„Martraðarflug“ Icelandair til Manchester til rannsóknar Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur tekið flug Icelandair til Manchester þann 23. febrúar á síðasta ári til rannsóknar. Þotan lenti í miklum vandræðum vegna veðurs þegar hún átti að lenda í Manchester Innlent 1. mars 2018 16:43
Einungis Air Atlanta í vopnaflutningum Utanríkisráðherra segir að vopnaflutningar á vegum íslenskra aðila eigi að heyra til algjörra undantekninga. Óvíst er hvort ríkið hafi fullnægt rannsóknarskyldu samkvæmt alþjóðasamningum en regluverkið verður tekið til endurskoðunar. Innlent 28. febrúar 2018 19:00
Birna er fyrsti kvenflugmaðurinn í tæplega 50 ára sögu Flugfélagsins Ernis Þetta er stúlka sem hefur staðið sig ákaflega vel í öllu sem hún hefur gert í sínu stutta lífi, segir forstjóri Flugfélagsins Ernis. Viðskipti innlent 28. febrúar 2018 10:48
Segja launakostnað Icelandair Group vera fílinn í stofunni Ef flugfélagið Icelandair lækkar ekki launakostnað gæti félagið orðið undir í verðsamkeppni við önnur flugfélög, að mati greinenda Capacent. Viðskipti innlent 28. febrúar 2018 06:00
Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. Innlent 27. febrúar 2018 22:28
Lenti á Keflavíkurflugvelli með bilaðan hreyfil Þarna var á ferðinni flugvél frá bandaríska hernum, af gerðinni Hercules C 130. Innlent 27. febrúar 2018 20:50
Óvissa með flug vegna hvassviðris á Keflavíkurflugvelli Ekki hægt að notast við tæki og tól vegna öflugra vindhviða. Innlent 26. febrúar 2018 11:38
Komast ekki frá borði vegna veðurs Landgöngubrýr teknar úr notkun af öryggisástæðum Innlent 25. febrúar 2018 17:30
Banaslys enn í rannsókn Tvö banaslys sem urðu í flugi hérlendis á árinu 2015 eru enn til meðferðar hjá flugsviði rannsóknarnefndar samgönguslysa. Innlent 23. febrúar 2018 06:00
Telja kauptækifæri í Icelandair Greiningarfyrirtækið IFS metur gengi hlutabréfa í Icelandair Group á 20,4 krónur á hlut í nýju verðmati. Er það um 27 prósentum yfir gengi bréfanna eftir lokun markaða í gær. IFS ráðleggur fjárfestum því að kaupa hlutabréf í ferðaþjónustufélaginu. Viðskipti innlent 22. febrúar 2018 22:00
Gríðarlegur vatnselgur tafði ekki flug á Keflavíkurflugvelli Snjóruðningsdeildin hefur haft í nógu að snúast við að hreinsa burt slabb og drullu. Innlent 21. febrúar 2018 12:35
Farþegar sátu fastir í níu vélum Icelandair vegna veðurs Þingmaður sagði veruna um borð minna á sjóferð. Innlent 21. febrúar 2018 10:04
WOW varar við röskunum á flugferðum vegna veðurs WOW air reiknar með því að raskanir verði á flugáætlun flugfélagsins á morgun vegna veðurs. Varað er við veðurhvelli sem spáð er að gangi hratt yfir landið í fyrramálið Innlent 20. febrúar 2018 14:39
Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. Innlent 16. febrúar 2018 20:45
Ísing í hraðaskynjurum kann að hafa orsakað slysið Sérfræðingar sem hafa rannsakað flugslysið sem varð austur af Moskvu á sunnudaginn segja að ísing í hraðaskynjurum kunni að hafa orsakað slysið. Erlent 13. febrúar 2018 14:28
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. Viðskipti innlent 12. febrúar 2018 21:15
Strandaglópar í Leifsstöð fengu súkkulaði og vatn Mikil truflun var á flugi í gær vegna veðurs en gert er ráð fyrir að flug veðri samkvæmt áætlun í dag. Innlent 12. febrúar 2018 11:30
Tveir fórust í flugslysi við Lofoten Tveir létu lífið þegar lítil flugvél hrapaði í sjóinn fyrir utan Lofoten í norðurhluta Noregs í gær. Erlent 12. febrúar 2018 09:59
Sprengjufundur stöðvar flug frá London City London City flugvellinum í Lundúnum hefur verið lokað eftir að sprengja úr seinna stríði fannst í ánni Thames, skammt frá vellinum. Erlent 12. febrúar 2018 06:46
Rússneska flugfélagið með vafasama fortíð Flugfélagið sem rak flugvélina sem hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak í Rússlandi í dag var árið 2015 bannað að fljúga á milli landa eftir öryggisbrot. Erlent 11. febrúar 2018 22:13
Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. Viðskipti innlent 11. febrúar 2018 20:15
Flugi aflýst vegna veðurs Fólk sem á bókað flug hvatt til að fylgjast vel með í dag. Innlent 11. febrúar 2018 08:33
Icelandair semur við flugmenn Icelandair ehf. og Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA )hafa undirritað kjarasamning sem gildir til 31. desember 2019. Samningurinn fer nú í kynningu og atkvæðagreiðslu hjá FÍA. Viðskipti innlent 10. febrúar 2018 20:32
Starfshópur mælir með nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. Innlent 8. febrúar 2018 20:00
Voru ekki látnir vita að fluginu var aflýst Air Iceland Connect hefur verið gert að greiða hópi erlendra ferðamanna 250 evrur, um 30 þúsund krónur, í skaðabætur vegna þess að flugi þeirra frá Reykjavíkur til Ísafjarðar var aflýst. Innlent 8. febrúar 2018 10:37
Þota Icelandair snarsnerist í hvassri vindhviðu Boeing 757 þota frá Icelandair snar snerist í hvassri vindhviðu, þar sem hún stóð mannlaus á Keflavíkurflugvelli um miðnætti. Innlent 2. febrúar 2018 08:29
Bónorð fyrir utan klósettið í flugvél WOW Rosaleg rómantík í loftinu í kvöld. Veit ekki hvor var meira stressaður ég eða verðandi unnustinn, segir hárgreiðslumaðurinn Sverrir Diego í stöðufærslu á Facebook. Lífið 29. janúar 2018 16:30
Flugliðar WOW sendir í launalaust leyfi WOW air hefur sent hóp flugliða í tímabundið launalaust leyfi í vetur. Viðskipti innlent 29. janúar 2018 11:02
Ekkert athugavert við flugvöllinn á Akureyri sem varaflugvöll Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia, segir alþjóðaflugvöllinn á Akureyri uppfylla öll skilyrði til að þjóna sem varaflugvöllur fyrir Keflavík. Innlent 25. janúar 2018 07:00