leið og þjónusta við ferðamenn risi aftur upp á hnén eftir heimsfaraldurinn - myndu tollheimtumenn og gjaldtökupáfar verða snöggir að skjótast út úr skúmaskotum sínum. Skoðun 20. mars 2023 16:30
Hefja gjaldtöku við Jökulsárlón í sumar Stefnt er að því að hefja gjaldtöku við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Þjóðgarðsvörður á svæðinu segir það vera löngu tímabæra aðgerð en fjármunirnir verða nýttir í viðhald á svæðinu og fleira. Innlent 20. mars 2023 10:26
Formaður BHM ryður burt staðreyndum Formaður BHM fór mikinn í fréttum RÚV í vikunni um að ruðningsáhrif af umsvifum ferðaþjónustu væru grunnurinn að gífurlegum verðhækkunum á húsnæðismarkaði síðastliðin ár. Skoðum þetta aðeins. Skoðun 16. mars 2023 09:31
Kröfur upp á 735 milljónir í þrotabú Hótel Sögu Skiptum er lokið í þrotabú Hótel Sögu ehf., rekstrarfélagsins sem Íslands rak Hótel Sögu í Bændahöllinni við Hagatorg um áratugaskeið. Lýstar kröfur voru tæpar 735 milljónir króna. Viðskipti innlent 14. mars 2023 16:45
„Árangur okkar þarf ekki að vera á kostnað Icelandair“ „Ég lít á þetta eins og verslun. Ég er ekki að fara að bjóða upp á gosdrykkjamerki sem enginn vill kaupa. Ég er ekki af hrifinn af hugmyndinni að þú „þurfir að gefa þessu eitt til tvö ár,“ eða eitthvað þvíumlíkt. Þetta er eins og að hafa tilfinningu fyrir einhverju. Annaðhvort bregst markaðurinn við eða ekki,“ segir Birgir Jónsson forstjóri flugfélagsins Play. Viðskipti innlent 11. mars 2023 17:18
Örmagnaðist á göngu Síðdegis í gær óskuðu tveir ferðamenn eftir aðstoð björgunarsveita. Ferðamennirnir voru á ferð að eða frá íshelli í Kötlujökli þegar annar þeirra örmagnaðist á göngunni. Innlent 10. mars 2023 12:46
Tveir af hverjum fimm frá Bretlandi og Bandaríkjunum Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 137 þúsund í nýliðnum febrúar samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Um er að ræða álíka margar brottfarir og í febrúar árið 2020 og um 86 prósent af því sem þær voru í febrúar 2018 eða þegar mest var. Viðskipti innlent 10. mars 2023 07:37
Hótel, baðlón og heilsulind við Langasand á Akranesi Viljayfirlýsing um uppbyggingu við Langasand á Akranesi var undirrituð í dag. Byggt verður hótel, baðlón og heilsulind á svæðinu en einnig er áformuð uppbygging á svæði ÍA þar sem verða nýir knattspyrnuvellir fyrir félagið og stórbætt aðstaða fyrir iðkendur og íbúa. Viðskipti innlent 7. mars 2023 10:59
Play mun fljúga til Glasgow Flugfélagið Play hyggst hefja áætlunarflug til Glasgow í Skotlandi og verður fyrsta flugið föstudaginn 26. maí næstkomandi. Viðskipti innlent 7. mars 2023 10:21
Ferðaþjónustan og sjálfbær framtíð Um síðustu áramót gerðu KPMG, Íslenski ferðaklasinn og Samtök ferðaþjónustunnar árlega viðhorfskönnun meðal íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Er þetta fimmta árið í röð sem þessi könnun er gerð. Helstu þættir sem spurt er um tengjast stöðu og horfum fyrirtækjanna í greininni, helstu áherslum og tækifærum í starfsemi þeirra í nánustu framtíð auk ýmissa annarra þátta eins og nýsköpun, sjálfbærni og mannauðsmálum. Skoðun 6. mars 2023 13:01
Í farbanni grunaður um gróft kynferðisbrot gegn konu í bíl Karlmaður sem breytti flugmiða sínum í því skyni að komast fyrr úr landi eftir að hafa verið kærður fyrir nauðgun þarf að sæta farbanni til 28. mars. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti úrskurð úr héraði þess efnis. Innlent 6. mars 2023 12:06
Nýtt þyrlufyrirtæki með höfuðstöðvar á Ólafsfirði HeliAir Iceland er nýjasta þyrlufyrirtæki landsins en félagið verður með höfuðstöðvar sínar á Ólafsfirði. Félaginu var úthlutað flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu á dögunum og blés til opnunarhófs af því tilefni. Viðskipti innlent 6. mars 2023 10:34
Ferðamenn fagna grænni orkuvinnslu Græna orkan er grundvöllur þeirra lífsgæða sem við búum við í dag á Íslandi og hluti af þeirri upplifun sem ferðamenn sækja í. Nær allir erlendir ferðamenn sem hingað koma, eða 96%, eru jákvæðir gagnvart endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi. Þar af eru 80% mjög jákvæð en innan við 1% neikvæð. Skoðun 4. mars 2023 10:00
Norskt félag kaupir Þyrluþjónustuna Norska félagið Helitrans AS hefur keypt allt hlutafé í Þyrluþjónustunni ehf. sem á Helo og Reykjavík Helicopters. Seljandi er Narro ehf. og er kaupverðið trúnaðarmál. Viðskipti innlent 3. mars 2023 09:10
Ekki markmiðið að fjölga ferðamönnum heldur hámarka arðsemi þeirra „Við þurfum að passa svolítið hvernig við tölum um ferðaþjónustuna. Fólk talar stundum á svolítið óvæginn hátt um ferðaþjónustuna, og ég er alveg ekki viss um að það sé henni eða okkur til tekna að tala um að Ísland sé uppselt eða að þurfi að loka landinu eða að við séum að drukkna í ferðamönnum,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Innlent 1. mars 2023 22:01
Ekki útséð með áhrif verkfalla á hótelin Þrátt fyrir að starfsemi hótela sem verkföll Eflingar hafa beinst að sé nú komin á skrið gætir áhrifa þeirra enn. Framkvæmdastjóri Berjaya-hótela segir mest um vert að geta opnað fyrir bókanir að nýju, en lokað var fyrir þær þegar ljóst varð að stefndi í verkfall. Innlent 1. mars 2023 21:44
Misheppnað bónorð á Íslandi fékk farsælan endi Hinn 27 ára gamli Adam Groves hafði ráðgert að biðja unnustu sinnar undir norðurljósunum á Íslandi. Sú áætlun fór forgörðum en í fluginu á leiðinni heim fékk parið óvæntan glaðning. Lífið 28. febrúar 2023 21:22
Flugu í hringi til að sýna farþegum norðurljósin Flugstjórar flugvélar Easy Jet sem verið var að fljúga frá Keflavík til Manchester í gær, flugu vélinni í hring yfir Norðursjó. Það gerðu þeir svo farþegarnir gætu notið norðurljósanna. Lífið 28. febrúar 2023 13:21