Utan vallar: Á fleygiferð upp Rushmore-fjall íslenskra þjálfara Eftir erfiða og heldur sérstaka byrjun á þjálfaraferlinum er Arnar Gunnlaugsson sigurvegari íslensks fótbolta þessi dægrin. Víkingarnir hans hafa unnið sex af síðustu níu titlum sem í boði hafa verið. Liðið í ár er í umræðunni sem besta lið Íslandssögunnar og Arnar er á góðri leið með að klífa upp á topp Rushmore-fjalls íslenskra þjálfara. Íslenski boltinn 28. september 2023 10:01
Ásthildur kallar eftir naflaskoðun en segir að þetta sé ekki leikmönnunum að kenna Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta náði í þrjú stig út úr tveimur fyrstu leikjum sínum í Þjóðadeildinni en frammistaða liðsins var ekki góð. Liðið marði sigur á heimavelli á móti lélegasta liði riðilsins og steinlá síðan á móti Þjóðverjum þar sem liðið gerði ekkert sóknarlega. Fótbolti 28. september 2023 09:30
Íslandsmeistaraþjálfarinn framlengir til 2026 Pétur Pétursson hefur framlengt samning sinn um að þjálfa áfram lið Vals í Bestu deild kvenna. Íslenski boltinn 28. september 2023 08:20
Leikmenn Villa kvíða fyrir að spila í blautbolunum Leikmenn kvennaliðs Aston Villa kvíða fyrir að spila í nýjum treyjum liðsins í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Enski boltinn 28. september 2023 07:30
Arteta: Kaupum ekki annan framherja Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir að félagið sé ekki í leit að nýjum framherja þrátt fyrir gagnrýni á framherja liðsins í byrjun tímabils. Enski boltinn 28. september 2023 07:01
Klopp um Nunez: Hann er okkur mjög mikilvægur Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, segist ánægður með framfarir Darwin Nunez síðustu vikur. Enski boltinn 27. september 2023 22:32
Dregið í deildabikarnum: Newcastle mætir á Old Trafford Manchester United mun mæta Newcastle United í 16-liða úrslitum deildarbikarsins. Enski boltinn 27. september 2023 21:48
Allt jafnt á toppnum eftir að Inter tapaði óvænt á heimavelli Alls fóru sex leikir fram í sjöttu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í dag. AC Milan jafnaði Inter á toppi deildarinnar eftir óvænt tap Inter gegn Sassuolo. Fótbolti 27. september 2023 21:20
Szoboszlai með þrumufleyg í sigri Liverpool Liverpool er komið áfram í deildarbikarnum eftir 3-1 sigur á Leicester á Anfield í kvöld. Enski boltinn 27. september 2023 21:00
Newcastle hafði betur gegn City Alexander Isak skoraði eina mark leiksins er Newcastle hafði betur gegn Manchester City í deildarbikarnum. Enski boltinn 27. september 2023 21:00
Nelson skoraði eina markið er Arsenal fór áfram Arsenal er komið áfram í deildarbikarnum eftir 0-1 sigur á Brentford í kvöld en mark Arsenal skoraði Reiss Nelson. Enski boltinn 27. september 2023 20:45
Orri með tvennu í níu marka sigri FCK FCK gerði sér lítið fyrir og sigraði Lyseng 9-0 í 32-liða úrslitum danska bikarsins. Orri Steinn Óskarsson skoraði tvö mörk fyrir gestina frá Kaupmannahöfn en var svo skipt útaf í hálfleik. Fótbolti 27. september 2023 19:54
Real Madrid aftur á beinu brautina Real Madrid vann öruggan 2-0 sigur á heimavelli gegn UD Las Palmas í 7. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Madrídarliðið kemst þar með upp fyrir Barcelona sem mistókst að sigra Mallorca í gærkvöldi. Fótbolti 27. september 2023 19:30
PSV tryggði toppsætið með öruggum sigri Willum Þór Willumsson lék allan leikinn í 3-0 tapi Go Ahead Eagles gegn PSV Eindhoven. PSV tryggir þar með sæti sitt á toppi deildinnar og er með fullt hús stiga eftir 6 umferðir. GA Eagles er í 6. sætinu með 10 stig. Fótbolti 27. september 2023 19:16
Englendingatvenna í Mílanó AC Milan vann 3-1 útisigur gegn Cagliari eftir að hafa lent marki undir. Tvö mörk frá ensku leikmönnunum Fikayo Tomori og Ruben Loftus-Cheek tryggðu sigurinn. Fótbolti 27. september 2023 18:32
Sverrir Ingi með endurkomu í sigri Midtjylland Sverrir Ingi Sigurðsson sneri aftur á völlinn eftir meiðsli og spilaði fyrri hálfleikinn í 2-0 sigri Midtjylland gegn Næstved. Þeir komast með þessum sigri í 16-liða úrslit dönsku bikarkeppninnar. Daníel Kristjánsson, u19 ára landsliðsmaður, sat á bekknum allan leikinn. Fótbolti 27. september 2023 18:10
Reece James kærður fyrir ummæli í garð dómara Reece James hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir meint brot eftir leik Chelsea gegn Aston Villa um helgina. Brotið á að hafa átt sér stað í göngunum sem liggja að búningsherbergjum. Enski boltinn 27. september 2023 17:45
Börnin heima þegar brotist var inn á heimili Sergio Ramos Spænski knattspyrnumaðurinn Sergio Ramos er kominn heim til Sevilla en það byrjar ekki vel hjá fjölskyldunni. Fjölskylda Ramos lenti í þeirri ömurlegu reynslu að brotist var inn á heimili hennar. Fótbolti 27. september 2023 15:19
Magnaður Andri Lucas lætur til sín taka hjá Lyngby Það er óhætt að segja að íslenski sóknarmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen hafi farið vel af stað með danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Andri raðar inn mörkum þessi dægrin fyrir félagið. Fótbolti 27. september 2023 14:30
Chelsea væri búið að vinna alla leikina sína ef farið væri eftir XG Chelsea situr í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir sex leiki og nær því ekki að skora eitt mark í leik. Enski boltinn 27. september 2023 14:01
Ólátabelgirnir í Ajax birta „aftökulista“ stjórnarfólks hjá félaginu Í dag verður aftur reynt að klára leik Ajax og Feyenoord í hollensku deildinni en það þurfti að hætta leik um síðustu helgi vegna óláta áhorfenda. Fótbolti 27. september 2023 13:30
Víkingar sektaðir um hundruð þúsunda króna vegna símtala Arnars Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta Knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur um 250 þúsund krónur vegna háttsemi Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, sem var í sambandi við starfslið sitt í gegnum síma í leik liðsins gegn Val þegar að hann tók út leikbann. Íslenski boltinn 27. september 2023 12:36
Löng rútuferð bíður stórstjarnanna í Manchester City í kvöld Englandsmeistarar Manchester City heimsækja Newcastle United í kvöld í enska deildabikarnum en knattspyrnustjóri félagsins hefur áhyggjur af ferðalaginu heim. Enski boltinn 27. september 2023 12:01
Antony yfirheyrður af lögreglunni í Manchester Brasilíski sóknarmaðurinn Antony, leikmaður Manchester United, mun mæta í yfirheyrslu hjá lögreglunni í Greater Manchester og svara þar spurningum tengdum ásökunum á hendur honum vegna meints ofbeldis. Enski boltinn 27. september 2023 11:17
Sancho alltaf í tölvunni og sefur ekki nóg Forráðamenn Borussia Dortmund eru efins um að fá Jadon Sancho aftur til liðsins vegna agaleysis hans. Enski boltinn 27. september 2023 09:00
Osimhen hótar að fara í mál við Napoli vegna niðurlægjandi myndbanda á TikTok Umboðsmaður Victors Osimhen, leikmanns Ítalíumeistara Napoli, hefur hótað að fara í mál við félagið vegna myndbanda sem birtust á TikTok aðgangi þess. Fótbolti 27. september 2023 08:31
Eitt ótrúlegasta klúður sem sögur fara af Mauro Icardi, framherji Galatasaray, átti eitt ótrúlegasta klúður seinni ára í leik gegn Istanbulspor í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær. Fótbolti 27. september 2023 07:31
Eigendur Chelsea séu velkomnir í búningsklefann Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, segir að eigendur félagsins séu velkomnir inn í búningsklefa liðsins svo lengi sem þeir mæti ekki til að halda ræðu. Fótbolti 27. september 2023 07:01
Fresta leik vegna andláts leikmanns Sheffield United Leik Sheffield United og Crystal Palace í ensku B-deildinni kvennamegin hefur verið frestað eftir að leikmaður Sheffield United, Maddy Cusack, lést á dögunum. Fótbolti 26. september 2023 23:15
Börsungar töpuðu stigum á Mallorca Barcelona þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli er liðið heimsótti Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 26. september 2023 21:44